Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.05.2011, Qupperneq 8
7. maí 2011 LAUGARDAGUR8 1 Hvað áttu framkvæmdir að kosta sem borgin var búin að lofa íþrótta- félögum en hefur nú verið frestað? 2 Hve mikið af drykkjarumbúðum skilar sér í endurvinnslu í hverjum mánuði? 3 Hvað knýr nýjan Volvostrætó sem Strætó bs. er með til prufu næstu vikur? SVÖR 1. Níu þúsund þrjú hundruð og níutíu milljónir króna. 2. Tíu milljón flöskur og dósir. 3. Tvinnvél, dísil og rafmagn. FÓLK „Það var leitað til mín. Ég var ekki að sækjast eftir starfi nema síður sé,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, fyrrverandi borgar- stjóri, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar- heimilanna Eirar og Skjóls fram á haust. Eir og Skjól eru sjálfseignar- stofnanir sem starfa samkvæmt lögum og þiggja daggjöld frá ríkinu. Stofnununum er stýrt af stjórnum sem kosnar eru af full- trúaráðum, Í þau skipa ýmis bæjar- félög og félagasamtök. Vilhjálmur, sem verið hefur stjórnarformaður Eirar í áratug, segir að fyrr verandi forstjóri hafi verið að hætta en á sama tíma var nýtt fulltrúaráð skipað og ný stjórn kosin. „Það var leitað til mín á þess- um tímamótum og ég beðinn um að gera þetta tímabundið,“ segir Vilhjálmur sem hafnar því alfarið að nokkuð sé óeðlilegt við það að hann hafi verið ráðinn tímabundið án auglýsingar. Slíkt tíðkist víða, til dæmis hjá Reykjavíkurborg og ríkinu, og jafnvel til lengri tíma. Fram kom í Fréttatímanum í gær að forveri Vilhjálms, Sigurð- ur Helgi Guðmundsson, hafi haft samtals 1.440 þúsund krónur á mánuði að bílastyrk meðtöldum. Vilhjálmur segir að að launakjör hans muni taka mið af efnahags- ástandinu. Hann verði á eigin bíl og launin lækki um nokkur hundr- uð þúsund krónur – eins og hann sjálfur hafi lagt til fyrir allnokkru þegar nefnt var að hann myndi taka starfið að sér. „Ég hef aldrei verið á ofur- launum og aldrei sóst eftir því,“ segir Vilhjálmur, sem kveður framkvæmdastjórastarfið verða auglýst fljótlega og að hann muni ekki sækja um. „Það er ekki verið að búa í haginn fyrir mig með þess- ari tímabundnu ráðningu.“ - gar Ráðinn forstjóri Eirar fram á haust án auglýsingar: Hef aldrei fengið né sóst eftir ofurlaunum VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Ný stjórn Eirar kaus Vilhjálm einróma áfram sem stjórnarformann en hann stígur til hliðar úr því embætti á meðan hann gegnir starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins fram á haust. Hér ræðir Vilhjálmur við Emil Theodór Guðjónsson og Birnu Kristínu Svavarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 13 4 FYRIRLESTRARÖÐ Á ALDARAFMÆLI HÁSKÓLA ÍSLANDS HREYFING MANNSINS Frá hreyfihömlun til afreka. Hvernig geta verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða orðið hreyfingu allra til framdráttar? Dr. Hilmar B. Janusson hefur verið í fararbroddi hönnunar- og þróunarteymis Össurar frá 1992. Hann flytur erindi í röð hátíðarfyrirlestra rektors á aldarafmæli Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu, laugardaginn 7. maí kl. 14. Allir velkomnir. F í t o n / S Í A Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS um nýgerðan kjarasamning VR og SA verður haldinn mánudaginn 9. maí nk. kl. 19:30 á Hilton Nordica hótel. Við hvetjum félagsmenn til að mæta. Félagsfundur VR DANMÖRK Árið 2009 fengu 16 börn undir fjögurra ára aldri í Dan- mörku lyfseðla upp á þunglyndis- lyf. Fjöldinn var svipaður árin þar á undan. Þessar tölur koma frá Lyfjastofnun Danmerkur sem safnar upplýsingum um lyfsölu. Í viðtali við danska blaðið BT kveðst Torsten Schumann, yfir- læknir á geðdeild fyrir börn og unglinga á Augustenborg-sjúkra- húsinu, ekki geta ímyndað sér að fólk með fullu viti meðhöndli börn undir sjö ára aldri með þunglyndis- lyfjum. - ibs Deilt á lyfjagjöf Dana: Yngri en 4 ára fá þunglyndislyf TÆKNI Lögregla í Norður-Kóreu hefur upp á síðkastið gert upptæka farsíma af landsmönnum sem grun- ur leikur á að hafi verið smyglað inn í landið frá Kína. Flóttamenn frá Norður-Kóreu segja yfirvöld óttast að fólk noti farsímana til að hópa fólki saman í þeim tilgangi að koma stjórnvöldum frá með svipuðum hætti og í Egypta- landi og Líbíu. Af sömu ástæðu eru farsíma teknir af erlendum ferða- mönnum við komuna í landið. Farsímanotkun í Norður-Kóreu hefur aukist mikið upp á síðkastið. Í fyrra voru skráðir farsímar 450 þúsund talsins, sem er tvöföldun á milli ára, samkvæmt upplýsingum netmiðilsins Mobiledia. Farsíma- kerfi landsins er sömuleiðis mjög hamlandi; stjórnvöld safna upplýs- ingum um notkunina og fylgjast grannt með millilandasímatölum. Erlendir fjölmiðlar hafa um nokk- urt skeið greint frá því að íbúar í Norður-Kóreu hafi brugðist við hindrunum stjórnvalda með því að fara til bæja sem liggja við landa- mæri Rússlands og Kína. Þaðan geti þeir tengst erlendum farsímakerfum og haft samband við ættingja og vini sem flúið hafi land. Mobiledia bend- ir á að þeir sem bregði á það ráð tak- marki farsímanotkun sína við fimm mínútur í hvert sinn. Eftir það geti stjórnvöld rekið símtölin. - jab Stjórnvöld í Norður-Kóreu óttast að almenningur reyni að koma þeim frá: Herða eftirlit með farsímum STÚLKUR SKOÐA SÍMANA Farsíma- notkun í Norður-Kóreu eru háð miklum takmörkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.