Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 12
12 7. maí 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Talsmenn Evrópuand-stöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildar umsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðis- flokksins studdi einnig umsókn- ina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda. Forysta Samfylkingarinnar vildi hins vegar ekki mynda ríkis- stjórn með þeim sem höfðu aðild á dagskrá. Það bendir til að önnur mál hafi verið henni mikil vægari. Sú breyting hefur orðið síðan kosið var að Borgara hreyfingin gufaði upp og Framsóknar- flokkurinn s n e r i v i ð blaðinu. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að stuðningur er veru legur við aði ldar- umsóknina í kjósendahópi allra flokka. Sérstaða Samfylkingarinnar felst í því að þar virðist vera meiri samstaða um málið. Hún hefur fyrir þá sök náð forystu um fram- gang þess. Kviklyndi Samfylkingarinnar hefur fram til þessa ekki náð til Evrópumálanna. Það gæti verið að breytast. Upplausnin í ríkis- stjórninni og stefnu breyting Framsóknarflokksins hefur leitt til þess að talsmenn Evrópu- andstöðunnar líta orðið svo á að þeir hafi nú þegar náð undir- tökunum um framhald málsins. Á miklu veltur hvernig stuðn- ingsmenn aðildarumsóknar í öllum flokkum bregðast við nýjum aðstæðum. Án ábyrgrar leiðsagnar gæti andstæðingunum orðið að ósk sinni. Utanríkis- ráðherra hefur veitt aðildarvið- ræðunum örugga og ábyrga for- ystu og sýnt styrk í því hlutverki. Þær hafa gengið vel til þessa. Það breytir ekki hinu að ýmis veikleika merki eru á forystuhlut- verki Samfylkingarinnar. Forystan í Evrópumálum Fyrsta veikleikamerkið kom fram við stjórnarmynd-unina. Þá taldi VG Sam-fylkingunni trú um að unnt væri að ljúka samningum án þess að báðir ríkisstjórnarflokk- arnir tækju efnislega ábyrgð á niðurstöðunni. Þetta var blekking og því hefur alltaf legið fyrir að lokaskrefið yrði ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Formaður Heimssýnar sagði sig úr þingflokki VG á dögunum. Hann fullyrti af því tilefni eins og oft áður að forsætisráðherra hafi haft í hótunum um slit á stjórnar- samstarfinu ef þingmenn stjórnar- liðsins styddu ekki aðildarumsókn- ina. Þessu hefur forsætisráðherra afneitað jafn oft. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en for- maður Samfylkingarinnar sé tví- saga um hvort aðildarumsóknin er skilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn. Þingsályktunartillögur um að stöðva aðildarviðræðurnar hafa legið fyrir í heilt ár. Athyglisvert er að flutningsmennirnir hafa ekki knúið á um að málið gangi til atkvæða. Ástæðan er vitaskuld sú að þeir trúa ekki að meirihluti sé fyrir hendi. Á hinn bóginn blasir við að Samfylkingin þorir ekki að reyna frekar á þolrif VG og vill af þeim sökum ekki láta atkvæði ganga. Það lýsir vanmætti Alþingis að geta ekki tekið af skarið í svo stóru máli. Tillitið til VG sýnist ganga fyrir Evrópumálstaðnum. Loks má nefna sameiginlegan fund þing- mannanefndar Alþingis og Evrópu- þingsins sem ekki gat ályktað um stöðu málsins fyrir nokkru vegna bresta í þingflokki VG. Veikleikamerkin Málefnalega er ríkis-stjórnin í ýmsum veigamiklum efnum á sviði efnahagsstjórn- unar að færa Ísland inn á braut- ir sem liggja í gagnstæða átt við aðild að Evrópusambandinu. Breytingar ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu felast í því að apa eftir flestu því versta í reglum einstakra Evrópusam- bandsríkja. Það veikir rökstuðn- ing Íslands fyrir sérlausnum til að tryggja þá þjóðarhagsmuni sem eru í húfi. Á þessu sviði er því efnislega unnið gegn aðild. Ríkisstjórnin hefur samþykkt í stórum stíl útgjöld utan við bók- hald ríkissjóðs. Í sumum tilvikum er fjármögnun tryggð en í öðrum ekki. Að því leyti er þetta gríska leiðin, sem sannarlega liggur ekki í átt að aðild. Þá hefur ríkisstjórn- in ekki tekið mark á aðvörunum Seðlabankans varðandi þróun kjaramála og enga leiðsögn veitt á því sviði. Afleiðingar þess og vax- andi slaki í ríkisfjármálum geta orðið hindrun í aðildarferlinu. Vegna ágreinings í ríkisstjórn- inni ræður stefna fjármála- ráðherrans í raun og veru för í peninga málum. Meðan Samfylk- ingin sættir sig við forystu VG á því sviði eins og flestum öðrum er hún efnislega á leið í aðra átt en til aðildar. Af öllu þessu má ráða að mikil- vægt er fyrir stuðningsmenn aðildarumsóknar í öðrum flokk- um að tryggja áhrif sín í næstu kosningum. Málið nær ekki fram að ganga nema með breiðari póli- tískum stuðningi á þingi. Þeir sem hafa forystu á hendi um framgang málsins þurfa að sýna í verki á öllum sviðum að þeim er full alvara. Haldið í gagnstæða átt ÞORSTEINN PÁLSSON Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Rauðarárstígur 10 105 Reykjavík Sími: 562 4082 Yggdrasill verslun er staðsett við Hlemm www.yggdrasill.is Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær. Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til heilsusamlega rétti. Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og "drykkir" útbúnir á staðnum. Upplýsingar og skráning: ebba@purebba.com eða í síma 775-4004 Ebba Guðný Guðmundsóttir Námskeiðið kostar 4.200 kr. G erð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjara- samningar til þriggja ára. Það eykur vissulega lík- urnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt. Þó verður að setja býsna mörg spurningarmerki við ýmis atriði í kjarasamningunum og tengd þeim. Það fyrsta er launa- hækkanirnar sjálfar. Þær eru ríflegri en ráð var fyrir gert í upp- hafi. Fyrirtæki sem ekki njóta góðs af veiku gengi krónunnar í útflutningi geta mörg hver lent í vandræðum með að standa undir þessum hækkunum, til dæmis stór verzlunarfyrirtæki þar sem margir starfsmenn eru hlutfallslega lágt launaðir, en hinir tekjulægstu fá mestu hækkanirnar. Þessi fyrirtæki geta neyðzt til að hækka verð eða fækka fólki, nema hvort tveggja sé, og þá eru markmið samn- inganna um aukinn kaupmátt og atvinnusköpun farin fyrir lítið. Ýmsir fyrirvarar eru í samningunum, meðal annars um að ríkis stjórnin standi við þau fyrirheit sem hún hefur gefið í tengslum við samningana. Þar á meðal er að skapa sátt í sjávar- útvegsmálum. Í því efni hræða sporin. Stjórnarflokkarnir ná ekki saman í málinu og sjávarútvegsráðherrann sýnist engan veginn valda því. Haldi vandræðagangurinn enn áfram næsta mánuðinn geta samningarnir verið í hættu. Hin gríðarlegu ríkisútgjöld sem ríkisstjórnin hefur samþykkt til að greiða fyrir kjarasamningum eru sömuleiðis áhyggjuefni. Hætta er á að dregið verði úr því stranga aðhaldi í ríkis- fjármálunum sem er nauðsynlegt við núverandi aðstæður – og raunar um fyrirsjáanlega framtíð, ætli Ísland sér að komast út úr efnahagsþrengingunum. Ríkisstjórnin getur ekki skattlagt sig frá þeim halla sem búinn er til með þessum nýju útgjöldum. Þótt klisjunum um að skatt- leggja hátekjufólkið yrði fylgt eftir myndi það aðeins skila broti af því sem á vantar í ríkissjóð. Skattahækkanir yrðu líka að ná til millitekjuhópa og myndu eyðileggja þar með kaupmáttar- aukninguna, eða þá til atvinnulífsins og kippa undan því fótunum á ný. Þetta þýðir að ríkisstjórnin á í raun þann eina kost að ráðast í frekari niðurskurð á öðrum sviðum – og það hefur í för með sér erfiðar pólitískar ákvarðanir, sem ástæða er til að horfast í augu við fyrr en seinna. Það er óskandi að hægt verði að komast framhjá hættunum við kjarasamningana og að þeir verði raunveruleg innspýting fyrir atvinnulífið. En til þess verða allir, ekki sízt stjórnmála- mennirnir, að átta sig á ábyrgð sinni. Nú þarf harðan aga við hagstjórnina, þannig að hinn gamli vítahringur víxlhækkana launa og verðlags og dýrra félagsmálapakka endurtaki sig ekki. Ýmis áhyggjuefni tengjast kjarasamningunum. Mörg spurningarmerki Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.