Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 17
LAUGARDAGUR 7. maí 2011
Ég naut þess á dögunum að vera viðstaddur opnun sýningar á
íslenskri hönnun sem fram fór í
gömlu netagerðarhúsnæði vest-
ur á Granda á annarri hæð í lyftu-
lausu húsi. Sýnt var á stórum fleti
margskonar hlutir, húsgögn og
ýmsir nytjahlutir. Ég fór fremur
hratt yfir, enda ekki margir hlutir
sem sérstaklega vöktu athygli mína
fyrir góða og áhugaverða hönnun. Á
meðan ég var staddur á sýningunni
átti ég símtal við kollega minn og
samstarfsmann Pétur B. Lúthers-
son húsgagna- og innanhússarki-
tekt sem spurði mig frétta af sýn-
ingunni. Ég svaraði honum á þann
veg „að þetta minnti mig helst á vor-
sýningu frá hönnunarskóla okkar í
Kaupmannahöfn á árunum 1963-
64“.
Síðan ég gaf þetta svar hefur það
sótt sífellt meira á mig hvort ég hafi
svarað alveg út í bláinn, eða verið
að gera lítið úr því mikla starfi sem
þátttakendur sýningarinnar höfðu
lagt á sig. Niðurstaða mín er að ekki
hafi svo verið. Ég kemst hinsvegar
að þeirri niður stöðu að hér á landi
hafi orðið gríðarleg stöðnun í mörg-
um greinum hönnunar og þá einkum
húsgagna. Það eru þó sem betur fer
undantekningar á þessu því hlutur
eldri hönnuða hefur staðið sína vakt
og nokkrir yngri hönnuðir, einkum
konur, hafa staðið sig vel.
En hvað hefur þá brugðist. Ekki
vantar það að stofnaður hafi verið
Listaháskóli og einstaklingum með
starfsheitið „listamaður“ fjölgað.
Ég tel mig verða mjög varan við
að ýmis atriði í námi yngri hönn-
uða virðast látin reka á reiðanum.
Eitt þeirra mikilvægasta er hand-
verkið og þekking á efninu sem
ætlað er að vinna úr. Margt hefur
breyst í þeim efnum á síðari árum
bæði í námskrám og framkvæmd.
Eitt af því sem ég saknaði mjög á
umræddri sýningu var handverkið.
Ég hef tekið eftir því að í greinum
sem skrifaðar hafa verið um sýn-
inguna er vitnað m.a. til dansks
fyrir tækis sem nánast hafi viljað
gera hér ein allsherjar innkaup á
góðum hugmyndum til framleiðslu
erlendis. Í þessu samhengi vil ég
benda á þá staðreynd að Danir hafa
ávallt lagt áherslu á að góðri hönnun
fylgi listahandverk. Nú er ekki svo
að við Íslendingar ekki eigum góða
handverksmenn þó ekki hafi verið
hlúð að þeirri grein listiðna. Það
er einnig svo að okkur hefur borið
gæfa til að varðveita þennan þátt í
afbragðsgóðum verkmenntaskólum
svo sem Tækniskóla Íslands (áður
Iðn skólanum í Reykjavík) og Iðn-
skóla Hafnarfjarðar. Mér er reynd-
ar ekki kunnugt um hvort eitthvert
samstarf sé milli skóla svo sem
þessara tveggja og Listaháskóla
Íslands. Ef svo er ekki, mætti leysa
úr brýnni þörf. Þetta væri t.d. hægt
að gera með aðstoð við gerð frum-
smíða.
Það hafa dæmin sannað að ef þú
þekkir takmörk þín og möguleika
áttu auðveldara með að vinna hönn-
un þinni brautargengi. Ég tel t.d. að
ein megin ástæða fyrir góðu gengi
fata- og textilhönnunar sé sá arfur
sem ungt fólk fær nánast með móð-
urmjólkinni þar sem listhneigð og
listahandverk íslenskra kvenna fer
saman. Að þessu ættu skólayfirvöld
að huga, m.a. að stuðla að auknum
tengslum milli skólastofnana þann-
ig, að ef einn skólinn getur boðið
upp á starf sem hinn getur ekki
þá að virkja sameiginlegan styrk
beggja.
Við opnun framangreindrar sýn-
ingar flutti Katrín Júlíus dóttir iðn-
aðarráðherra ræðu þar sem hún
færði rök fyrir því að störf við hönn-
un skiptu þjóðar búið verulegu máli.
Þetta eru reyndar ekki ný sannindi
en hafa ekki verið dregin fram í
dagsljósið fyrr. Síðan Ísland gekk
í EFTA hafa nánast öll fyrir tæki
sem starfað hafa við smíði húsgagna
lagst af. Land sem hefur efni á því
að fara þannig með fjöreggið ætti
að skoða hug sinn um að styrkja vel
við smíði frumgerða og á þann hátt
að snúa dæminu við, þannig að besta
hönnunin sé framleidd hér heima og
aflað markaða fyrir vöruna.
Andvaraleysi og skortur á rök-
studdri gagnrýni er eitt þeirra
atriða sem há okkur Íslendingum.
Við göngum um með lokuð augun
og látum bera á borð fyrir okkur
nánast hvað sem er. Ég vil því gera
kröfu til þess að menn gangi um sali
hönnunar og skóla með opnum gagn-
rýnum augum svo gera megi góðar
hugmyndir og hluti betri.
Andvaraleysi og
skortur á rök-
studdri gagnrýni er eitt
þeirra atriða sem há
okkur Íslendingum.
Hugleiðingar að loknum
Hönnunarmars 2011
ÖSKJUHLÍÐARDAGURINN 2011
SKÓGUR Í BORG!
Komdu í Háskólann í Reykjavík
laugardaginn 7. maí!
Taktu þátt í ratleik í Öskjuhlíðinni,
farðu í siglingu í Nauthólsvík,
kynnstu Öskjuhlíðinni í skemmti-
legri gönguferð með leiðsögn,
hlustaðu á Ragga Bjarna og
Gleðisveit lýðveldisins, lærðu allt
um vorverkin í garðinum, að búa til
moltu og farðu í sjósund
í Nauthólsvík. Sjáðu stóra
skógarsög að verki, heimsæktu
börnin í Barnaskóla Hjallastefn-
unnar og hlýddu á bestu ljóðskáld
þjóðarinnar í skóginum í Öskjuhlíð.
DAGSKRÁ
11:00 Borgarstjóri setur Öskjuhlíðarhátíðina í Háskólanum í Reykjavík
11:00–11:30 Kynning á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík
og Skógræktarfélags Íslands um útivistarperluna Öskjuhlíð
11:30–12:30 Moltugerð – Jón Gnarr borgarstjóri kennir gestum að búa til moltu
11:30–13:00 Rathlaupsleikur um Öskjuhlíðina fyrir alla aldurshópa
12:00–13:30 Fjölskylduganga með leiðsögn um Öskjuhlíð – Fuglarnir í skóginum
Stefán Pálsson sagnfræðingur, Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt
og Steinar Björgvinsson skógfræðingur
13:30–13:45 Ljóðin í skóginum – Þórarinn Eldjárn og Gerður Kristný*
12:30–13:00 Ragnar Bjarnason syngur fyrir gesti í aðalbyggingu HR
13:00–14:00 Sjóbað í Nauthólsvík
13:00–14:00 Fræsöfnun & sáning – Kristinn Þorsteinsson garðyrkjufræðingur
13:00–15:00 Hjálparsveit skáta í Kópavogi býður fólki í siglingu um Fossvog
14:30–15:30 Fjölskylduganga með leiðsögn um Öskjuhlíð – Fuglarnir í skóginum
Stefán Pálsson, Yngvi Þór Loftsson og Steinar Björgvinsson
15:30–15:45 Ljóðin í skóginum – Vilborg Dagbjartsdóttir og Sigurður Pálsson*
15:00–15:30 Gleðisveit lýðveldisins leikur og syngur fyrir gesti í aðalbyggingu HR
15:00–16:00 Vorverkin – Kristinn Þorsteinsson leiðbeinir gestum um vorverk í görðum
HR-bandið hitar upp fyrir daginn frá kl. 10:30–11:00
Barnaskóli Hjallastefnunnar verður með opið hús og kynnir starfsemi sína og verk nemenda
Skógarhögg og vinnsla. Skógarsög sem breytir trjám í verðmæti verður á bílaplani HR
frá kl. 10:00–11:00 og 16:00–17:00
List án landamæra. Sýning á verkum starfsmanna Vinnustofa Skálatúns
Gagnvirk listaverk nemenda úr tækni- og verkfræðideild HR og Listaháskóla Íslands verða til sýnis í Sólinni í HR
* Ljóðaflutningur er í lok gönguferðar
7.
M
A
Í
A
nn
et
ta
S
ch
ev
in
g
www.oskjuhlid.is
VEITINGAR
Te & kaffi í Háskólanum í Reykjavík
Nauthóll | Perlan | Barnaskóli Hjallastefnunnar
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Ársfundur 2011
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn
fimmtudaginn 26. maí kl.16.00, í sal BHM að Borgartúni 6, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Breyting á samþykktum
3. Önnur mál löglega upp borin
Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga
rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að
mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins.
Reykjavík, 5. maí 2011.
Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna sveitarfélaga
Hönnun
Jón
Ólafsson
húsgagna- og
innanhússarkitekt