Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 30
7. maí 2011 LAUGARDAGUR30 É g byrjaði að æfa karate árið 1996 en árið 2003 sá ég kennslumyndbönd í blönduðum bardaga- listum á netinu sem mér þótti voða kúl. Ég fór að prófa brögðin á litlu systur minni í eld- húsinu heima, var að pína hana og vin minn sem var að æfa ballett,“ segir Jón Viðar Arnþórsson bar- dagaíþróttamaður. Jón Viðar vissi það ekki þá að níðingsskapurinn yrði kveikjan að stofnun bardagaíþróttafélags- ins Mjölnis, þar sem hátt í fimm hundruð manns leita sér nú leið- sagnar. Eftir að hafa fikrað sig áfram með brögðin auglýsti Jón Viðar æfingu í blönduðum bardaga- listum (MMA) hjá karate félaginu Þórshamri, þar sem hann var sjálfur að æfa. Í kjölfarið hófust þar reglulegar æfingar sem kall- aður voru Mjölnisæfingar. Í líkamsræktarstöðinni World Class var annar hópur einnig byrj- aður að þreifa fyrir sér í slíkum fangbrögðum. Árið 2005 samein- uðust svo níu strákar úr þessum tveimur hópum undir merkjum Mjölnis. Þeir skuldbundu sig til að borga ákveðna upphæð á mánuði til að tryggja rekstur félagsins og leigðu húsnæði af Júdófélagi Reykjavíkur. „Ári seinna voru félagarnir orðnir það margir að við treystum okkur til að fara að leigja eigið húsnæði á Mýrar- götunni,“ segir Jón Viðar. Vinsælli en boxið Vinsældir blandaðra bardagalista hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Á Íslandi eru nú fimm bar- dagaíþróttafélög, tvö í Reykjavík, eitt í Hafnarfirði, eitt á Suðurnesj- um og eitt á Akureyri. Hjá Mjölni hefur iðkendum fjölgað um 25-30 prósent árlega frá því að félagið var stofnað og nú æfa rúmlega 500 manns í húsnæði félagsins. „Þessi íþrótt hefur farið um heiminn eins og eldur í sinu og er að taka yfir aðrar hefðbundnar bar- dagalistir, karate, kung-fu, aikido, jiu-jitsu og svo framvegis. Bland- aðar bardagalistir eru líka orðnar það vinsælar að það er meira horft á þær í bandarísku sjónvarpi en boxið,“ segir Jón Viðar. Brasilískt jiu-jitsu og glíma (grappling) eru þær greinar sem er lögð hvað mest áhersla á hjá Mjölni. Íþróttunum er best lýst sem gólfglímu þar sem mark miðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingnum og fá hann til að gefast upp með lás, svæfingu eða annars konar taki. Bæði er glímt án galla, svokallað nogi, og í galla, gi. Fyrir mörgum virkar nogi sem afar sérstök íþrótt – tveir létt- klæddir einstaklingar liggja í hálfgerðum faðmlögum renn- sveittir. Jón Viðar jánkar því að þetta geti komið mörgum spánskt fy r i r sjón - ir. „En þetta er ein hrein- asta í þrót t s e m h æ g t er að stunda. Þarna eru tveir að kljást, enginn bolti nálægt, stangir eða hopp. Þetta snýst bara um að takast á, reyna hvor er sterk- ari og yfirbuga and- stæðinginn,“ útskýr- ir hann. „Það sem heillar svo við íþrótt- ina er að þetta eru Brasilískt jiu-jitsu: Tveir einstaklingar glíma í galla sem svipar til júdógalla, sem er yfirleitt kall- aður „gi“. Keppendur takast á þangað til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann þar með til uppgjafar. Andstæðingurinn gefur uppgjöf til kynna með því að slá út eins og það er kallað þegar keppandi slær nokkrum sinnum létt á andstæðing sinn eða í gólfið. Nogi-glíma: Sama íþrótt og BJJ nema gallanum er sleppt og iðkendur eru aðeins í stuttbuxum og stundum bol. Þetta gerir glímuna hraðari því auðveldara er að renna úr greipum andstæðingsins en um leið erfiðara að ná góðu taki eins og þegar tekist er á í galla. Ólympískir hnefaleikar: Í ólympískum hnefaleikum er kennd listin að beita fyrir sig höndunum. Í tímum er fyllsta öryggis gætt, þar er æft og keppt með hanska og höfuðhlífar og farið eftir öllum ströngum reglum. Mjölnir er í samstarfi við Hnefaleikafélag Reykjavíkur, sem sér mestmegnis um kennsluna. Sparkbox: Sparkboxtímum svipar til hnefaleika nema ýmsu er bætt við eins og til dæmis spörkum, olnbogum, einföldum fellingum og tökum í návígi. Blandaðar bardagaíþróttir (Mixed Martial Arts): Til að mæta í MMA þarf að hafa grunn í BJJ og hnefaleikum/sparkboxi. Þar er ofantöldum íþróttum fléttað saman. MMA er jafnframt mjög vinsæl atvinnumannaíþrótt um allan heim. Víkingaþrek: Víkingaþrek er heitið á þrekæfingum Mjölnis. Eins og víkingarnir forðum er farið um víðan völl styrktar æfinga og öllu stolið sem best þykir hverju sinni. Á æfingum geturðu til dæmis átt von á því að æfa með ólympískum lóðum, ketilbjöllum, eigin líkamsþyngd, boxpúða, sleggjum, svo eitthvað sé talið. ÝMSAR GREINAR MJÖLNIS Æfði fangbrögðin á litlu systur HART TEKIST Á Glímuæfingarnar taka verulega á eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á fimmtudaginn var. Þá voru um tuttugu manns á æfingu, þar af ein stelpa. Fjórir glímukappar úr Mjölni eru á leið í undankeppni fyrir Abu Dhabi Combat Club sem fram fer í Finnlandi í lok mánaðarins. ADCC er stærsta og sterkasta glímumót í heimi. Keppnisliðið æfir sex sinnum í viku en Mjölnir stykir keppnisliðið fjárhagslega fyrir ferðina. MYNDIR/STEFÁN JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Hann er formaður bardagaíþróttafélags- ins Mjölnis. Upphaf bardagaíþróttafélagsins Mjölnis má meðal annars rekja til þess að verðandi formaður klúbbsins var að æfa fangbrögð á litlu systur sinni. Nú stendur félagið á tímamótum því Mjölniskastalinn verður brátt tekinn í notkun. Kristján Hjálmarsson ræddi við Jón Viðar Arnþórsson, formann Mjölnis, um félagið, uppganginn, hætturnar við íþróttina og framtíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.