Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 31
LAUGARDAGUR 7. maí 2011 31
Gunnar Nelson er skærasta stjarna Mjölnismanna enda talinn einn efnilegasti bardagaíþróttamaður
heims. Hann er ósigraður í keppni í MMA (blönduðum
bardagalistum) og hefur unnið frækna sigra á jiu-jitsu
eða grappling-mótum víða um heim. Frægt er þegar
Gunnar lagði Jeff Monson á heimsmeistaramótinu í
glímu, ADCC, í Abu Dhabi árið 2009. Monson þessi
hefur tvisvar sinnum unnið mótið, er tröllslega vaxinn,
120 kíló að þyngd og frekar óárennilegur að sjá. Það
skipti þó engu því Gunnar vann hann á stigum.
Árangur Gunnars varð til þess að honum var boðið að
taka þátt í mótinu í ár en aðeins örfáum íþróttamönnum
er boðið á þetta stærsta glímumót heims.
BOÐIÐ Á STÆRSTA GLÍMUMÓT HEIMS
GUNNAR GEGN MONSON Gunnar Nelson lagði Jeff Monson að velli
á glímumóti í Abu Dhabi.
svokallaðar lifandi æfingar. Þú
ert alltaf að æfa með mótherja,
það eru fáar reglur og það eru
ekki fyrir fram ákveðnar æfing-
ar eins og tíðkast í hefðbundnum
bardagaíþróttum. Þetta reynir á
alla vöðva líkamans og það komast
allir í gott form sem stunda þetta.“
Opna Mjölniskastalann
Mörgum þykja blandaðar bardaga-
listir heldur ruddaleg íþrótt enda
nánast allt leyfilegt í þeim. Eini
hlífðarfatnaðurinn er örþunnir
boxhanskar. „Ég skil alveg að fólki
finnist íþróttin gróf. En um leið og
fólk kynnir sér íþróttina, undir-
búninginn að baki henni, reglurn-
ar og allar staðreyndirnar fær það
aðra sýn á íþróttina. Fólk meiðist
ekki meira í þessu sporti en öðru.
Fólk fær kannski fleiri marbletti
og fleiri litlar skrámur en alvarleg
meiðsli eru ekki algeng,“ segir Jón
Viðar.
Jón Viðar hefur starfað sem lög-
reglumaður undanfarin ár en ætlar
að sækja um ársleyfi til að geta
helgað sig starfinu í Mjölni. Um
mánaðamótin flytur félagið svo í
nýtt húsnæði, gamla Loftkastalann
við Seljaveg.
„Nú stækkum við húsnæðið veru-
lega og munum kalla þetta Mjölnis-
kastalann. Ég held að þetta sé flott-
asta aðstaða bardagaíþróttafélags
á Norðurlöndunum, ef ekki bara
með þeim flottari í Evrópu,“ segir
Jón Viðar en í húsinu verður meðal
annars aðstaða fyrir áhorfendur og
tveir stórir salir með mikilli lofhæð
til að æfa í.
Síðasta vetur hófst einnig barna-
og unglingastarf hjá Mjölni sem
stjórn félagsins bindur miklar vonir
við. „Það varð strax fullt hjá okkur
í þá tíma og við ætlum að reyna að
byggja svolítið á því eins og önnur
íþróttafélög gera. Það getur styrkt
félagið ansi mikið,“ segir Jón Viðar.