Fréttablaðið - 07.05.2011, Qupperneq 32
7. maí 2011 LAUGARDAGUR32
S
vefnþörf flestra full-
orðinna eru sjö til átta
tímar á sólarhring.
Flestir vita að ef þeir
sofa of lítið verða þeir
þreyttir og einbeiting
versnar en það sem mun færri vita
er að of litlum svefni fylgja alvar-
legar afleiðingar fyrir líkamlega
heilsu,“ segir Erna Sif Arnar dóttir
líffræðingur og doktorsnemi í
svefnrannsóknum. Erna Sif hefur
beint sjónum sínum að þessum
líkamlegu afleiðingum svefnleys-
is, sem hún segir býsna alvarleg-
ar. „Afleiðingarnar eru til dæmis
aukin hætta á hjarta- og æðasjúk-
dómum, auknar líkur á áunninni
sykursýki og offita. Rannsókn-
ir sýna enn fremur að ótímabær
dauðsföll eru algengari hjá þeim
sem sofa of lítið.“
Sofum minna en áður
Erna Sif segir nútímamanninn hafa
gengið á sinn eðlilega svefntíma,
rannsóknir sýni að fólk sofi að
meðaltali um klukkustund minna
nú en það gerði fyrir hálfri öld.
„Fólk er alltaf að skerða svefntíma
sinn, horfa á sjónvarpið eða hanga
í tölvunni. Svo ætlum við kannski
að vera mjög dugleg og mæta í
ræktina klukkan sex en gleymum
því að það þýðir að þá þurfum við
að vera farin að sofa klukkan tíu.“
Allan Pack, prófessor við Penn-
sylvaníuháskóla og annar leiðbein-
andi í doktorsverkefni Ernu Sifjar,
hefur sérhæft sig í svefnrannsókn-
um um árabil. Hann bendir á að
nútímaþjóðfélag geti verið fjand-
samlegt þeim sem vildu glaðir sofa
sjö til átta tíma en eru svokallaðar
b-manneskjur, fara seint að sofa
en fá ekki að sofa eins lengi og þeir
vildu. „Þeir sem ekki sofa nóg eru
að svipta líkamann svefni og það
getur haft alvarlegar afleiðingar,“
segir Pack.
„Fyrir þá sem eru mjög öfgafull-
ar a- eða b-manneskjur getur verið
mjög erfitt að vera til í nútíma-
þjóðfélagi,“ segir Pack, sem segir
erfitt ef ekki ómögulegt að breyta
þessum takti, við séum „forrituð“
til þess að fylgja líkamsklukkunni.
„Svefn er algjörlega nauðsyn-
legur fyrir líkamann og því er það
afar hættulegt heilsunni ef fólk
gengur á svefntíma sinn. Þegar
við sofum þá erum við ekki bara
að hvíla okkur, þegar við sofum er
líkaminn líka að endurnýja efni í
frumum líkamans sem við göngum
á yfir daginn, heilinn er líka mjög
virkur þegar við sofum,“ segir
Pack sem bendir á að auk þess sem
svefnleysi geti skert lífsgæði fólks
mikið þá geti það einnig beinlínis
verið hættulegt.
Hættulegt að sofa of lítið
„Yfir 50 prósent alvarlegra bíl-
slysa i Bandaríkjunum eiga sér stað
þannig að bílstjóri ekur út af, sem
oft er afleiðingin þegar bílstjórar
sofna undir stýri.“ Vöruflutninga-
bílstjórar tilheyra hópi fólks sem
vinnur á óvenjulegum tímum og
langar vaktir. Pack segir þá sem
vinna vaktavinnu leggja mikið á
líkamann. „Þeir sem vinna vaktir
ná sjaldnast sömu rútínu og aðrir.
Það hefur áhrif á líkamsklukkuna
okkar, öll líffæri okkar hafa inn-
byggða sólarhringsklukku og þeir
sem ekki fylgja neinni rútínu rugla
henni,“ segir Pack.
Erna Sif segir eina svefnlausa
nótt nægja til þess að breytingar
verði á líkamsstarfsemi. „Mæl-
ingar í blóði sýna fram á að það
verða strax breytingar eftir eina
svefnlausa nótt. Það verður mæl-
anleg aukning á svokölluðum bólg-
umarkerum, sem finnast í auknum
mæli í fólki með hjarta- og æða-
sjúkdóma. Annað sem gerist er að
það verður brenglun á sykurbúskap
líkamans, sykurþol skerðist og það
eykur líkur á sykursýki. Sömuleiðis
verður brenglun á hormónum sem
valda hungri. Ef maður hefur ekki
sofið vel þá verður maður svengri.
Líkaminn kallar á mat og raunar
kallar hann á óhollan mat, einföld
kolvetni og sykur.“
Þriðjungur glímir við svefnvanda
Eins og áður sagði er svefnþörf
flestra fullorðinna um sjö til átta
tímar. Börn þurfa meiri svefn en
eftir að fólk er fullvaxið minnkar
svefnþörfin. En það er ekki bara að
svefnþörfin minnki, samsetning á
svefni breytist. Börn fá meiri djúp-
svefn en fullorðnir og eftir því sem
fólk eldist fjölgar svefnvandamál-
um af ýmsum toga.
Raunar eru vandamál tengd
svefni svo algeng að talið er að
þriðjungur fullorðinna eigi við
svefnvandamál að stríða á einhvern
tíma á lífsleiðinni. Vandamálin
eru af ýmsum toga. Kæfisvefn er
vandamál sem talið er að hrjái um
fjögur til fimm prósent fullorðinna.
Kæfisvefn lýsir sér þannig að ein-
staklingar fá öndunartruflanir í
svefni sem kemur vitaskuld niður
á gæðum svefnsins. Verkir vegna
veikinda geta haft áhrif á svefn,
tanngnístur og fótaóeirð svo dæmi
séu tekin. Kvíði og streita geta líka
valdið svefnleysi.
Þrátt fyrir mikilvægi svefns
hefur verið frekar lítil áhersla á
rannsóknir á svefni, þó það sé að
breytast. Pack bendir á að það sé
merkilega lítil vitund um mikilvægi
svefns. Skýringuna sé meðal annars
að finna í því hversu stutt sé síðan
farið var að kenna um svefnvanda-
mál í læknisfræði. „Margir læknar
eru fákunnandi um svefnvanda-
mál og vita ekki hvernig á að taka
á þeim. Við sem vinnum við svefn-
rannsóknir verðum að gera betur í
að bæta þekkingu fólks á svefni. Við
höfum til dæmis beitt okkur í því að
gera svefni skil í líffræðikennslu
framhaldsskólanema,” segir Pack.
Svefn er mannsins megin
Svefn er hluti lífsins hjá öllum. Margir hunsa þó þennan mikilvæga þátt í lífinu og leyfa sér ekki að sofa eins lengi og nauðsyn-
legt er. Afleiðingar svefnleysis geta verið alvarlegar, bæði andlegar og líkamlegar. Sigríður Björg Tómasdóttir kynnti sér málið.
ALLAN PACKERNA SIF
ARNARDÓTTIR
E rla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktorsnemi sem vinnur að rannsókn á tengslum svefnleysis
og andlegrar líðanar hjá kæfisvefnssjúklingum. Hún
vinnur einnig hjá Heilsustöðinni við það að með-
höndla fólk við svefnleysi.
„Svefnleysi á sér nokkrar ólíkar birtingarmyndir.
Fólk sem þjáist af svefnleysi getur í fyrsta lagi átt
erfitt með að sofna á kvöldin, í öðru lagi þá vaknar
það á nóttinni og á erfitt með að sofna aftur, í þriðja
lagi þá vakna sumir of snemma og í fjórða lagi þá
hvílist fólk ekki, fær sem sagt ekki þennan endurnærandi svefn sem er
svo mikilvægur.“
Erla segir streituvaldandi þætti í umhverfi oft valda svefnleysi í byrj-
un, til dæmis erfiður skilnaður, erfið börn, brjóstagjöf eða mikið stress
í vinnu. „Stundum kemur fólk til mín í meðferð við svefnleysi sem ekki
veit hver var kveikjan að svefnleysinu. Hún er kannski löngu horfin en
eftir situr svefnleysið og fólk kannski komið í mjög slæman vítahring
sem erfitt er að komast út úr.“
Langvarandi svefnleysi getur haft mikil áhrif á daglegt líf. „Það veld-
ur orkuleysi og hefur neikvæð áhrif á lunderni, fólk sem þjáist af svefn-
leysi verður oft afar upptekið af svefninum. Það hefur áhyggjur allan
daginn af því hvernig það muni sofa næstu nótt. Þegar fólk svo festist
í vítahring svefnleysis getur verið afar erfitt að rjúfa hann,“ segir Erla
sem segir langvarandi svefnleysi hljóta að hafa áhrif á geðheilsu fólks
og fyrstu niðurstöður rannsókna hennar bendi einmitt til þess.
Erla hefur lagt stund á hugræna atferlismeðferð við svefnleysi sem
hún segir að rannsóknir sýni að gagnist best við langvarandi svefnleysi,
svefnlyf geti verið góð til að rjúfa vanda tímabundið en þau séu gagns-
laus er til lengri tíma er litið. Erla segir að oft geti þeir sem þjást af
svefnleysi þurft að breyta mörgum litlum atriðum, nokkur eru nefnd í
dálknum hér til hliðar.
Þeir sem haldnir eru svefnleysi kannast margir við það að sitja yfir
sjónvarpinu og vera alveg að sofna, glaðvakna svo þegar stigið er yfir
þröskuld svefnherbergisins. „Það er vegna þess að fólk er vant að bylta
sér í rúminu og er farið að tengja það við vökuástand.“ Erla segir mikil-
vægt að svefnherbergið sé griðastaður fyrir nætursvefn, ekki sé gott
að vera þar mikið á daginn. „Fólki sem er í meðferð við svefnleysi ráð-
leggjum við oft að minnka tímann sem það er í rúminu en markmiðið er
að auka gæði svefnsins. Það er ekki gott að liggja of lengi í rúminu án
þess að vera sofandi.“
■ MIKILVÆGT AÐ RJÚFA VÍTAHRING SVEFNLEYSIS
Erla Björnsdóttir
Rútína og ró
Nýburar
1-12 mánaða
1-3 ára
3-5 ára
5-12 ára
Unglingsárin
Fullorðnir
0 2 4 6 8 10 12 14 16 18
18
14-18
12-15
11-13
9-11
9-10
7-8
Styttri svefn með hærri aldri
Klukkustundir
Ungbörn sofa að meðaltali sextán til átján tíma
og er helmingur svefntíma þeirra svokallaður
draumsvefn. Að sögn Ernu Sifjar Arnardóttur
virðast draumar vera afar mikilvægir fyrir þroska
heilans fyrstu mánuðina. Börn hafa mun meiri
svefnþörf en fullorðnir og stærra hlutfall af
svefni þeirra er svonefndur djúpsvefn sem er
mjög endurnærandi. Eftir því sem fólk eldist
missir það hæfileikann til þess að sofa jafn vel
og hinir yngri.
Dagskrá
1. Flutt skýrsla stjórnar
2. Ger› grein fyrir ársreikningi
3. Tryggingafræ›ileg úttekt
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt
5. Önnur mál
Ársfundur 2011
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður
haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 16.00,
að Borgartúni 29, 4. hæð.
Reykjavík 19. 04. 2011
➜ Svefnherbergið Mikilvægt er að
svefnherbergið sé griðastaður og
rúmið ekki notað fyrir annað en
svefn og kynlíf.
➜ Truflun Tölvur, sjónvarp, jafnvel
bækur geta truflað svefn hjá fólki.
„Allt of margir fara með tölvuna í
rúmið og horfa á sjónvarpið. Mörg
hjón gera upp daginn uppi í rúmi.
Allt þetta vinnur gegn góðum
svefni, því þú ferð að tengja rúmið
við annað en svefn,“ segir Erla.
➜ Vani Rútína er mikilvæg fyrir
góðan nætursvefn; að fara að sofa
á sama tíma og vakna á sama
tíma.
➜ Næring Þeir sem eiga erfitt með
svefn ættu að forðast koffín eftir
hádegi, mataræði hefur einnig
áhrif á svefn.
➜ Tími Ekki er ráðlegt að liggja of
lengi í rúminu ef fólk glímir við
svefnleysi. „Það er ekki gott að
liggja of lengi í rúminu án þess að
vera sofandi,“ segir Erla.