Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 37
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
„Vá, hvað það eru margir afar hér!“
hrópuðu börnin á leikskólanum
Undralandi þegar þeim var fyrst
boðið í heimsókn á hjúkrunarheimilið
Bæjarás í Hveragerði á haustdögum,
en þar hafa þau nú myndað kærleiks-
rík afa- og ömmutengsl við elstu kyn-
slóðina, en ekki síst við listamanninn
Þórarin Samúelsson sem kemur þang-
að í dagdvöl alla virka morgna.
„Þegar Bæjarás opnaði 2009 hafði
ég samband við skólana í Hvera-
gerðisbæ með ósk um samstarf og
úr varð að tveir litlir hópar fimm ára
barna koma hingað í heimsókn tvisv-
ar í viku,“ segir Steinunn Gísladóttir,
heimilisstýra á Bæjarási, en Undra-
land er einmitt í túnfæti hans.
Bæjarás vinnur eftir Eden-hug-
myndafræði, þar sem dregið er úr
einmanaleika og vanmáttarkennd
aldraðra með heimsóknum dýra og
barna, en þá skapast tækifæri fyrir
þá eldri að gefa þeim yngri af sjálf-
um sér.
„Þórarinn er mikill barnavinur
og tekur á móti börnunum sem kalla
hann aldrei annað en afa og heilsa
honum með hlýju og virktum. Stund-
um er hann kominn á fjóra fætur í
leik við þau en mest er hann natinn að
kenna þeim sitthvað í myndlist. And-
rúmsloftið er heimilislegt og börnin
sísvöng, eins og gjarnan í heimsókn-
um hjá afa og ömmu, og Þórarinn
gefur þeim kex og djús á milli þess
sem hann spjallar við þau og hlustar
á það sem þau hafa fram að færa.“- þlg
maí 2011
Sameinar heima
Bergþóra Magnúsdóttir hefur
hannað stafakubba sem sam-
eina heima sjáandi og heyrandi,
blindra og heyrnarlausra.
SÍÐA 2
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Sækjast eftir
umgengni
Afleiðingar hjónaskilnaða eru
stundum þær að tengsl við afa
og ömmur minnka. SÍÐA 6
Afar eru einstakir
dýrgripir sem
spila verðmætt
hlutverk í lífi barna.
Fjölskyldan hitti
fyrir þrjá frábæra
afa af þremur
kynslóðum.
Barnabörn eru gjafir Guðs
MAÍ
TILBOÐ
HITAKÚTAR OG OFNAR MEÐ 15% AFSLÆTTI
Olíufylltir
rafmagnsofnar
Norskir ryðfríir
hitakútar
OKKAR Framtíð er ný og
kærkomin trygging sem
snýst um „efin” í lífi barna
okkar og ungmenna og
fjárhag þeirra á fullorðins-
árum. Allar upplýsingar
eru á vefsetrinu okkar.is
og þar er unnt að ganga
frá tryggingarkaupum með
einföldum hætti.
Er þitt barn
barn?
„efin
”
Framtíð
o
g
fjá
rhag fullor
ði
n
s
á
ra
n
n
afyrir
í lífin
u
ze
br
a