Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 43
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Vortónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni klukkan 16 í dag. Þar flytur kórinn Gloríu Antonios Vivaldi FV 589 og Missa brevis eftir Joseph Haydn. Með kórnum leikur hljómsveitin Aldarvinir og söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Sigurlaug Knudsen syngja einsöng. Í arabalöndum er borin ótak- mörkuð virðing fyrir mæðr- um og mömmur eru á næsta stalli við Guð. Því er skamm- arlegt að gleyma mæðradegi á þeim slóðum og virkar ekki að koma með afsökunarbeiðni dag- inn eftir,“ segir félagsfræðing- urinn Amal Tamimi sem kom til Íslands frá Palestínu 1995, þá ein- stæð móðir með fimm börn, en hér á landi eignaðist hún sjötta barn sitt. „Mæðradagur í arabalöndum er 21. mars, fyrsti dagur vors í dagatalinu. Hann er í hávegum hafður og snýst um það sama og íslenski mæðradagurinn, að færa mömmu gjafir og góðar óskir, en úti sleppa mæður einnig við hús- verk og eldamennsku þegar börnin dekra við þær í hvívetna og setja þær í hásæti drottningar,“ segir Amal sem heldur í íslenskar hefð- ir á mæðradaginn og fær blóm og heimsóknir frá börnum sínum, en býður þeim einnig í kvöldverð. „Elstu börnin hafa stundum sagt í gríni að ég fái engar gjafir þann 21. mars því við séum jú Íslending- ar, en þau óska mér alltaf til ham- ingju á arabíska mæðradaginn,“ segir Amal sem á ljúfar minning- ar frá því hún var móðir í Palest- ínu og barnungar dætur hennar færðu henni nýtínd blóm úr garð- inum. „Þá hlýnaði mér um hjarta- rætur að sjá að þær hafa lært að bera virðingu fyrir mæðradegin- um svo ungar, og enn í dag fæ ég heimþrá til gamla heimalandsins þegar ég minnist blómaanganar vorsins í loftinu.“ Amal hefur í nógu að snúast sem framkvæmdastýra Jafnréttishúss, en börn hennar eru nú á aldrinum 13 til 32 ára og tvö þau yngstu enn heima. „Allir foreldrar eiga fullt í fangi með uppeldi sex barna og vissulega var lífsbaráttan erfið þegar ég kom hingað fyrst og þurfti að kynnast nýju landi, læra nýtt tungumál og sjá ein fyrir fjöl- skyldunni með löngum vinnudegi. Barnauppeldi er alltaf stremb- ið og tímafrekt, því hvert og eitt barn hefur eigin persónuleika og af því þarf að taka mið svo allir séu hamingjusamir og njóti sín,“ segir Amal en hún á nú þegar sex barnabörn. „Það besta við að eiga svo mörg börn er að maður er aldrei einn. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt fram undan og húsið alltaf fullt af lífi, hvort sem það er heimsókn í kaffi eða mat, eða barnabörn að koma í pössun til ömmu. Á sama tíma er erfiðast við mikinn barna- fjölda að finna bestu aðferðina til að koma þeim til manns og forða þeim frá vandræðum, því breitt aldursbil kallar á ólíkar húsregl- ur og nálgun, og það er oft kúnst að samræma.“ thordis@frettabladid.is Amal Tamimi fær góðar óskir, sumarblóm og samverustundir frá börnum sínum sex á mæðradaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mamma á næsta stalli við Guð Íslensku dýrinrúmföt sloppar rimlahlíf handklæði Yfi rhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Stuttkápur verð frá 19.900 kr. Toppvö rur toppþjó nusta. Jakki 17.900 kr. Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.- www.xena.is Grensásvegur 8 - Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.