Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 73
sjálfur á margar og yndislegar minn-
ingar um móðurafa sinn og nafna frá
uppvaxtar árunum í Vestmannaeyjum.
„Móðurafi minn gekk mér að hluta
til í föðurstað og fyrsta minning mín
um afa var eina nóttina þegar ég vildi
ekki sofa, en þá fór hann með mig út
í gróðurhús um miðja nótt og gaf mér
tómata, og þá sættist ég á svefninn.
Seinna ætlaði ég að strjúka að heim-
an fimm ára og fara út í heim, eitt-
hvað ósáttur við tilveruna, en þá
hirti afi mig upp á miðri leið niður
í bæ og spurði hvert ég ætlaði. „Ég
ætla hinum megin við Heimaklett, út
í heim og þaðan til norðurs,“ svaraði
ég ákveðinn, en tók svo í höndina á afa
til að fara aftur heim. Hann kenndi
mér svo ótal margt og var mjög öfl-
ugur karl og sérstæður,“ segir Árni
og hugsar heim til Eyja, þangað sem
afabörnin hafa svo oft komið til hans
og hann mun vonandi eiga góðar
stundir með á Þjóðhátíð þegar þau
vaxa betur úr grasi, en Árni tekur
reglulega upp gítarinn til að syngja
og tralla með þeim til að gera hvunn-
daginn skemmtilegri.
„Það er eitthvað í þeim öllum af
mínum karakter og indælt að sjá betri
útgáfuna af sjálfum sér lifna við í
þeim. Hvernig ég mun svo lifa í þeim
að mér gengnum getur maður aldrei
sagt um en speglunin getur orðið á
margan hátt og er sannarlega alltaf
einhver,“ segir Árni afi í vorblæ og
faðmi afastúlkna sinna. - þlg
ON
gur vinur
Mestu mátar Garðar Guðnason
með fyrsta afabarn sitt, Birki Örn
Theódórsson, fjögurra mánaða.
Garðar segist sakna Birkis á milli
samfunda og reyna að hitta hann
sem oftast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
börnum
Viltu starfa í frábærri atvinnugrein
– eða ertu starfandi í ferðaþjónustu!
Kynntu þér spennandi nám sem býður upp á mörg tækifæri og möguleika.
Innritun lýkur 20. maí
STARFSTENGT FERÐAFRÆÐINÁM
Ferðamálaskólinn sími: 594 4020
Ævintýralegur
starfsvettvangur
FERÐAMÁLA
SKÓLINN
WWW.MK.IS