Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 7. maí 2011 39 Fyrir réttum 46 árum, 7. maí árið 1965, vaknaði Keith Richards, gítarleikari rokksveitarinnar eilífu Rolling Stones, af værum svefni á hótelherbergi í Flórída með stef í huganum. Svefndrukkinn teygði hann sig í gítarinn, kveikti á upptökutæki og plokkaði það sem síðar varð að einu frægasta upphafsstefi rokk- sögunnar, (I Can‘t Get No) Satisfaction, og lognaðist svo út af stein- sofandi. „Þegar ég vakn- aði um morguninn sá ég að ég hafði gleymt að slökkva á upptökunni,“ rifjaði Richards upp í við- tali mörgum árum seinna. „Ég kveikti á tækinu og þar voru kannski þrjátíu sek- úndur af Satisfac- tion í mjög rólegri útgáfu og allt í einu heyrist KLÆNG í gítarnum og þar á eftir hrotur í 45 mín- útur.“ Richards var alls óviss um hvort gera mætti smell úr þessum lagbút, en bar það, ásamt textabrotinu „I can‘t get no satisfaction”, undir Mick Jagger og hina meðlimi sveitarinnar sem leist vel á. Þremur dögum síðar, eftir að Jagger hafði klárað textann við lagið, var haldið í hljóðver í Chicago og síðar í Los Angeles. Vinnunni lauk 12. maí, fimm dögum eftir að stefið birtist Richards. Satisfaction tók þó nokkrum breytingum á þessum stutta tíma þar sem Richards hafði fyrst um sinn hugsað sér að útsetja það fyrir blásturshljóðfæri. Vatnaskilin urðu hins vegar þegar hann tengdi svokallað Fuzz Box við gítarinn sinn, sem gaf laginu hinn sérstaka tón sem allir þekkja. Þar sem hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þótti þeim við hæfi að gefa lagið fyrst út vestanhafs. Smáskífan kom út 9. júní og komst fljótlega á topp Billboard-listans og var þar í fjórar vikur samfleytt. Vinsældir Satisfaction festu Stones í sessi vestanhafs og enn þann dag í dag er það frægasta lag þeirra. Gömlu brýnin taka lagið á öllum tónleikum og fjörutíu árum eftir útgáfu þess var það valið annað besta lag allra tíma af tónlistartímaritinu Rolling Stone. - þj Heimildir: History.com og Wikipedia Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1965 Hugljómun um nótt verður að sígildu meistaraverki 46 ár eru liðin frá því að Keith Richards samdi upphafsstef (I Can‘t Get No) Satisfaction. Sjónarhorn Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson GOÐSÖGN 46 ár eru síðan Keith Richards lék upphafs- stef Satisfaction í fyrsta sinn … og lognaðist svo útaf. NORDICPHOTOS/GETTY HUNDBLAUTUR Þýski pointer-hundurinn Óðinn stakk sér til sunds í blíðviðrinu við Elliðavatn. Veiðitímabilið í vatninu hófst í vikubyrjun og stendur yfir til 15. september. ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA FÉLAGS KVENNA Í ATVINNUREKSTRI (FKA) Í SAMSTARFI VIÐ SAMTÖK ATVINNULÍFSINS OG VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA FÖSTUDAGINN 13. MAÍ 2011. RÁÐSTEFNUNNI ER ÆTLAÐ AÐ ÝTA UNDIR UMRÆÐU UM KYNJAHLUTFÖLL Í STJÓRNUM, EN ÁKVÆÐI Í LÖGUM UM KYNJAKVÓTA MUNU TAKA GILDI HÉR Á LANDI ÁRIÐ 2013. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS IÐNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ FÉLAG KVENNA Í ATVINNUREKSTRI NORSKA SENDIRÁÐIÐ CREDITINFO ICELANDAIR Húsið opnar - Létt morgunverðarhlaðborð Ávarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra Mari Teigen: Gender Quotas in Corporate Boards: The Norwegian Experiences Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans: Ný stefna - Nýtt hugarfar Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova: Við leitum að konu í Bogamerkinu Benja Stig Fagerland: Women Mean Business! Dagskrárlok BJÓÐUM Á STEFNUMÓT: Kona og karl sem koma saman greiða eitt ráðstefnugjald eða 5.900 krónur, morgunverður innifalinn. Þátttökugjald í vinnustofur er 3.900 krónur SÝNUM FJÖLBREYTNI Í FORYSTU! KARLA & KONUR VIRKJUM TIL ATHAFNA Tveir erlendir fyrirlesarar verða með framsögu, þær Mari Teigen og Benja Stig Fagerland. Mari Teigen er doktor í félagsfræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Osló. Benja Stig Fagerland er eigandi Talent Tuning sem einblínir á viðmið og stefnur kvenhag- fræðinnar (e. womenomics) auk þess sem hún aðstoðar fyrirtæki við að finna konur í stjórnir. Þá mun Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans ræða um nýja stjórnarhætti og Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova um reynslu af stjórnarsetu í erlendu fyrirtæki. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK DAGSKRÁ: 8.15 8:30 8:40 9:10 9:25 9:40 10:10 FUNDARSTJÓRN: Rakel Sveinsdóttir hjá CreditInfo Group og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa VINNUSTOFUR: Með Opna Háskólanum í HR, Menntavegi frá klukkan 13.00 til 16.10 13:00-14:00 14:10-15:00 15:10-16:10 Fjöldi þátttakenda í vinnustofur er takmarkaður EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ HILTON REYKJAVÍK NORDICA Skráning á: WWW.SA.IS LANDSBANKINN Benja Stig Fagerland: The road to the board room Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG: Hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna Mari Teigen: The ideal practises about gender quotas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.