Fréttablaðið - 07.05.2011, Qupperneq 80
7. maí 2011 LAUGARDAGUR40
timamot@frettabladid.is
Annríki setur svip á vordaginn hjá Magnúsi Tuma Guð-
mundssyni jarðeðlisfræðingi. Í kortérs hléi milli funda gefst
þó færi á símaviðtali í tilefni fimmtugsafmælis hans á morg-
un. Skyldu allir dagar vera svona þaulbókaðir? „Það eru mikil
fundahöld þessa vikuna,“ viðurkennir hann og segir ástæð-
una meðal annars þá að hann sé deildarforseti Jarðvísinda-
deildar HÍ og þar sé unnið að stefnumótun þessa dagana,
auk skipulagningar á kennslu haustsins. „Ég ætla mér ekki
að verða ellidauður í stjórnunarstörfum,“ segir hann. „Eigi
maður að halda áhuganum á faginu er nauðsynlegt að taka
þátt í einhverjum rannsóknum. Svo hef ég gaman af kennslu
líka en hef lítið getað sinnt henni núna.“
Magnúsi Tuma skaut upp á sjónvarpsstjörnuhimininn í
stóra Grímsvatnagosinu 1996 sem ungum og ferskum vís-
indamanni. Hvað finnst honum um hálfrar aldar afmælið?
„Það leggst vel í mig. Ég held ég hafi lært á sjálfan mig með
aldrinum og orðið vitrari.“
Magnús Tumi er Reykvíkingur. Móðir hans er fædd í
Hnífsdal en flutti ung suður. Faðir hans er úr Grindavík.
„Ég hef aðeins tengsl við mitt fólk í Grindavík,“ segir hann.
„Svo hef ég kynnst ágætum frændgarði í Mýrdalnum í gegn-
um starf mitt kringum eldfjöllin. Þaðan fæ ég hörðustu gagn-
rýnina þegar þekkingarleysi vísindamanna þykir keyra úr
hófi fram! Það er nauðsynlegt fyrir fólk í Reykjavík að hafa
tengingar út á land til að skilja Ísland.“
Áhugi Magnúsar Tuma á jarðvísindum kviknaði snemma.
„Útilegur voru í uppáhaldi og ég varð strax áhugasamur um
landið og náttúruna. Tveir móðurbræður mínir eru jarðfræð-
ingar og ég hneigðist snemma í svipaða átt. Ég hafði líka
gaman af eðlisfræði og stærðfræði og því lá beint við að veita
áhuganum í einn farveg og fara í jarðeðlisfræði. Hún snýst
um að nota eðlisfræðilegar aðferðir til að rannsaka jörðina,“
útskýrir hann. Hann telur affarasælast að hópur fólks með
mismunandi bakgrunn vinni saman. Þannig náist að leysa
flókin vandamál. „Ef við tökum gosið í Eyjafjallajökli þá
þarf jarðskjálftafræðinga, vatnafræðinga, veðurfræðinga
og ýmsar gerðir af jarðfræðingum til að fá heildarmynd af
því sem gerðist.“
Í lokin er Magnús Tumi inntur eftir tómstundaiðkun.
„Vinnutíminn vill verða langur en til að nefna eitthvað sem
við hjónin gerum saman þá höfum við sótt tíma í samkvæmis-
dansi í fimmtán ár hjá Heiðari Ástvaldssyni. Það er skemmti-
leg tilbreyting frá öllu öðru. Svo hef ég verið í leikfimihópi
hjá Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara í tíu ár. Oft er púl í
mælingaferðum en með því að stunda leikfimi er hægt að
vera næstum eins og 25 ára býsna lengi.“ gun@frettabladid.is
MAGNÚS TUMI: ER FIMMTUGUR
Dansar við
frúna vikulega
54 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON prófessor er 54 ára í dag.„Málræktin gerir annað og meira en að krefjast orku, hún er orkugjafi.“
JARÐEÐLISFRÆÐINGURINN FIMMTUGI „Það er nauðsynlegt fyrir fólk
sem býr í Reykjavík að hafa tengingar út á land til að skilja Ísland.“
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bestu þakkir til allra sem heiðruðu
minningu mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Arinbjarnar
Hjálmarssonar
frá Vagnbrekku í Mývatnssveit,
Lindasíðu 2, Akureyri,
og sýndu fjölskyldunni samúð og vinarhug við andlát
hans og útför.
Halldóra Sigríður Þórarinsdóttir
Kristín Arinbjarnardóttir Sigurður R. Ragnarsson
Þórarinn Arinbjarnarson Ingibjörg Antonsdóttir
Halldór Arinbjarnarson Edda G. Aradóttiir
Hjálmar Arinbjarnarson Gizelle Balo
Ásdís H. Arinbjarnardóttir Þórður Pálsson
afabörn og langafabörn
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Guðrún Gísladóttir
frá Ísafirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. apríl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
9. maí kl. 13.00.
Sigríður Þórðardóttir Pétur Konráð Hlöðversson
Þorbjörg Auður Þórðardóttir
Viðar Bragi Þórðarson
Ragnheiður Bára Þórðardóttir Timó Jensen
og barnabörn
Benedikt Benediktsson
kennari,
Þórðarsveig 6, Reykjavík,
er látinn. Útförin fer fram frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 10. maí kl. 13.00.
Systkini hins látna.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður minnar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Lissýjar Bjarkar
Jónsdóttur
Hlíðarhjalla, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Landspítalanum
krabbameinslækningadeild 11-E fyrir hlýtt og gott
viðmót og umönnun. Séra Þór Haukssyni útfararstjóra
og frábæru tónlistarfólki eru færðar þakkir fyrir þeirra
þátt við útförina.
Jón Viðar Matthíasson Helga Harðardóttir
og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingibjörg Jónsdóttir
„Imma á Hernum“
til heimilis að Norðurgötu 38,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík
mánudaginn 9. maí kl. 13.00. Blóm og kransar
afþökkuð. Þeim sem vilja minnast Ingibjargar er bent á
sjóð til styrktar æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins,
162-26-37722, kt. 140132-7999.
Rannveig Óskarsdóttir Einar Björnsson
Hákon Óskarsson Heiður Agnes Björnsdóttir
Daníel Óskarsson Anne Gurine Óskarsson
Mirjam Óskarsdóttir
Torhild Ajer
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Jónsson
Birnustöðum,
lést á Landspítalanum 29. apríl sl. Jarðsungið verður
frá Skálholtskirkju laugardaginn 7. maí nk. kl. 14.00.
Sigrún Kristbjörnsdóttir
Valgerður Guðmundsdóttir Þórarinn Óskarsson
Guðlaug Guðmundsdóttir Haraldur M. Kristjánsson
Kristbjörn Guðmundsson Sigrún Magnúsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir Gísli Sigurðsson
Jón Guðmundur Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir
Ágúst Guðmundsson Jóhanna Valgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar og bróðir,
Þorsteinn Björnsson
Neðstabergi 10, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn
2. maí síðastliðinn. Útförin
fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 9. maí kl. 13.00.
Kristrún Bragadóttir
Björn Davíð Þorsteinsson
Katrín Ingunn Björnsdóttir
Elskulegur sambýlismaður minn,
pabbi, sonur og bróðir,
Dr. Erlendur Ásgeir
Júlíusson
til heimilis að Studiegången 13,
Gautaborg, Svíþjóð,
varð bráðkvaddur í London 19. apríl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00.
Guðrún Stephensen
Jökull Ásgeirsson
Júlíus Sigurðsson Jóhanna Ellý Sigurðardóttir
Hildur Júlíusdóttir
Júlíus Þór Júlíusson Íris Guðrún Ragnarsdóttir
Davíð Júlíusson Kristín Inga Guðmundsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Stefán Gunnar Jónsson
Birkivöllum 11, Selfossi,
andaðist á heimili sínu 3. maí.
Þór Stefánsson Sigríður Waage
Jóhanna H. Magnúsdóttir
Kristín B. G. Marx Erhard Marx
Stefán Þór Gunnarsson Elísa Rós Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Nanna Ída Kaaber
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Lindargötu 57,
lést fimmtudaginn 5. maí.
Árni Emil Bjarnason Hulda Júlíusdóttir
Ástríður Björg Bjarnadóttir
Björn Ólafur, Júlíus og Nanna Árnabörn
Hörður Bjarni og Haukur Emil Kaaber
Erna María, Flóki Hrafn og Emil Arthúr.