Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 92
7. maí 2011 LAUGARDAGUR52 52
menning@frettabladid.is
Dansleikhúshópurinn Ég og vinir
mínir frumsýnir verkið Verði þér
að góðu í Kassanum í Þjóðleikhús-
inu annað kvöld. Sami hópur stóð
að sýningunni Húmanímal, sem
sló í gegn fyrir tveimur árum og
var meðal annars tilnefnd til níu
Grímuverðlauna. Hópurinn er
samsettur af dönsurum, leikurum,
tónlistarmanni og hönnuði.
Aðstandendur sýningarinnar
lýsa Verði þér að góðu sem sam-
kvæmi þar sem félagshlið mann-
eskjunnar er brotin til mergjar;
hvernig manneskjan kemur fyrir
og hvernig hún afhjúpar sig þegar
hún er viðkvæm, berskjölduð, ein-
mana, hungruð. Félagsveran ver
sig, dansar, hreykir sér, lætur til-
leiðast og þráir gefandi samskipti.
„Ég og vinir mínir hafa ákveð-
ið að koma saman í Kassanum og
afhjúpa sig og væntingar sínar
í sýningu sem berst við að koma
vel fyrir,“ segir í lýsingu verksins.
Ég og vini mína skipa: Friðrik
Friðriksson, Gísli Galdur Þorgeirs-
son, Rósa Hrund Kristjánsdóttir,
Álfrún Helga Örnólfs dóttir, Dóra
Jóhannsdóttir, Friðgeir Einars-
son, Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Margrét Bjarnadóttir og Saga
Sigurðardóttir.
Listin að koma vel fyrir
ÉG OG VINIR MÍNIR Sami hópur og stóð
að Húmanímal setur Verði þér að góðu
upp.
Teikningar, líkön, hönnun-
armunir og heimildir um
byggingar eftir Einar Þor-
stein Ásgeirsson arkitekt
eru undirstaða sýningarinn-
ar Hugvit sem opnuð verður
í Hafnarborg í dag. Einar
Þorsteinn hefur verið einn
nánasti samstarfs maður
Ólafs Elíassonar undan-
farin ár. Pétur Ármannsson
sýningarstjóri segir hug-
myndaheim Einars Þor-
steins einstakan á Íslandi.
Sýningin Hugvit, sem verður
opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði
í dag, er yfirlitssýning yfir feril
Einars Þorsteins Ásgeirssonar, en
þar vega þyngst áratuga rannsókn-
ir hans og uppgötvanir á sviði flat-
ar- og rúmfræði.
Sýningarstjórar eru Guðmundur
Oddur Magnússon listfræðingur og
Pétur Ármannsson arkitekt. Ferill
Einars Þorsteins er að mörgu leyti
einstakur, segir Pétur, ekki síst
þegar hann er settur í samhengi
við íslenska byggingalist.
„Einar Þorsteinn er eini íslenski
tengiliðurinn við geimöldina svo-
nefndu á 7. áratugnum, þegar hönn-
unarheimurinn var mjög upptek-
inn af framtíðartækni. Þetta var
tímabil tunglferðanna og mikil
framtíðar hugsun í gangi sem birt-
ist meðal annars í mjög fram-
úrstefnulegum hugmyndum um
hönnun. Einar Þorsteinn var eini
íslenski arkitektinn sem tók upp
þennan þráð á 7. áratugnum.“
Á 8. áratugnum stofnaði Einar
Tilraunastofnun burðarforma, sem
sérhæfði sig í stórum tjaldbygg-
ingum og hvolfþökum, eða kúlu-
húsum, sem hann reisti nokkur
upp úr 1980 og er hvað frægastur
fyrir hér á landi.
„Það sem vakti fyrir Einari var
að finna hagkvæmari, ódýrari og
tæknilegri lausnir á því hvern-
ig mætti byggja hús. Íslendingar
settu formið hins vegar fyrir sig
sem og að byggingarefnið væri
ekki úr steinsteypu. Þessar hug-
myndir féllu því í grýttan jarðveg,
ef svo má segja. Einar Þorsteinn
var líka fyrstur arkitekta hér á
landi til að tala um vistvænt skipu-
lag og hönnun um miðbik 8. áratug-
arins; áratugum áður en Íslending-
ar fóru að huga að slíku.“
Samhliða Tilraunastofunni
fékkst Einar Þorsteinn einnig við
stærðfræðirannsóknir á ýmsum
tegundum flötunga og er í dag
álitinn einn fremsti sérfræðingur
heims í margflötungum, rýmisleg-
um eiginleikum þeirra og hvernig
megi hagnýta þá. Þrátt fyrir þessa
afrekasögu er hann engu að síður
hálfgerður huldumaður á Íslandi,
sem Pétur segir skýrast af því að
hann hafi verið afgreiddur sem
hálfgerður sérvitringur.
„Eins og vill henda þá sem eru á
undan sínum tíma hér.“
Ferill Einars Þorsteins gekk
í endurnýjun lífdaga þegar
hann kynntist Ólafi Elíassyni
myndlistar manni árið 1996. Með
þeim tókst farsælt samstarf og
hefur Einar verið einn nánasti
samverkamaður Ólafs undanfarin
ár. Skýr merki þess er meðal ann-
ars að sjá á tónlistarhúsinu Hörpu,
að sögn Péturs. „Við förum yfir
það á sýningunni að Einar hefur
lengi verið að þróa sérstaka teg-
und af tólflötungi sem byggir á
fimmfaldri symmetríu, en ekki
fjórfaldri, eins og hefðbundnir
strendingar á borð við tening, og
er þar af leiðandi miklu flóknari.
Þessi tólfflötungur hefur þann
eiginleika að það er hægt að stafla
honum saman við aðra þannig að
þeir fylli alveg upp í rýmið. Það
eru ekki mörg dæmi, ef nokkur,
um óreglulega strendinga sem hafa
þann eiginleika. Ólafur fékk leyfi
hjá Einari til að vinna út frá þessu
formi við hönnun Hörpu. Hið geó-
metríska form glerhjúpsins er því
sköpun Einar Þorsteins, en hvernig
síðan unnið er með það er auðvitað
höfundarverk Ólafs Elíassonar.“
Pétur segir helsta vandann við
að setja saman yfirlitssýningu um
feril Einars Þorsteins að það sé úr
svo miklu að velja.
„En við reynum að setja verkin
fram á þann hátt að maður njóti
þeirra og fái smá skilning á þeim.
Að skilja þær rúmfræðihugmyndir
sem Einar vinnur með krefst auð-
vitað mun meira. En von okkar er
sú að mögulega verði sýningin til
þess að kveikja hugmyndir fólks
um ákveðin form og heima sem
það vissi kannski ekki að væru til
áður.“ bergsteinn@frettabladid.is
Einstakur hugmyndaheimur
PÉTUR ÁRMANNSSON OG EINAR ÞORSTEINN Einar hefur verið brautryðjandi á sviði rúmfræðirannsókna undanfarna áratugi.
Afrakstur þeirra má sjá í ýmsum verkum Ólafs Elíassonar, þar á meðal Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RAFLOST Í HAFNARHÚSINU Raflistahátíðin RAFLOST + PIKSLAVERK var opnuð í Hafnarhúsinu á fimmtudag og stendur fram
á morgun. Boðið er upp á úrval viðburða, meðal annars fyrirlestra, smiðjur, innsetningar og myndbands- og hljóðverk eftir bæði íslenska
og erlenda listamenn. Í dag standa meðlimir í LornaLAB fyrir opinni smiðju í notkun Arduino-bretta í Hafnarhúsinu, frá klukkan 13 til 17 í
samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.
ÍSLENSKA ÓPERAN KVEÐUR
GAMLA BÍÓ
OPIÐ HÚS
Í GAMLA BÍÓI
Í DAG KL. 1315
í tilefni flutninga
Íslensku óperunnar í tónlistarhúsið Hörpu
Gestum velkomið að skoða húsið
Kaffi á boðstólum í græna herberginu
Búningamátun
Leikskrár, plaköt og myndbönd úr
sýningum Íslensku óperunnar til sölu á vægu verði
Allir velunnarar óperunnar og aðrir áhugasamir
hjartanlega velkomnir!
- DAGUR HARMONIKUNNAR -
Velkomin á létta tónleika Harmonikufélags
Reykjavíkur í dag, laugardaginn 7. maí
kl. 16:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjölmörg tónleikaatriði á dagskrá.
Harmonikufélag Reykjavíkur