Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 100
7. maí 2011 LAUGARDAGUR60
Söngkonan Madonna hefur tekið
upp lagið It´s So Cool með dóttur
sinni Lourdes sem er fjórtán ára.
Lagið verður annað hvort á næstu
plötu Madonnu eða á plötu með
lögum úr fyrsta
leikstjórnarverk-
efni hennar,
kvikmyndinni
W.E.
Madonna, sem
er 52 ára, von-
ast til að lagið
verði upp hafið
að g l æst u m
söngferli dóttur-
innar. „Mad-
onna vonast til
að Lourdes feti
í fótspor henn-
ar og verði einn
stærsti kven-
kyns popparinn
í heiminum. Hún
er fu l lkominn
lærimeistari fyrir
dótturina og vill endilega hjálpa
henni að stíga sín fyrstu skref í tón-
listarbransanum,“ sagði heimildar-
maður blaðsins The Sun. „Lourdes
er með frábæra rödd og
hefur sterkan persónu-
leika, rétt eins og
móðir hennar.“
Madonna og Lour-
des tóku fyrst upp
It´s So Cool óraf-
magnað fyrir átta
árum. Það var
síðar gefið út á
iTunes sem auka-
lag með smáskíf-
unni Hung Up en
hluti Lourdes í
laginu var klippt-
ur út.
Mæðgur með nýtt lag
SYNGJA SAMAN
Mæðgurnar Mad-
onna og Lourdes
syngja saman í
laginu It´s So Cool.
Leikarinn John Travolta, eigin-
kona hans Kelly Preston og dótt-
ir þeirra Ella Bleu sameinast öll
á hvíta tjaldinu í kvikmynd um
mafíuforingjann John Gotti, Gotti:
Three Generations. Þetta kom
fram á blaðamannafundi í vikunni
þar sem leikaralisti myndarinnar
var kynntur en tökur eru að hefj-
ast þessa dagana.
Ella Bleu sem er 11 ára hefur
áður leikið með föður sínum í
myndinni Old Dogs en hún ku
vera mjög spennt yfir þessu tæki-
færi. Þetta er samt í fyrsta sinn
sem fjölskyldan leikur öll saman í
mynd en síðastliðið haust eignuð-
ust hjónin son sem eflaust fylgir
fjölskyldunni á tökustað.
Andrea Gylfadóttir hefur
sent frá sér fyrstu blúsplötu
sína í þrettán ár. Tvö ný lög
eftir söngkonuna eru á plöt-
unni.
Söngkonan Andrea Gylfadótt-
ir hefur sent frá sér fyrstu blús-
plötu sína í þrettán ár með hljóm-
sveitinni Blúsmenn og nefnist
hún Rain On Me Rain. „Við tókum
þennan disk eiginlega upp „live“.
Við fórum í tvo daga í Hljóðrita og
töldum í. Það var fín stemning og
mjög gaman,“ segir Andrea.
Á plötunni, sem JR Music gefur
út, eru tvö ný lög eftir Andreu og
níu erlendar blúsperlur til við-
bótar. Fjórar þeirra hefur hljóm-
sveitin spilað á tónleikum í gegn-
um árin og urðu þær hreinlega að
vera á plötunni að mati Andreu,
sem var kjörinn heiðursfélagi
Blúsfélags Reykjavíkur árið 2006.
Meðlimir Blúsmannanna, rétt
eins og fyrir þrettán árum, eru
þeir Guðmundur Pétursson, Einar
Rúnarsson, Haraldur Þorsteins-
son, Jóhann Hjörleifsson og Kjart-
an Valdemarsson. „Þetta er frá-
bært band. Við erum búin að spila
saman síðan 1990. Það er bara
unaður að stíga á svið með þessu
bandi,“ segir söngkonan.
Andrea og Blúsmennirnir
spila öðru hverju, meðal annars
á blúshátíðum bæði hér heima
og erlendis. „Það er „bissí“ fólk í
þessu bandi. Við spilum ekki eins
mikið og í gamla daga. Þá vorum
við mikið á Púlsinum og á Tveimur
vinum þegar fólk mætti um helgar,
á föstudögum og laugardögum, og
dansaði við blús.“
Framundan hjá Andreu og
Blúsmönnunum eru tónleikar á
Græna hattinum 16. júní og á blús-
hátíðinni á Ólafsfirði 2. júlí.
freyr@frettabladid.is
Nýr blús Andreu
MEÐ NÝJA BLÚSPLÖTU Andrea Gylfadóttir og Blúsmennirnir hafa sent frá sér fyrstu
plötu sína í þrettán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HJÓN LEIKA HJÓN Travolta og Preston
fara með hlutverk Johns og Victoriu
Gotti í mynd um ævi mafíuforingjans.
NORDICPHOTOS/GETTY
BEINSKEITT &
BLÓÐUG
Gildir til 12. maí á meðan birgðir endast.
Travolta-hjónin sam-
einuð á hvíta tjaldinu