Fréttablaðið - 07.05.2011, Qupperneq 110
7. maí 2011 LAUGARDAGUR70
„Þeir eru mjög ánægðir með
dvölina hér hingað til enda búnir
að fá gott veður og allt gengið
að óskum,“ segir Davíð Óskar
Ólafsson en hann heldur utan um
myndatöku á vegum True North
fyrir hið fræga franska tískuhús
Hermés. Tökulið frá Frakklandi og
fulltrúar frá tískuhúsinu eru búnir
að vera hér á landi í nokkra daga
ásamt hvítrússnesku fyrirsætunni
Olgu Sherer, en hún er meðal ann-
ars andlit hönnuða á borð við Marc
Jacobs og Herve Leger.
„Við erum búin að vera að mynda
á ýmsum stöðum á Suður landi og
nú er verið að ákveða hvert för-
inni er heitið næst. Frakkarnir
hafa hrifist af fjölbreyttu lands-
lagi Íslands. Þeir eru að tala um
af hverju þeim hafi ekki dottið í
huga að koma hingað áður,“ segir
Davíð Óskar og bætir við að það
séu mikil forréttindi fyrir svona
framleiðslu að þurfa bara að snúa
sér við og fá þá allt annað mynd-
efni.
Hermés tískuhúsið er rót gróið
fjölskyldufyrirtæki sem var stofn-
að árið 1837. Hönnuðir á borð við
Martin Margiela og Jean Paul
Gaultier hafa hannað fyrir merkið
sem er best þekkt fyrir eftirsótt-
ar leðurtöskur, sem margra ára
biðlisti er eftir, til að mynda hina
frægu Birkin-tösku sem er nefnd
eftir frönsku söng- og leikkonunni
Jane Birkin.
Davíð segir að mikið sé um að
fræg tískumerki leiti til Íslands til
að taka upp myndaþætti og að það
eigi eflaust bara eftir að aukast
en mörg verkefni True North fel-
ast í að aðstoða erlend tökulið sem
koma hingað til lands.
Umrædd myndataka er af haust
og vetrarlínu Hermés og segir
Davíð að fatnaðurinn sem er með
í för sé íburðarmikill og flottur.
„Þetta eru til dæmis stórir pelsar
sem ég sé alveg fyrir mér að fari
vel á ríkum konum úti í heimi.
Þessi fatnaður er örugglega jafn
mikils virði og gott einbýlishús á
Ísland,“ segir Davíð og bætir við
þetta sé mjög flott tískumynda-
taka. Afraksturinn má svo sjá í
sérstöku Hermés tímariti sem
kemur út næsta haust.
alfrun@frettabladid.is
PERSÓNAN
„Þetta var, eins og allt þetta ævintýri, voða gaman,“
segir Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Óróa.
Hún var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í
Kristiansand í Noregi sem er nýafstaðin. Viðtökurn-
ar voru mjög góðar, bæði þar og í Toronto þar sem
myndin var sýnd skömmu áður.
„Á frumsýningunni í Noregi var mikið af ungu
fólki í bland við bransaliðið. Það talaði um hvað ung-
lingarnir sátu grafkyrrir allan tímann. Þau eru vön
því að þeir verði órólegir ef þeim leiðist en myndin
hélt þeim allan tímann,“ segir Baldvin.
Nokkrar opinskáar partí- og kynlífssenur eru í
myndinni og fóru þær fyrir brjóstið á sumum. „Ég
tók eftir því að þeir eru viðkvæmari en við, sérstak-
lega í Kanada. Þau eru alls ekki vön því að það sé
farið svona með efnið. Það kom pínu á óvart.“
Baldvin, handritshöfundurinn Ingibjörg Reynis-
dóttir og aðalleikarinn Atli Óskar Fjalarsson svör-
uðu spurningum áhorfenda á hátíðunum og ein kom
þeim í opna skjöldu. Í byrjun myndarinnar kyssir
persóna Atla Óskars annan strák og var hann spurð-
ur að því hvort kossinn hafi verið raunverulegur
eða hvort um tölvugrafík hafi verið að ræða.
Órói verður sýnd á kvikmyndahátíðum víða um
heim á næstunni. Þessa dagana er verið að sýna
hana í Portúgal, í júní verður hún sýnd í Edinborg
og í júlí ferðast hún til Seúl í Suður-Kóreu. Í haust
verður hún svo sýnd í Varsjá í Póllandi og í fleiri
löndum Evrópu. -fb
Órói hneykslar Kanadamenn
Í NOREGI Atli Óskar Fjalarsson og Ingibjörg Reynisdóttir með
rauðar rósir í Kristiansand ásamt Baldvini Z.
DAVÍÐ ÓSKAR ÓLAFSSON: HEILLAÐIR AF ÍSLANDI OG KOMA AFTUR
Tískuhúsið Hermés mynd-
ar vetrarlínu á Íslandi
Lilja Hlín Pétursdóttir
Aldur: 21 árs.
Starf: Bréfberi hjá Íslandspósti í
Hafnarfirði.
Fjölskylda: Pabbi Pétur Örn Péturs-
son, mamma Hólmfríður Þórisdóttir
og fjögur systkini.
Búseta: Lækjargata í Hafnarfirði.
Stjörnumerki: Hógvær og góð vog.
Lilja vann myndasögukeppni
Ókeibæ-kur og hlaut að launum
útgáfusamning við fyrirtækið.
„Við höfum hitt heilan helling af
blaðamönnum og hina keppend-
urna en þetta er víst stór þáttur
af keppninni,“ segir Hreimur Örn
Heimisson, einn liðsmanna Vina
Sjonna, sem flytja framlag Íslands í
Eurovision. Keppnin hefst á þriðju-
daginn í Düsseldorf en Vinirnir
flytja lag Sigurjóns Brink, Coming
Home, við enskan texta ekkju hans,
Þórunnar Ernu Clausen.
Laginu hefur ekki verið spáð
mikilli velgengni en eftir því sem á
hefur liðið hefur það verið að fikra
sig upp um sæti í könnunum. „Það
verður hins vegar engin brjálaður
ef við komumst ekki áfram. Við
erum alveg búin undir það að þetta
geti verið búið á þriðjudaginn því
þetta er mikið lottó.“ Strákarnir
sex hafa verið duglegir við að
mæta í hinar og þessar Euro-
vision-veislur og slógu í gegn í
makedónsku veislunni. „Pálmi
hlammaði sér bara við raf-
magnspíanóið, spilaði einhvern
brjálaðan forleik og svo stál-
um við bara senunni.“
Önnur æfing hópsins var
í gær og Hreimur segir að
hún hafi gengið vonum
framar, þau atriði sem
Þórunn og fólkið frá RÚV
vildu fá fram náðu í gegn.
Á blaðamannafundin-
um sýndu „strákarnir
okkar“ tónlistarhæfi-
leika sína, tóku ansi
veglega Eurovision-
syrpu með gömlum
og gildum Euro-
vision-slögurum og uppskáru mikið
lófaklapp frá allri pressunni. Þór-
unn Erna tók meira að segja lagið
í I Will Never Let You Go. „Í kvöld
erum við síðan að fara að spila í
partíi hjá hollensku keppendunum
og svo til Noregs.“ -fgg
Slógu í gegn hjá Makedónum
VINSÆLT MERKI
Tökulið frá franska tískuhúsinu
Hermés er statt hér á landi til
að gera tískuþátt með haust- og
vetrarlínu merkisins. Davíð Óskar
Ólafsson leiðbeinir Frökkunum í
myndatökunni og segir þá vera yfir
sig hrifna af landinu.
NORDICPHOTO/GETTY
MIKIÐ STUÐ Hreimur Örn og félagar í Vinum Sjonna eru búnir að æfa sig fyrir
keppnina á þriðjudaginn og eru við öllu búnir.
Ókeypis
tannlæknaþjónusta
Tryggingastofnun | Laugavegi 114 | 105 Reykjavík | Sími 560 4400 | tr@tr.is
Fyrir hverja?
Sjúkratryggð börn tekjulágra foreldra/forráðamanna á Íslandi.
Hvaða þjónusta?
Nauðsynlegar tannlækningar að mati tannlækna tannlæknadeildar HÍ.
Hvar er þjónustan veitt?
Í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, Reykjavík. Hægt er að sækja um
endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar fyrir börn utan af landi.
Hvernig er sótt um?
„Umsóknareyðublað um tannlæknaþjónustu fyrir börn“,
á tr.is/tannvernd-barna.
Skila umsókn til Tryggingastofnunar, Laugavegi 114 og
umboða hennar um land allt.
Skönnuðum afritum af undirrituðum umsóknum má skila
á netfangið tannverndbarna@tr.is.
Hvenær er þjónustan veitt?
Umsóknarfrestur er 1.maí til 1. júní 2011.
Þjónustan er veitt á tímabilinu 1. maí til 26. ágúst.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tryggingastofnun í síma 560 4400,
gjaldfrjálst númer 800 6044, hjá umboðum sýslumanna um allt land
og á vefnum tr.is.
S
am
kv
æ
m
t
lö
gu
m
u
m
f
él
ag
sl
eg
a
að
st
oð
9
9/
20
07
o
g
re
gl
ug
er
ð
nr
.
40
8/
20
11
ÍM
Y
N
D
U
N
A
R
A
F
L
/
T
R
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA SKÚBB
Meiri Vísir.
Sun 29.5. Kl. 20:00
Góði dátinn Svejk (Kúlan)
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00 Síð. sýn.Ö
Sun 8.5. Kl. 14:00
Sun 8.5. Kl. 17:00
Sun 15.5. Kl. 14:00
Sun 22.5. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 13.5. Kl. 20:00
Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn
Fim 19.5. Kl. 20:00
Fös 3.6. Kl. 20:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Fim 9.6. Kl. 20:00
Fös 10.6. Kl. 20:00
U Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Brák (Kúlan)
Fös 13.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn.
Lau 7.5. Kl. 20:00 Frums.
Sun 8.5. Kl. 20:00
Sun 15.5. Kl. 20:00
Fös 20.5. Kl. 20:00
Lau 21.5. Kl. 20:00
Verði þér að góðu (Kassinn)
Ö
Ö
Ö Ö
Ö
Ö
Haze (Stóra sviðið)
Fim 2.6. Kl. 20:00
Við sáum skrímsli (Stóra sviðið)
Fös 20.5. Kl. 20:00 Lau 21.5. Kl. 20:00
Ö
Big Wheel Café (Stóra sviðið)
Fös 27.5. Kl. 20:00
Subtales - Söngur millistéttarinnar (Kassinn)
Þri 24.5. Kl. 20:00