Fréttablaðið - 11.05.2011, Side 10

Fréttablaðið - 11.05.2011, Side 10
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR10 DANMÖRK Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki ætla að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Síðustu daga hefur heyrst sterkur orð- rómur þess efnis en á sínum viku- lega blaðamannafundi í gær sagði Lökke að slíkt væri honum ekki efst í huga. Hægriflokkarnir sem eru nú við völd hafa verið að rétta úr kútnum í skoðanakönnunum undanfarið þar sem áður rífleg forysta vinstri- flokkanna hefur dregist jafnt og þétt saman. Því telja margir stjórn- málaskýrendur að Lökke nýti sér tækifærið og blási jafnvel til kosn- inga í þessari viku. „Í Danmörku er kosið á fjögurra ára fresti og yfirstandandi kjör- tímabili lýkur í nóvember. Það er sá tímarammi sem við höfum til afnota og margt liggur fyrir okkur,“ sagði Lökke á fundinum. Hann sagði að mörg stórmál þyrfti að klára áður en gengið yrði til kosninga. Þar á meðal væri frumvarp um stefnumótun til árs- ins 2020 þar sem gert væri ráð fyrir miklum breytingum á eftir- launakerfinu. Meðal annars verður eftirlaunaaldur hækkaður í þrep- um en auk þess eru boðaðar breyt- ingar á skattakerfi, námsstyrkjum og þar fram eftir götunum. Gert er ráð fyrir að spara um 47 milljarða danskra króna á tíma- bilinu til að koma jafnvægi á ríkis- fjármálin. Lökke vildi þó ekki útiloka neitt þar sem hann sagði að mögulega yrði nauðsynlegt að boða til kosn- inga eftir að umbótafrumvarpinu yrði komið í gegn. - þj Danska stjórnin ætlar ekki að boða til þingkosninga: Vill ljúka umbótum fyrir kosningar LARS LÖKKE RASMUSSEN Forsætis- ráðherra Danmerkur segist ekki hafa hugsað sér að boða til kosninga. GETTYIMAGES/AFP Viðskiptavinir Símans fá 25% afslátt af GSM aukahlutum í dag! Magnaðir miðvikudagar! GSM ferðahleðslutæki á 25% afslætti Fimmtudagur 12. maí. Sauðárkrókur kl. 12 á Mælifelli, Aðalgötu 7. Akureyri kl. 18 á Strikinu, Skipagötu 14. Föstudagur 13. maí. Akranes kl. 12 á Gamla kaupfélaginu. Mánudagur 16. maí. Reykjavík kl. 12 á Grand hótel, Sigtúni 38. Reyðarfjörður kl. 18 í fundarsal AFLs Búðareyri 1. Þriðjudagur 17. maí. Selfoss kl. 12 á Hótel Selfoss. Miðvikudagur 18. maí. Suðurnes kl. 12 á Flughóteli. RAFIÐANAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31 | 110 Reykjavík | sími: 580 5200 | Fax: 580 5220 | rsi@rafis.is KYNNINGAFUNDIR VEGNA KJARASAMNINGS RSÍ OG SA/SART Á ALMENNA MARKAÐNUM EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur auk- ist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveð- in aðferð til að meta styrk hag- kerfisins til að standa undir opinberri þjón- ustu. Með svo- nefndum stuðn- ingsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns hjá hinu opinbera. Það er nær fimmt- ungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólu- tímanum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir.“ Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjón- ustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimil- in í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma bygg- ist hins vegar á öflugum einka- geira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkarekn- um forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð,“ segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórn- valda fælist hvatning til atvinnu- rekstrar frekar en hitt“. thorgils@frettabladid.is Hlutur einkageirans of rýr Viðskiptaráð Íslands segir hátt hlutfall opinbera geirans í atvinnulífinu vera áhyggjuefni. Samkvæmt stuðningsstuðli hefur hlutur hins opinbera aukist um fimmtung frá árinu 2007. Átaks sé því þörf. FINNUR ODDSSON VERK AÐ VINNA Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að berja annan mann í höfuðið með járn- eða álröri. Refsingin var skilorðs- bundin til tveggja ára. Fórnarlambið hlaut skurð á enni sem sauma þurfti saman. Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem hann sló skaðabætur að fjárhæð 376.125 krónur. Hann á ekki að baki neinn sakaferil svo vitað sé. Sex mánuðir á skilorði: Barði mann með málmröri JÖKULLINN HULINN Á hæsta fjalli Þýskalands, Zugspitze (2.962m), hafa menn tekið til þess ráðs að hafa jökulinn undir striga frá maí fram í septemer ár hvert. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.