Fréttablaðið - 11.05.2011, Side 17

Fréttablaðið - 11.05.2011, Side 17
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1,5 prósent í mars. Þær voru 96.900 í ár en 95.400 í mars í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 71 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum. Gistinóttum Íslend- inga fjölgaði þó um tíu prósent samanborið við mars í fyrra. Hjólafélagið tekur til starfa í júní og mun bjóða upp á hjólaferðir með leiðsögn um Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fara frumlegar leiðir O kkur langar að leyfa ferðamönnum að skoða hluta af Reykjavík sem þeir fá venjulega ekki að sjá, til dæmis Elliðaárdalinn og Grafarvoginn, sem er fallegt svæði,“ segir Benedikt Ingi Tómasson hjá hinu nýstofnaða Hjólafélagi sem tekur til starfa í byrjun júní. „Við erum fjórir vinir sem höfum hjól- að mikið og skipulagt ferðir fyrir vini og kunningja í átta ár. Í fyrra fórum við með hátt í 45 manns í þriggja daga hálendisferð. Þá var tekin ákvörðun um að hætta þessu hálfkáki og stofna fyrirtæki,“ segir Benedikt glaðlega. Stefnan var að bjóða upp á stuttar og auðveldar hjólaferðir um Reykjavík. „Við vildum bjóða upp á nokkrar útfærslur. Eina um miðbæinn og síðan aðrar lengri þar sem farið yrði aðeins út fyrir miðbæinn.“ Hjólafélagið verður með fjalla- hjól fyrir viðskiptavini. „Við vilj- um hafa möguleika á að bjóða ferðir út fyrir bæinn. Þannig getur fólk fengið hálendisupp- lifun á aðeins átta tímum,“ segir Benedikt en stutt er í ósnortna náttúru á Hellis- heiði og víðar. Allir eru félagarnir björgunarsveitarmenn og munu sjá um leið- sögn í lengri ferðum. „Við erum að ráða menntaða leiðsögu- menn til að sjá um bæjarferðirnar.“ Nánari upplýs- ingar má nálgast á www.hjola- felagid.is solveig@ frettabla- did.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.