Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 20
11. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● garðhúsgögn
Félag íslenskra landslagsarkitekta,
FÍLA, stendur fyrir samkeppni
nú á vormánuðum í samvinnu við
Hveragerðisbæ. Tilefnið er
garðyrkjusýningin Blóm í
bæ sem hald-
in verður í
Hveragerði 23.-
26. júní. Í ár er
þema sýningar-
innar Skógurinn.
Samkeppnin er
einstaklingskeppni
félagsmanna en þó
er leyfilegt að fleiri
taki sig saman um
tillögur. Vinnings-
tillagan verð-
ur framkvæmd
á vegum Hvera-
gerðisbæjar undir umsjá Félags
skrúðgarðyrkjumeistara en fram-
kvæmdum á að vera að mestu lokið
fyrir sýninguna Blóm í bæ.
Keppt er um hönnun á gamalli
einkalóð í bænum sem nú verður
gerð að tímabundnum almenn-
ingsgarði. Húsið sem var á lóðinni
fór illa í jarðskjálftanum 2008 og
var nýlega fjarlægt. Garðurinn er
gróinn og talsvert af stórum trjám
og runnum. Þar
sem húsið stóð
áður er nú malar-
plan sem einnig er
hluti af samkeppn-
issvæðinu. Lagt er
upp með að svæðið
henti sérstaklega
vel sem áningar-
staður með eldri
borgara í huga.
Lóðin liggur við
Reykjamörk, milli
tjaldsvæðis og Lista-
safns Árnesinga. Gaman verður að
sjá hvernig til tekst en almenning-
ur getur virt fyrir sér afraksturinn
á sýningunni Blóm í bæ í júní.
Nánari upplýsingar á www.fila.is
Keppt um hönnun
garðs í Hveragerði
Gaman verður að sjá afrakstur vinningstillögunnar í samkeppni FÍLA og Hveragerðis-
bæjar.
Garður er sönn paradís þeim
sem hann eiga og draumastaður
fyrir samfundi og hvers kyns
veisluhöld þegar sumarið yljar
líkama og sál. Barnaafmæli eiga
þar sérstaklega vel heima og í
raun óhugsandi að ætla smáfólki
að hangsa inni þegar sólin
skín og útileikir kalla. Þá þykir
börnum hreinasta hátíð að borða
kökur undir bláhimni og sötra
litskrúðuga afmælisdrykki.
Garðveisla og
ÆSKUFJÖR
Veislumatur lítur aldrei eins
fallega og girnilega út og
í blómum prýddum garði,
þar sem yndislegt er að
njóta veitinga og samveru
úti undir berum himni.
Enda þótt sólin skíni kemur kertaljós
ótrúlega fallega út í dagsbirtunni og
setur hátíðlegan blæ á veisluhöldin.
Garðveislur bjóða upp á skemmtilega
leiki fyrir gestina, eins og krokket.
Svalandi jarðarberja-
hristingur í sumarlegum
glösum freistar í sólríkri
garðveislu.
Litríkar múffur
með stjörnum
og dísætu kremi
eru ómótstæði-
legt góðgæti þar
sem börn koma
saman.
Það tilheyrir að verða
svolítið kökukám-
ugur í framan þegar
veislan býður líka upp
á veltingar í iðagrænu
grasinu. NORDICPHOTOS/GETTY