Fréttablaðið - 02.06.2011, Síða 6
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR6
LETTLAND, AP Valdis Zatler, forseti
Lettlands, virðist hafa hrapað
í vinsældum á lokasprettinum
fyrir forsetakosningar, sem
haldnar verða í dag.
Hann fór hörðum orðum um
þingmenn á lettneska þinginu um
síðustu helgi, sagði þá veika fyrir
spillingu og vill efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um hvort rjúfa
eigi þing.
Hann þótti öruggur með sigur,
en samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum er enginn sjáanlegur
sigurvegari. - gb
Forsetakosningar í uppnámi:
Gerði að engu
sigurlikur sínar
VALDIS ZATLER Ásakanir forsetans fóru
illa í kjósendur. NORDICPOTOS/AFP
DÓMSMÁL Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá
embætti sérstaks saksóknara, fór fram á fimm
ára fangelsisdóm yfir öllum sakborningunum í
svokölluðu Exeter-máli á síðasta degi aðalmeð-
ferðar málsins í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Björn sagði í málflutningi
sínum að þremenningarnir
sem ákærðir eru í málinu
hefðu skipulagt Exeter-flétt-
una ýmist með eigin hags-
muni í huga eða MP banka
en enginn hefði hins vegar
gætt hagsmuna Byrs, sem
hefði að endingu setið uppi
með tjónið af viðskiptunum.
Ákærðir í málinu eru Jón
Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrver-
andi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Braga-
son, fyrrverandi forstjóri MP banka. Þeir
tveir fyrrnefndu eru taldir hafa gerst sekir
um umboðssvik þegar þeir í sameiningu hafi
ákveðið að lána félaginu Exeter Holding millj-
arð króna til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af
þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP
banka. Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í
brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við
fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka.
Athygli vekur að farið sé fram á jafnþunga
refsingu yfir Styrmi og hinum tveimur, enda
var Styrmir ekki starfandi hjá Byr – sem veitti
hin meintu ólögmætu lán – og er auk þess ekki
ákærður sem aðalmaður í brotunum.
Hins vegar mátti heyra á orðum saksókn-
ara að hann teldi Styrmi í raun hafa haldið
um flesta þræði í málinu. Hann hefði teiknað
upp lausnina sem að lokum hefði orðið ofan á
og fært sér í nyt vandræði Jóns Þorsteins og
Ragnars – sem og Ágústs Sindra Karlssonar,
eiganda Exeter Holding – til að láta Byr veita
mjög áhættusamt lán svo MP banki fengi
skuldir sínar greiddar.
Reynir Karlsson, verjandi Jóns Þorsteins,
sagði það „fráleitt og ósannað“ að skjólstæð-
ingur hans og Ragnar hefðu „í sameiningu“
veitt annað lánanna tveggja sem um ræðir í
málinu eins og haldið er fram í ákæru, enda
hefði Jón Þorsteinn engar heimildir haft til
lánveitinga út úr Byr.
Ólafur Eiríksson, verjandi Ragnars, sagði að
ásakanirnar á hendur Ragnari væru „tilbúin
atburðarás“ saksóknarans. Fráleitt væri að
halda því fram að Ragnar hefði verið tilbúinn
að eyðileggja mannorð sitt og valda vinnu-
veitanda sínum tjóni upp á einn milljarð til að
bjarga einkahlutafélagi sínu sem hann hefði
ekki verið í persónulegri ábyrgð fyrir.
Ragnar Hall, lögmaður Styrmis, sagði skjól-
stæðing sinn einungis hafa unnið í þágu MP
banka og hann bæri enga ábyrgð á lánveit-
ingum Byrs. „Það er ekkert komið fram um
að skjólstæðingur minn hafi með hvatningu
eða fortölum fengið meðákærðu til að gera
eitthvað ólögmætt,“ sagði Ragnar.
Lögmaður Byrs gerir skaðabótakröfur á
hendur sakborningunum sem nema lánunum
sem nú eru glötuð. Kröfunum var harðlega
mótmælt af mörgum ástæðum og þá sagði lög-
maður Jóns Þorsteins enn fremur að þær sner-
ust um „líf eða fjárhagslegan dauða þessara
manna,“ sem yrðu óhjákvæmilega gjaldþrota
ef fallist yrði á þær.
Dómur fellur í málinu innan fjögurra vikna.
stigur@frettabladid.is
KJÖRKASSINN
Sumarjógúrt með mangó frá MS. Frábær í útileguna,
í bústaðinn eða hvar sem þú ert á ferðinni í sumar.
ms.is
Saksóknari vill Exeter-menn
alla þrjá í fimm ára fangelsi
Farið er fram á jafnþunga refsingu yfir öllum sakborningunum í Exeter-málinu. „Tilbúin atburðarás
saksóknara,“ segir verjandi. Bótakrafa Byrs sögð snúast um „líf eða fjárhagslegan dauða þessara manna“.
KREFJAST SÝKNU Verjendur allra sakborninganna fara fram á sýknu, en til vara vægustu refsingu sem lög leyfa.
Varakrafan er meðal annars rökstudd með því að þeir hafi hreina sakaskrá og að sú óvægna fjölmiðlaumfjöllun
sem þeir hafi þurft að sæta sé mikil refsing í sjálfri sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BJÖRN
ÞORVALDSSON
Það er ekkert komið fram um að
skjólstæðingur minn hafi með
hvatningu eða fortölum fengið með-
ákærðu til að gera eitthvað ólögmætt.
RAGNAR H. HALL
VERJANDI STYRMIS ÞÓRS BRAGASONAR
UMHVERFISMÁL Heildarmagn
úrgangs snarminnkaði á milli
áranna 2008 og 2009 og greina
menn þar greinilega niðursveiflu
efnahagslífsins. Um 600 þúsund
tonn af úrgangi féllu til árið 2009
en yfir 700 þúsund tonn árið áður.
Heildarmagn úrgangs hafði
vaxið ár frá ári á tímabilinu 1995-
2008 en á milli áranna 2008 og
2009 minnkaði það um tæp sautj-
án prósent. Íbúum fækkaði um
innan við eitt prósent milli sömu
ára og getur íbúafækkun því ekki
útskýrt hve mikið hefur dregið úr
úrgangi.
Samdráttur í efnahagslífi verð-
ur því að teljast líkleg skýring að
mati Umhverfisstofnunar, sem
tekur saman tölur yfir magn og
ráðstöfun úrgangs í landinu.
Blandaður úrgangur frá heim-
ilum og fyrirtækjum minnkaði
um þrjátíu prósent á milli 2008 og
2009 á meðan flokkaður úrgang-
ur minnkaði um rúmlega tólf pró-
sent. Það hlutfall sem fer til urð-
unar minnkar enn og er komið
niður í 31 prósent og hlutur jarð-
gerðar stækkar. Hlutur annarrar
endurvinnslu stendur hins vegar í
stað, en hann stækkaði mikið fram
til 2007. Svipað magn af úrgangi
var brennt árið 2009 og árið á
undan. - shá
Magn úrgangs minnkaði um sautján prósent milli áranna 2008 og 2009:
Hrunið sést vel á ruslahaugum
SORPURÐUN Úrgangur var yfir 100
þúsund tonnum minni á milli áranna
2008 og 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNARSKRÁ Forsætisnefnd
Alþingis hefur fallist á erindi
stjórnlagaráðs um að starfstími
ráðsins verði framlengdur um
mánuð. Stjórnlagaráð hefur því
tíma til júlíloka til að skila frum-
varpi til stjórnskipunarlaga.
Í þingsályktun um skipun
stjórnlagaráðs kom fram að
ráðinu væri heimilt að óska eftir
lengri starfstíma um allt að
mánuð.
Stjórnlagaráð hóf störf 6. apríl
síðastliðinn og hefur hist alls
tíu sinnum síðan. Þá fer starfið
einnig fram í þremur nefndum
sem fjalla um afmarkaða hluta
stjórnarskrárinnar. - mþl
Lýkur störfum í lok júlí:
Starfstími
stjórnlagaráðs
framlengdur
Eiga Íslendingar að ganga úr
NATO?
Já 33,7%
Nei 66,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú að banna eigi sölu
á tóbaki annars staðar en í
apótekum?
Segðu þína skoðun á visir.is
NOREGUR Norskur maður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í tíu
ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir
ofbeldi gegn eiginkonu sinni.
Hann skvetti meðal annars yfir
hana brennisteinssýru svo að hún
býr við varanleg lýti á andliti,
hálsi, höndum og fótleggjum.
Sýruárásin átti sér stað í fyrra,
en maðurinn sagðist saklaus og
bar því við að hann hafi talið að
nuddolía hafi verið í flöskunni sem
hann skvetti úr á konu sína.
Lögmaður mannsins sagði að
dómnum yrði áfrýjað. - þj
Ofbeldismaður dæmdur:
Fékk tíu ára dóm
fyrir sýruárás