Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 24

Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 24
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is HENRY MANCINI tónskáld (1924-1994) lést þennan dag. „Þegar ég hlýddi á tóna sem barn ákvað ég að komast að því hvernig þeir eru samansettir.“ Guðrún Agnarsdóttir læknir hefur alla tíð sinnt fjölbreyti- legum störfum sem tekið hefur verið eftir. Sem sérfræðingur í veiru- og ónæmisfræði, sem alþingiskona fyrir Samtök um kvennalista og fyrir störf sín sem yfirlæknir Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Foss- vogi. Síðustu árin hefur hún sinnt starfi forstjóra Krabba- meinsfélags Íslands og verið formaður stjórnar Almanna- heilla en hún hefur nýlega látið af þeim störfum. Guðrún er sjötug í dag. „Jú, ég er nýhætt að vinna og nýt þess að ráða yfir tíma mínum þó að mér hafi alla tíð þótt gaman að mæta í vinn- una,“ segir Guðrún, sem þykir það góð tilfinning að verða sjötug. „Það er dásamleg tilfinning að fá að vera lifandi, heil- brigð og fá að eldast. Það er nefnilega ekki alltaf þannig. Hvert ár er því í mínum huga ávinningur.“ Guðrún segist eiga skemmtilegar og hlýjar afmælisminn- ingar frá því að hún var barn og man að sérstaklega þótti henni merkilegt að verða tíu ára. Afmæli hennar ber einnig upp á árstíma sem bauð upp á að hægt væri að leika sér úti, sumarið rétt að hefjast en afmælisbörnin voru hins vegar yfirleitt svo puntuð að ekki var hægt að fara í hvaða leik sem var. Í ár kallar Guðrún saman nánustu fjölskyldu og vini í matarboð á heimili þeirra Guðrúnar og eiginmanns hennar, Helga Valdimarssonar, læknis og prófessors. Þau hjón eiga þrjú börn og Guðrún á tvo stjúpsyni en barnabörnin eru tólf. „Þetta verður smátt í sniðum og notalegt en ég er reyndar mikið fyrir það að hitta fólk og gefa því gott að borða og vil hafa fjölskyldu og vini nærri mér. Í sjálfu sér finnst mér ég þó hafa minni áhuga á eigin afmæli eftir því sem ég eldist, ég held það sé ekki fælni því ég er ekki hrædd við að eld- ast. Ætli það sé ekki frekar að mér finnst svo mikilvægt að njóta hvers dags og grípa öll tækifæri til að gera sér glaðan dag að ég lít ekki á afmæli sem eina tækifærið til að halda upp á eitthvað.“ Eins og ævistarfið gefur til kynna á Guðrún mörg áhuga- mál en gjarnan má finna hana að störfum í garðinum á heim- ili hennar í Reykjavík eða þá í Svarfaðardalnum. Þar eru þau hjónin skógarbændur, en Guðrún hefur lokið skógræktar- námi. „Það líður að því að við förum norður og ég vona bara að allir skaflar séu bráðnaðir svo við getum farið að gróð- ursetja. Um helgina fer ég svo að huga að því að setja niður kryddjurtir og grænmeti. Þetta er yndislegur árstími og ég nýt þess að fylgjast með fuglunum annast sársvanga tístandi unga í hverju hreiðri.“ juliam@frettabladid.is GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR LÆKNIR OG FYRRVERANDI ÞINGKONA: ER SJÖTUG Nýtur þess að fá að eldast EKKI MIKIL AFMÆLISMANNESKJA Í SEINNI TÍÐ „Ég lít ekki á afmæli sem eina tækifærið til að halda upp á eitthvað,“ segir Guðrún. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Konráð Páll Ólafsson Asparási 2, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. maí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 3. júní kl. 15.00. Ingigerður St. Óskarsdóttir Guðjón Árni Konráðsson Teresita Ragmat Jóna Ósk Konráðsdóttir August Håkansson Guðmundur Kr. Konráðsson Krittiya Huadchai Konráðsson barnabörn og langafabörn MOSAIK Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Aðalsteinn Sigfús Árelíusson frá Geldingsá á Svalbarðsströnd, lést 28. maí. Útför hans fer fram frá Svalbarðskirkju mánudaginn 6. júní kl. 13.30. Lára Kristín Sigfúsdóttir Hallgrímur Haraldsson Hafsteinn Sigfússon Eygló Kristjánsdóttir Halldór Heiðberg Sigfússon María Guðrún Jónsdóttir Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir Valbjörn Óskar Þorsteinsson Sólveig Sigfúsdóttir Reynir Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi Maríus Guðmundsson Fornhaga 17, lést á dvalarheimilinu Grund 30. maí. Ingibjörg Maríusdóttir Haraldur Benediktsson Guðmundur St. Maríusson Guðný Pétursdóttir Guðrún Rós Maríusdóttir Helgi Leifur Þrastarson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Kjarval Sérstakar þakkir til þeirra er önnuðust hana á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hrafnhildur Tove Kjarval Robin Lökken Jóhannes S. Kjarval Gerður Helgadóttir Kolbrún S. Kjarval Ingimundur S. Kjarval Temma Bell María S. Kjarval Nielserik Hald Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórhildur Halldórsdóttir kennari, Skeiðarvogi 125, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala 30. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 15.00. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gunnfríðar Ásu Ólafsdóttur, Lóló, Hrafnistu í Reykjavík, áður Lindarbraut 2 á Seltjarnarnesi, sem lést föstudaginn 6. maí s.l. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4G á Hrafnistu í Reykjavík. Ólafía I. Gísladóttir Ari Jónsson Auðun Pétur Gíslason Viggó Kristinn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn 90 ára afmæli Sigríður Bárðardóttir frá Jarðlangsstöðum verður níræð þann 3. júní og af því tilefni er öllum vinum, nágrönnum og skyldfólki boðið til veislu að Suðurlandsbraut 4, þann sama dag og stendur gleðin frá kl. 17 og fram eftir kvöldi. Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Erlings Edwald lyfjafræðings. Jóhanna Edwald Tryggvi Edwald Erla Erlingsdóttir Sigrún Edwald Sigurður Egill Guttormsson Ari Edwald Þórunn Pálsdóttir Þórdís Edwald Ármann H. Þorvaldsson og afabörnin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Valgerður Gísladóttir frá Hjaltastaðahvammi, lést mánudaginn 30. maí síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 15.00. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunarfólki deildar 2b Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd ættingja, Jón K. Björnsson Baldur Jónsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir Gísli Rúnar Jónsson Björn Jónsson Guðný Gunnarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, Oddgeir H. Steinþórsson húsasmíðameistari, Lyngbergi 8, Þorlákshöfn, lést þriðjudaginn 31. maí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Sólrún Guðmundsdóttir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.