Fréttablaðið - 02.06.2011, Page 27

Fréttablaðið - 02.06.2011, Page 27
FIMMTUDAGUR 2. júní 2011 3 Fyrirtækið Airbus hefur í hyggju að framleiða í framtíðinni þúsund farþega flug- vélar. Þó er eitthvað í að sá draumur verði að veruleika, þar sem nóg er að gera hjá starfsmönnum við smíði á Airbus A380 sem tekur allt að 538 far- þega. Nánar á turisti.is Danski veitingastaðurinn Kung fu 2 Izakaya bar í Kaupmannahöfn er tilnefndur sem besti nýi veitinga- staðurinn og besti nýi barinn af vef- síðunni Alt om Kobenhavn, www. aok.dk. Yfirmennirnir eru báðir íslenskir. Heimasíðan, www.aok. dk, er virt á meðal Dana, sem nota hana mikið til að finna veitingar og afþreyingu. Árlega er efnt til vin- sældakosninga í fjölda málaflokka á síðunni. Í ár er kosið á milli fimm atriða í 24 flokkum. Niðurstöður liggja fyrir í lok júní. Kung fu 2 Izakaya bar er, eins og nafnið ber með sér, annar staðurinn sem er opnaður undir heitinu Kung fu. Staðurinn var opnaður í mars og boðið er upp á japanska rétti. „Mat- urinn byggist upp á asískum tapas- réttum. Við erum með mikið af smáréttum í munnbitastærð,“ segir Jón Rúnar Sigurðsson, yfirkokkur á Kung fu 2, sem ekki hafði sérhæft sig í asískum réttum áður en hann byrjaði á staðnum. „Mér fannst spennandi að pruófa eitthvað nýtt. Ég ákvað bara að stökkva í djúpu laugina og takast á við þetta.“ Ásgeir Már Björnsson kokkteil- barþjónn er yfir Izakaya bar. „Aðal- áherslan er á japanskt hráefni og japanska hefð fyrir kokkteilum. Þetta er samt nokkuð skandinavískt skotið,“ segir Ásgeir og bætir við að klassískir kokkteilar séu hefðin í Japan. „Ég fæ japanskt hráefni í hendurnar og reyni að útfæra það á minn eigin hátt.“ Jón Rúnar tengir velgengni stað- arins ekki við þjóðerni yfirmann- anna tveggja. „Þetta byggist allt á góðri hugmynd eigendanna. Fólk virðist vera tilbúið að borða þennan mat,“ upplýsir Jón Rúnar og Ásgeir tekur orðið: „Það vita samt flestir að ég er Íslendingur því ég er svo lélegur í dönsku að það þýðir ekkert að halda því leyndu,“ segir Ásgeir glettinn. En hefur tilnefningin aukið vinsældir staðarins? „Já, heldur betur,“ segir Ásgeir og bætir við að gamli staðurinn hafi líka verið til- nefndur á sínum tíma. Jón Rúnar tekur undir með félaga sínum og segir að fólki finnist gaman að sjá tilnefnda staði. martaf@frettabladid.is Íslenskir veitingamenn vinsælir í Danmörku Danski veitingastaðurinn Kung fu 2 Izakaya bar í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefndur sem besti nýi veitingastaðurinn og besti nýi barinn. Yfirkokkurinn og yfirkokkteilþjónninn á staðnum eru íslenskir. Aðaláherslan á Kung fu 2 Izakaya bar er á japanskt hráefni. Ásgeir Már Björnsson segir að tilnefn- ingin hafi aukið vinsældir staðarins. Jón Rúnar Sigurðsson segir velgengni staðarins byggjast á góðri hugmynd. MYND/ÚR EINKASAFNI Spennandi borgir i beinu flugi í sumar og haust Tallinn Zagreb Riga 1Skráning á sumarönn stendur til 3. júní á slóðinni www.fa.is/fjarnam

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.