Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 40
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR32 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Ég verð að viðurkenna að ég hoppaði ekki hæð mína af spenningi þegar sú frétt barst að Cyndi Lauper yrði ein af fyrstu erlendu popp- stjörnunum til þess að spila í Hörpu. Hún átti nokkra fína smelli á níunda áratugnum, Girls Just Want to Have Fun, Time After Time og True Colors, en hvað hefur hún verið að gera síðan og hvað er hún að gera í dag? Cyndi hefur reynt eitt og annað síðasta ára- tuginn. Hún hitaði upp gamla smelli á plötunni The Body Acoustic sem kom út 2005, en á Bring Ya to the Brink þremur árum seinna var hún komin út í fínasta danspopp, meðal annars búið til með Svíanum Andreas Kleerup sem hefur unnið með Robyn. Sú plata var tilnefnd til Grammy-verðlauna eins og nýjasta platan hennar, Memphis Blues, sem kom út í fyrra. Memphis Blues er eins og nafnið gefur til kynna blúsplata. Á henni er að finna gamla slagara, meðal annars eftir Little Walter, Lowell Fulson, Albert King og Bobby „Blue“ Bland. Á meðal gesta eru líka kanónur eins og Allen Toussaint, BB King og Ann Peebles. Platan hefur selst ágætlega. Plata með Cyndi hefur ekki náð jafn hátt á vinsældalista í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Cyndi hefur verið að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi frá því síðasta sumar. Hún er búin að þræða Bandaríkin, Suður-Ameríku og Ástralíu og er búin að bóka fullt af tónleikum í Evrópu í sumar, en tónleikarnir í Hörpu verða fyrstu tónleikarnir í Evrópu. Dagskráin samanstendur aðallega af lögum af Memphis Blues, sem hún byrjar á, og svo öllum helstu smellunum sem taka við í seinni hlutanum. Tónleikarnir hafa fram að þessu verið vel sóttir og fengið ágæta dóma. Cyndi virðist eiga marga harða aðdáendur. Þar á meðal er kanadíska ofursveitin Arcade Fire, sem fékk hana til að syngja með sér á tón- leikum nýlega. Það er greinilega allt á uppleið hjá Cyndi. Þetta verða kannski hörkutónleikar eftir allt saman? Cyndi kemur á óvart Á UPPLEIÐ Cyndi Lauper á tónleikum í Japan fyrir nokkrum vikum. Chris Wolstenholme, bassa- leikari Muse, segir hljóm- sveitina ætla að hefja vinnu að nýrri plötu án söngvarans Matt Bellamy. Bellamy hefur hingað til verið burðarásinn í lagasmíð- um Muse, en hann hefur tekið sér frí frá hljómsveitinni á meðan hann býr sig undir fæð- ingu frumburðar síns og leik- konunnar Kate Hudson. Sam- band þeirra hófst í fyrra og eru þau trúlofuð í dag. Wolstenholme segir Bellamy hafa sett há gæðaviðmið í laga- smíðum fyrir Muse. „Ég er frekar stressaður vegna þess að ég vil ekki semja lag sem verður til þess að hljómsveitin drepst,“ sagði hann í viðtali við götublaðið The Sun. Wolstenholme og Dominic Howard, trommari Muse, til- kynntu í síðasta mánuði að platan sem myndi fylgja eftir The Resistance frá árinu 2009 yrði mýkri. „Hver veit, kannski verður rokkið mýkra. En þá er undir okkur komið að gera það þyngra á ný. Þunga- rokksvögguvísur! Ég er viss um að við förum í rétta átt.“ - afb Muse tekur upp án söngvarans PRÓFRAUN Muse hefur aldrei samið lög án söngvarans Matt Bellamy en hyggst prófa það nú. > Í SPILARANUM FM Belfast - Don’t Want to Sleep Stjörnuryk - Þetta reddast Planningtorock - W Sebastian - Total FM BELFAST STJÖRNURYK Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síð- asta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er held- ur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveit- in naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódí- urnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bret- landseyja. Útgáfufyrirtækið Dom- ino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einn- ig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þús- und eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjun- um fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljóm- sveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury- verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilít- ið myrkari en áður þar sem gít- aráhrif Josh Homme voru áber- andi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákun- um plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildar hringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is AÐGENGILEGRA HJÁ ARCTIC FJÓRÐA PLATAN Nýjasta plata Alex Turner og félaga í Arctic Monkeys kemur út eftir helgi. NORDICPHOTOS/AFP Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 26. maí - 1. júní 2011 LAGALISTINN Vikuna 26. maí - 1. júní 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Adele ...................................................Someone Like You 2 Ell & Nikki ...............................................Running Scared 3 Bruno Mars .......................................................Lazy Song 4 Bubbi Morthens.................................Blik augna þinna 5 A Friend In London ............................... New Tomorrow 6 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn 7 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna 8 Katy Perry .......................................................................E.T. 9 Eyjólfur Kristjánsson & Björn Jörundur .........Allt búið 10 Britney Spears .................................Till The World Ends Sæti Flytjandi Plata 1 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 2 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf 3 Magnús og Jóhann ................Ástin og lífið 1971-2011 4 Valdimar ............................................................Undraland 5 Andrea & Blúsmenn .........................Rain On Me Rain 6 Lady Gaga ..................................................Born This Way 7 Víkingur Heiðar Ólafsson ..................... Bach / Chopin 8 Ýmsir .................................Sjómenn: Íslenskir við erum 9 Adele .................................................................................. 21 10 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð) um vandræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.