Fréttablaðið - 10.06.2011, Qupperneq 6
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR6
TILBOÐ
á 1 lítra
Kókómjólk
Nýjar
og betri
umbúðir!
EVRÓPUMÁL Gildandi grunnsátt-
málar Evrópusambandsins, þar
með taldar viðbætur Lissabon-
sáttmálans, hafa verið þýddir á
íslensku og eru fáanlegir í einu
skjali á síðu utanríkisráðuneytis.
Þetta er í samræmi við þá stefnu
að þýða á íslensku lykilskjöl er
snerta aðildarviðræður Íslands og
ESB, segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu. Sáttmálarnir eru grund-
völlur alls starfs ESB, sem sækir
heimildir til að samþykkja nýja
löggjöf til þeirra, segir þar jafn-
framt.
Þýðingarmiðstöð ráðuneytisins
vann verkið, sem er 388 síður. - kóþ
Þýðingarmiðstöð skilar af sér:
Sáttmálar ESB
komnir á netið
VÍSINDI Doktor Hörður G. Kristins-
son, rannsóknastjóri hjá Matís,
hlaut í gær hvatningarverðlaun
Vísinda- og tækniráðs á Rann-
sóknaþingi Rannís. Hörður tók
við viðurkenningunni úr hendi
forsætis ráðherra, sem jafnframt er
formaður Vísinda- og tækniráðs.
Hörður er fæddur árið 1972 og
lauk doktorsnámi í matvælalífefna-
fræði frá Massachusetts-háskóla
árið 2001.
Verðlaunin hafa frá 1987 verið
veitt vísindamanni sem snemma á
ferlinum þykir hafa skarað fram
úr. Þau eru nú tvær milljónir
króna. - sh
Fær hvatningarverðlaun:
Hörður þykir
skara fram úr
FÆR TVÆR MILLJÓNIR Hörður tók
við verðlaununum úr hendi Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem er
formaður Vísinda- og tækniráðs.
ALÞINGI Þingmenn virðast hafa
óvenju mikið að segja um hin
ýmsu mál þessa dagana og mæl-
endaskrár um hin ólíkustu mál
eru langar. Þar að auki er mikið
um andsvör og svör við andsvör-
um, oft á milli samflokksmanna,
sem ræða saman um málefnin úr
ræðustól Alþingis. Oftar en ekki er
um stjórnarandstæðinga að ræða
og stjórnarliðar hafa um þetta eitt
orð: málþóf.
Á meðan reyna forystumenn
flokka og þingflokka að semja um
þinglok, en ekki liggur enn fyrir
samkomulag þar um.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að það séu fyrst og fremst frum-
varp sjávarútvegsráðherra um
fiskveiðistjórnun, hið minna svo-
kallaða, og frumvarp efnahags- og
viðskiptaráðherra um gjaldeyris-
höft sem standa í sjálfstæðis-
mönnum og hamla því að þeir séu
tilbúnir til samninga um lok þings-
ins.
Stjórnarliðar eru staðráðnir í
að koma þessum málum í gegnum
þingið nú, í einhverri mynd. Kvóta-
frumvarpið tekur enda á strand-
veiðum sem stunda á í sumar, svo
líta mætti á það sem meiri háttar
ósigur fyrir ríkisstjórnina takist
henni ekki að fá frumvarp um þær
samþykktar.
Bæði þessi frumvörp komu fram
eftir að framlagningar frestur
rann út, en hann var 1. apríl.
Stjórnarandstæðingar hafa gagn-
rýnt það mjög og sakað stjórnina
um hræsni, en eitt af markmiðum
hennar var að bæta starfshætti
þingsins, meðal annars með því
að virða frest um framlagningu.
Steingrímur J. Sigfússon
fjármála ráðherra segir að vissu-
lega hefði verið betra að fá mál
inn fyrir þann frest. Starfshættir
hafi þó batnað til muna og í raun
hafi aðeins þrjú meiri háttar mál
komið að frestinum loknum: fisk-
veiðistjórnun, raunar tvö frum-
vörp, frumvarp um gjaldeyrishöft
og bandormur um aðgerðir í ríkis-
fjármálum. Hið síðastnefnda er til-
komið vegna kjarasamninga.
Steingrímur segir að of mikið
hafi verið gert úr því að mikinn
tíma þurfi í kvótafrumvarpið hið
minna. Aldrei hafi staðið til að
það fengi neina flýtiafgreiðslu, en
það ætti að vera hægt að afgreiða
málið núna, enda hafi það legið
frammi í nokkrar vikur.
Stjórnarliðar sem Frétta blaðið
hafði samband við voru margir
hverjir á því að leyfa stjórnarand-
stöðunni að fara í málþóf, kysi hún
svo. Ekki kæmi til greina að láta
hana kúska stjórnina til hlýðni í
kvótamálum. kolbeinn@frettabladid.is
Ekkert samkomulag
liggur fyrir á Alþingi
Ekki hefur enn náðst samkomulag um lok þingsins. Kvótinn og gjaldeyrishöft
standa í sjálfstæðismönnum. Stjórnarliðar ræða um að stjórnarandstæðingar
séu farnir að beita málþófi. Reyna að semja um að ljúka þingi á næstu dögum.
ÁHUGASAMIR Alþingismenn eru óvenju áhugasamir um fjölmörg mál þessa dagana,
ef marka má fjölda þeirra sem tjá sig í stórum og smáum málum. Málþóf, segja
stjórnarliðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ATVINNULÍF Stjórnendur og starfsmenn banka fylgjast
margir með yfirheyrslum og málsóknum á hendur
fyrrverandi vinnufélögum. Þeir vilja ekki lenda í
sömu sporum og eru hræddir við að taka ákvarð-
anir, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Sam-
keppniseftirlitsins. „Þetta eru kerfislægir hvatar
sem hægja á ferlinu,“ segir hann.
Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kynnt var
í gær og fjallar um fjárhagsstöðu og fjárhagslega
endurskipulagningu 120 stórra fyrirtækja kemur
fram að staða tæplegra helmings fyrirtækja sé mjög
slæm en aðeins fimmtungur í góðri stöðu. Þriðjungur
fyrirtækjanna hefur lokið fjárhagslegri endur-
skipulagningu.
Fram kemur í skýrslunni að bankar eigi minni hlut
nú í fyrirtækjum en áður. Strax eftir hrunið fór hann
í sjötíu prósent. Hluturinn er nú kominn í 49 prósent.
Páll sagði ranga hvata tefja endurreisnin efnahags-
lífsins. Þar á meðal væri hræðsla innan fjármála-
geirans við of mikla skuldaniðurfellingu. Þá hefðu
sumir hagsmuna að gæta af kyrrstöðunni, svo sem
skilanefndir gömlu bankanna.
„Hætt er við að þessir röngu hvatar togi okkur alla
leið til Japan,“ sagði Páll og rifjaði upp að í banka-
kreppunni þar hefðu bankar lengt í lánum og aukið
fyrirgreiðslur. Af þeim sökum hefði orðið til upp-
vakningar, óskilvirk og of skuldsett fyrirtæki. - jab
FORSTJÓRINN OG RÁÐHERRA Páll Gunnar Pálsson telur nokkra
þætti tefja fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endurskipulagningu fyrirtækja ganga hægt:
Skilanefndirnar hagnast á kyrrstöðu
AKUREYRI „Við verðum þá að mæta
kostnaðinum með peningum úr
vasa skattgreiðenda á Akureyri,
sem er mjög ósanngjarnt,“ segir
Geir Kristinn Aðalsteinsson, for-
seti bæjar stjórnar á Akureyri. Geir
segir ríkið ekki munu taka þátt í
rekstrar kostnaði Menningar hússins
Hofs, heldur einungis bygginga-
framkvæmdinni, eins og kveðið er
á um í samningnum frá árinu 2003.
Ríkið styrkti framkvæmdina
um 950 milljónir, en heildar-
kostnaður endaði í 3,3 milljörðum
króna. Árlegur rekstrarkostnaður
Hofs er um 330 milljónir og leggur
Akureyrar bær þar til 56 milljón-
ir króna. „Ríkið er ekki að brjóta
neina samninga, en þetta snýst um
sanngirni og jafnrétti. Ráðamenn
verða að átta sig á að landsbyggð-
inni blæðir,“ segir Geir.
Akureyrarbær fær 120 milljónir
króna á ári til menningar reksturs. Á
ársgrundvelli verður framlag ríkis-
sjóðs til Tónlistarhússins Hörpu um
510 milljónir króna og framlög til
Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru
hækkuð um 45 milljónir, í 717 millj-
ónir króna, vegna flutninga hennar
til Hörpu og þar af leiðandi hærri
húsaleigu.
„Þetta er mikið áhyggjuefni og
vissulega ósanngjarnt,“ segir Geir.
„Við vitum öll að peningar eru af
skornum skammti, en boltinn er hjá
ríkinu. Þetta er eilíf valdabarátta og
við vonum bara að ráðamenn muni
skipta um skoðun.“ - sv
Ríkið veitti einungis framlög til byggingar Menningarhússins Hofs á Akureyri en tekur ekki þátt í rekstri:
Akureyringar standa einir að rekstri Hofs
HOF Forseti bæjarstjórnar á Akureyri
segir ríkið ekki munu styrkja rekstur
Hofs, sem kostar um 330 milljónir á ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNA
Útgjöld ríkisins
Stofnun Upphæð 2011
Tónlistarhúsið Harpa 509,7 m.kr.
Íslenski dansflokkurinn 113 m.kr.
Þjóðleikhúsið 647 m.kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands 717,1 m.kr.
Heimild: Frumvarp til fjárlaga 2011
VIÐSKIPTI Viðskiptaráð hefur kynnt
fimm áhersluatriði sem það legg-
ur til að verði höfð að leiðar ljósi
við uppbyggingu og endurreisn
hagkerfisins á komandi árum.
Atriðin eru sett fram í nýrri skoð-
un Viðskiptaráðs.
Stefnt er að því að Ísland verði
fyrirmynd annarra landa um
góða stjórnarhætti, að fjöldi
starfa í einkageiranum verði
aukinn, að framboð vinnuafls
til einkageirans verði aukið, að
rekstrarumhverfi fyrirtækja
verði alþjóðlega samkeppnishæft
og að skilvirkni hins opinbera
verði stöðugt aukin. - mþl
Skoðun Viðskiptaráðs:
Skapi umhverfi
til athafna
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl-
maður, með ríkisfang í Kongó,
hefur verið dæmdur í þrjátíu
daga fangelsi fyrir skjalafals.
Maðurinn framvísaði í byrjun
mánaðarins fölsuðu vegabréfi við
vegabréfseftirlit á Keflavíkur-
flugvelli. Hann sýndi landa-
mæralögreglu þar falsað franskt
vegabréf.
Maðurinn játaði brot sitt ský-
laust. - jss
Framvísaði fölsuðu vegabréfi:
Fangelsisrefsing
fyrir skjalafals
LEIFSSTÖÐ Maður frá Kongó framvísaði
fölsuðu vegabréfi í Leifsstöð í byrjun
mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lestu myndasögurnar í dag-
blöðunum?
Já 38,2%
Nei 61,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu bjartsýn/n á gengi íslenska
U-21 landsliðsins á Evrópu-
mótinu í Danmörku?
Segðu þína skoðun á visir.is
krossgáta
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Gott á þig! Þú getur
ekki bara kallað
fólk það sem þér
dettur í hug!
Áái! Þetta... bara....
Þetta bara
datt út úr
mér...
(Fliss!)
Eins og ég
myndi nokk-
urn tímann
nota bakpoka
á hjólum!
Ókei, mér
er sama.
Gerðu
það sem
þú vilt.
Mér þykir leitt að
hafa móðgað þig með
því að hafa reynt að
vera almennileg. Sniff!
KJÖRKASSINN