Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 11
FÖSTUDAGUR 10. júní 2011 11
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Landsbankinn
lækkar skuldir
viðskiptavina
Kynntu þér nýja skuldalækkun Landsbankans. Við lækkum
2 Við lækkum fasteignaskuldir 3
Við lækkum
aðrar skuldir1
Við endurgreiðum
20% af vöxtum
Þær aðgerðir sem nú eru kynntar koma til framkvæmda fyrir 1. október 2011.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Eski-
firði hefur ákært tvo menn um
tvítugt fyrir að brjótast ítrekað
inn og stela munum að verðmæti
á þriðju milljón króna. Mennirnir
eru einnig ákærðir fyrir fjársvik.
Þeir brutust inn í verkstæði
Skógræktar ríkisins í Hallormsstað
á síðasta ári. Þar stálu þeir fimm
keðjusögum, að áætluðu verðmæti
ríflega 1,2 milljónir króna, svo og
þremur bensínbrúsum, að því er
segir í ákæru.
Næst lá leiðin í sumarbústað á
Fljótsdalshéraði. Þar létu menn-
irnir greipar sópa og stálu raf-
magnstækjum og borðbúnaði. Þeir
reyndu að brjótast inn í annan sum-
arbústað en urðu frá að hverfa eftir
að hafa unnið skemmdir á honum.
Skömmu síðar brutust þeir inn í
læstan geymslugám á Egilsstöðum
og stálu þar nokkru magni af hrein-
lætisvörum. Næst brutust þeir inn í
hafnsögubátinn Vött og stálu sjón-
auka, talstöð, lyfjum og fleiru. Þeir
komust einnig inn á Hótel Capitano
á Neskaupstað, eftir að hafa feng-
ið lykil hjá manni og konu, sem
ákærð eru í málinu fyrir þátttöku.
Þar stálu þeir matvöru og áfengi
fyrir nær 200 þúsund krónur. Loks
sviku þeir á þriðja tug þúsunda út
með greiðslukorti sem þeir höfðu
stolið. - jss
Tveir ungir rummungsþjófar létu greipar sópa á Austurlandi:
Ákærðir fyrir milljónaþjófnaði
HALLORMSSTAÐUR Mestum verðmæt-
um náðu þjófarnir hjá Skógrækt ríkisins
í Hallormsstað.
MENNING Borgarstjórinn í Reykja-
vík, Jón Gnarr, leitar nú eftir
ábendingum um íbúa í Reykjavík
sem hafa með háttsemi sinni eða
atferli verið til
fyrirmyndar á
liðnu ári. Í kjöl-
farið verður
einn borgar-
búi útnefndur
Reykvíkingur
ársins.
„Með því að
veita árlega
slík verðlaun á
meðan ég er borgarstjóri hef ég
hug á því að efla áhuga Reyk-
víkinga á því að gera eitthvað
fyrir borgina sína og samborg-
ara,“ segir Jón Gnarr um útnefn-
inguna.
Sá sem verður að lokum fyrir
valinu mun hljóta vegleg verð-
laun en þriggja manna dómnefnd
hefur verið skipuð til að velja úr
innsendum tillögum. - mþl
Borgarstjóri Reykjavíkur:
Leitar að Reyk-
víkingi ársins
JÓN GNARR
FRAKKLAND Rúmlega hundrað
líkum hefur verið náð upp úr
flaki Air France vélar sem fórst í
Atlantshafi fyrir tveimur árum.
Ekki var mögulegt að ná upp
líkamsleifum fleiri en þessara
104, en fimmtíu lík fundust fljót-
andi í hafinu strax eftir slysið.
228 manns voru um borð í vélinni
þegar hún fórst og létust allir.
Farið verður með líkin í líkhús
í Frakklandi þar sem reynt verð-
ur að bera kennsl á þau.
Verið er að rannsaka flugrita
vélarinnar og hefur komið í ljós
að vélin hrapaði í þrjár og hálfa
mínútu áður en hún skall í sjóinn.
- þeb
Reynt að bera kennsl á 104:
Líkum náð úr
vél Air France
BRAK ÚR VÉLINNI Hér má sjá brasilíska
sjóliða veiða upp brak úr Air France
A330 í júní árið 2009. NORDICPHOTOS/AFP
EVRÓPUMÁL Íslenska ríkið hefur
greitt 4,2 milljarða króna í Þróun-
arsjóð EFTA frá árinu 1994.
Fram til ársins 2004 runnu pen-
ingarnir til þróunarmála í Grikk-
landi, Portúgal, á Írlandi og Spáni,
en eftir austurstækkun ESB 2004
hafa fleiri ríki bæst í hópinn, svo
sem Pólland og Rúmenía.
Hæstar voru greiðslurnar árin
2009 og 2010, eða 2,3 milljarðar
samtals. að því er fram kemur
í svari utanríkisráðuneytis við
fyrir spurn Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar þingmanns. - kóþ
Framlög Íslands í Þróunarsjóð:
4,2 milljarðar
til ESB-ríkja
GRIKKLAND Þúsundir látinna
Grikkja hafa fengið greiddan líf-
eyri löngu eftir að þeir kvöddu
jarðneskt líf, að því er atvinnu-
málaráðherra Grikkja, Louka
Katseli, greindi frá í gær.
Að minnsta kosti 4.500 látnir
opinberir starfsmenn höfðu fengið
lífeyri upp á samtals 265 milljónir
íslenskra króna á ári.
Athuga á hversu margir þeirra
9.000 sem samkvæmt þjóðskrá
eru yfir 100 ára aldri eru í raun á
lífi, en manntali í Grikklandi er
ábótavant. - ibs
Þúsundir svindla í Grikklandi:
Lífeyrir greidd-
ur eftir andlát
BJÖRGUN Björgunarskipið Vörður
var ásamt björgunarsveitum
frá Tálknafirði, Patreksfirði og
Bíldudal kallað út í gærmorgun til
hjálpar báti sem var strandaður
við Arnarstapa.
Björgunarsveitarmenn nálguð-
ust bátinn bæði frá sjó og landi
en ganga þurfti sex kílómetra um
brattar hlíðar til að komast að
honum. Einn maður var um borð
en hann var ómeiddur. Línu var
komið í bátinn og hann dreginn af
strandstað til hafnar. - mþl
Björgunarsveitin kölluð út:
Báti bjargað við
Arnarstapa