Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2011, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 10.06.2011, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 10. júní 2011 17 Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamál- um á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gist- ingu en hinum innlendu sem ódýr- astan valkost við hana. Einn slíkur valkostur er sum- arbústaðurinn. Bústaðir fjarri þéttbýli geta auðvitað verið hið yndislegasta fyrirbæri, en stund- um má velta því fyrir sér hvort þeir geri mannlífi á landinu endi- lega mikið gagn. Um það má efast. Margur borgarbúinn sem fer í sumarbústað er auðvitað ekki að „fara út á land”, ekkert frekar en sá sem millilendir Kastrup getur með góðri samvisku sagst hafa „kíkt aðeins til Danmerk- ur“. Borgarbúinn kaupir mat- inn sinn að stórum hluta áður en hann leggur af stað, hugsanlega kannski í einhverri keðju í Borg- arnesi eða á Selfossi, hann tekur með sér hálfa búslóðina í skottinu, drekkur síðan bjórinn sinn í nýju umhverfi og eldar sama matinn og venjulega, en þó kannski á ann- arri pönnu en hann á að venjast. Borgarbúinn fer svo heim eftir tvo til þrjá daga, treður rusl- inu sínu í gljáandi svarta poka og síðan skilar hann pokunum í bláan gám við afleggjarann. Það er nú oft það mesta sem innlend- ir gestir skilja eftir sig á ferða- lögum. Rusl í svörtum pokum. Og kannski einhverja smápeninga fyrir bensíni og hamborgurum í vegasjoppu við hringveginn. Ímyndum okkur nú að hluti þessara þúsunda gesta sem til dæmis gista í uppsveitum Árnes- sýslu myndi gista á Selfossi, Flúðum, Reykholti eða að Laugar- vatni. Þessir bæir yrðu þá menn- ingarbæir með iðandi mannlífi, fjölbreyttum veitingastöðum, tónleikum og daglegum lista- viðburðum. En fjarlægðin gerir mönnum erfitt fyrir. Veitinga- staður þarf viðskiptavini, helst í göngu- eða leigubílafjarlægð því annars þurfa viðskiptavinirnir að sleppa að drekka áfengi, sem er vont fyrir staðinn og leiðinlegt fyrir þá. Eða að þeir keyri fullir heim sem er leiðinlegt og vont fyrir alla. Erfitt er að stunda metnaðar- fulla matargerð án fólks sem getur notið hennar. Fyrir vikið er hamborgarinn með frönskunum langalgengasti maturinn á land- inu. Hamborgarinn er minnsti samnefnari matarsmekks allra vegfarenda. Hann er fljótgerður, allir sumarstarfsmenn kunna að gera hann og allir aðrir kunna að borða hann. Hann hentar fínt í hálftímastopp á bensínstöð, en það er í mörgum tilfellum því miður sá hámarkstími sem borgarbúinn eyðir utan bíls eða bústaðar. Á Íslandi eru um tólf þúsund sumarbústaðir. Það gerir einn bústað á hverja 26 íbúa. Það er auðvitað slatti. En til samanburð- ar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri slík „önnur heimili“ á hinum Norðurlöndunum. Möguleiki til vaxtar er því umtalsverður. En án þess að maður hafi neitt um það að segja þá velti ég því fyrir mér hvort aukningin gæti ekki komið í auknum mæli í orlofs- íbúðum sem byggðar eru inni á núverandi þéttbýlisstöðum, eða mjög nálægt þeim, frekar en í sérstökum sumarbústaðahverfum utan þeirra. Maður saknar þess stundum að ferðast ekki meira um Ísland eins og best er að ferðast um útlönd: með föt til skiptanna, tann- bursta og kreditkort. Helst í rútu eða flugvél. Án þess að þurfa að burðast með rúmföt og nokk- urra daga birgðir af mat. Og auð- vitað er það manni ekki bannað. En rödd buddunnar er hávær og standi einhverjum til dæmis til boða gisting á vegum stéttar- félags sem oft er hagstæðari en húsaleiga á eigin íbúð, þá þykir það óneitanlega bruðl að splæsa í tuttugu þúsund króna hótelnótt. Menn troða því sænginni, kodd- anum og fimm bónuspokum í skottið og bruna massasáttir upp í Miðhúsaskóg. Það er tvöföld ferðamálastefna á Íslandi. Útlendingarnir eiga að gista á hótelum, borða mat á veit- ingastöðum og sofa í uppábúnu. Við, hinir innfæddu, eigum helst að þjónusta okkur sjálf. Þessi aðskilnaðarhyggja er ekki góð fyrir neinn. Það myndi styrkja allan infrastrúktur túrismans og efla rekstrargrundvöllinn ef Íslendingar nýttu sér ferðaþjón- ustuna betur. Ef við viljum fleiri hótel, tíðari flug- og rútuferð- ir, metnaðarfyllri veitingastaði og fleiri tónlistarhátíðir um allt land, þá þurfum við að fækka ferðamálastefnum: Úr tveimur í eina. Sumarbústaðagettó Bændasamtökin og landbúnað-arráðherra vilja stöðva við- ræður um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagð- ir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðild- arumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB. Utanríkisráðherra hefur brugð- ist til andsvara. Hann bendir á að það geti komið út á eitt fyrir bænd- ur þegar vöruverð til neytenda lækkar en ríkisstyrkir ásamt Evr- ópustyrkjum til bænda hækki þá verulega á móti. Varla talar utan- ríkisráðherra svo skýrt nema fyrir liggi sterkar líkur eða fullvissa um slíkan samningsárangur. Þetta eitt eru stórtíðindi. Bænda- samtökin hljóta að óska eftir nán- ari upplýsingum um þetta, og þ. á m. hvort þetta verður sérstakt samningsákvæði eða hluti af svo- nefndum Norðurslóðastuðningi. En Bændasamtökin hljóta einn- ig að leggja áherslu á fleiri atriði í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Meðal slíkra áherslumála hljóta að vera þessi: 1 Vernd gegn dýrasjúkdómum, en Íslendingar hafa hörmulega reynslu af þeim. 2 Vernd fyrir íslenskum búfjár- stofnum, en Íslendingar rækta sérstök kyn nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita, hunda og hænsna. 3 Ákvæði sambærileg á við þau sem gilda nú innan ESB um land- búnað á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum, og um atvinnu- rekstur, fasteignir og jarðeignir á Möltu og Álandseyjum. Evrópusambandið er mjög metn- aðarfullt varðandi varnir gegn dýrasjúkdómum. ESB er einnig mjög áhugasamt og metnaðarfullt varðandi vernd og öryggi fyrir fjölbreytni í lífríki. Landbúnaður á Azoreyjum, Madeira og Kanarí- eyjum nýtur sjálfræðis og sér- stöðu samkvæmt 349. gr. aðalsátt- mála ESB. Reglur ESB banna kaup á lóðum, jörðum, húsum eða öðrum eignum á Möltu og Álandseyjum nema kaupandi hafi lögheimili og reglulega búsetu á staðnum. Þegar þessi atriði koma til skoð- unar á vettvangi ESB er ekki talað um árekstur við fjórfrelsið, heldur er því vikið til hliðar vegna þess- ara forgangsákvæða. Framkvæmd slíkra forgangsákvæða skiptir miklu hér á landi. Ljóst er t.d. að íslenskir búfjárstofnar verða því aðeins verndaðir að bændur hafi rekstrarlegar forsendur til að nýta þá. Án slíkra ákvæða verður einn- ig ókleift að verjast uppkaupum á hlunnindajörðum. Bændasamtökin eiga nú fágætt – líklega einstætt – tækifæri til að hafa veruleg áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu. Þau geta tryggt mikilvæga hagsmuni íslenskra bænda á grundvelli ýmissa gild- andi reglna ESB. Því verður varla trúað að Bændasamtökin vilji láta þetta undir höfuð leggjast. Einstakt tækifæri Bændasamtakanna Aðild að ESB Jón Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík FERÐ ELDRI FÉLAGA SPENNU- GOLF Hin árlega ferð Rafiðnaðarsambands Íslands árið 2011 fyrir eldri félaga sambandsins verður farin þann 29. júní. kl. 13 frá Stórhöfða 27, Grafarvogsmegin. Að þessu sinni verður farið í Árbæjarsafn og safnið skoðað og svo verður haldið í nýjan sal Rafiðnaðar- skólans að Stórhöfða 27 þar sem kaffiveitingar bíða þátttakenda. Nánari upplýsingar og skráning hjá Svövu í síma 580-5226 eða með rafpósti á svava@rafis.is. Spennugolfi 2011 verður haldið þann 24. júní á Strandarvelli á Hellu. Þátttökugjald er kr. 5.000.- Innifalið í gjaldinu er golf, matur og rúta. Rúta fer frá Stórhöfða 31, stundvíslega kl. 10:00. Áætlað er að hefja leik kl. 12:00. Þátttakendur vinsamlega skráið: Nafn, kennitölu, GSM, grunnforgjöf og hvort komið verði með rútunni. Sendið á: stefan@rafis.is eða í síma 580-5253 Nánari upplýsingar á www.rafis.is/golfrsi/ RAFIÐANAÐARSAMBAND ÍSLANDS Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.