Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 29

Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 29
10. júní föstudagur 7 GUR Rósa, en hún hefur einnig lent í því að ókunnugir hringi heim til hennar og biðji um ráðleggingar. „Það er helst fyrir jólin þegar fólk er að elda einhvern rétt í fyrsta sinn. Mér finnst þetta allt saman bara gaman og það er gott að geta miðlað matarþekkingu minni áfram.“ Spurð hvort henni sé oft boðið í mat svarar Hrefna Rósa að það sé ekki oft en hún kunni vel að meta það þegar það gerist. „Vinir mínir voru fyrst stressaðir að bjóða mér í mat og flestar máltíðir byrjuðu á afsökunum. En ég hef svakalega gaman af að smakka mat sem aðrir elda þótt ég sé líka kresin og kröfuhörð í eldhúsinu,“ segir Hrefna og viðurkennir að heima sé eldhúsið líka hennar svæði. „Bjössi fær að elda og hann er mjög klár. Ég á það samt til að standa yfir honum og segja honum til. Það er oftast best fyrir mig að fara bara inn í stofu og bíða þangað til maturinn er til,“ hlær Hrefna Rósa. Ef Hrefna Rósa væri ekki at- vinnukokkur væri hún í einhvers konar hönnun, því hún elskar að skapa hluti. „Mér finnst frábært að búa til nýja rétti og raða matn- um fallega á diskinn. Ég var aldrei mikið fyrir bóklegt nám á sínum tíma,“ segir Hrefna, sem er alæta á mat og smakkar allt sem hún getur. Hún er samt ekki viss hvort hún gæti borðað hund eða kött. „Jú, ætli ég mundi ekki smakka, bara til að hafa prófað það. Og jú, alveg rétt, ég borða ekki nið- ursoðin kirsuber. Ég hef oft reynt en mér finnst þau bara ógeðslega vond. Pabbi var alltaf að troða þeim á rjómatertur í gamla daga og þau líta vel út, svona fagur- bleik, en ég get bara ekki komið þeim niður.“ ✽ m yn da al bú m ið Þarna erum við Bjössi, kær- astinn minn, úti í London að borða ostrur og drekka hvítvín í Harrods, mjög skemmtilegt. Þarna er ég á mínum fyrsta 17. júní. Ég æfði dans frá fjögurra ára aldri og dansaði alltaf við sama strákinn. Á myndinni höfðum við unnið Siggu og Grétars tvífarakeppni árið sem Eitt lag enn fór í Eurovision. Í verð- laun fengum við að dansa með þeim á stóra sviðinu 17. júní það árið. Þarna er ég ásamt félögum í kokka-landsliðinu. www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Fyrir 2-5 ára, stöðug og góð Ítölsk þríhjól Verð 14.990 kr. Varahlutir og viðgerðaþjónusta. Hjólum saman í sumar – það er líka ódýrara Windsor dömu hjólið með 3 gírum emsu, ál stell dempari í sæti, tti og bögglaberi. Verð 59.900 kr. Scott Sportster 55 Hybrid hjól með 24 gírum og dempara að framan. Verð 99.900 kr. l . Bronco Klassíka og fótbr karfa bre

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.