Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 39

Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 39
FÖSTUDAGUR 10. júní 2011 23 Jada Pinkett Smith segir að pör verði að gefa sér tíma frá hvort öðru af og til. Jada Pinkett hefur verið gift leik- og söngvaranum Will Smith í fjórtán ár og segir að lykill- inn að farsælu hjónabandi þeirra sé einmitt sá að þau þurfi oft að skiljast að vegna vinnu. Þetta segir hún að geri hjónaband þeirra sterkara. „Það er alltaf gott að taka smá pásu frá hvort öðru. Stundum er það hreinlega það sem þarf.“ Taka pásur í hjónabandinu Sonur leikarans Nicolas Cage var færður á geð- sjúkrahús í vikunni eftir að hann sturlaðist á veit- ingastað og lét það bitna á einkaþjálfara sínum. Christina Fulton, móðir drengsins, var hjá honum kvöldið eftir að atburðurinn átti sér stað og kom skilaboðum til Cage þegar hún kom út og mætti blaðamönnum og ljósmyndurum. Hún sagði að það væri engum öðrum en Cage að kenna að sonur þeirra væri svo illa haldinn. Þá sagði hún að Cage væri hræðileg fyrirmynd. Ljóst er að nokkuð er til í fullyrðingum Fulton um að Cage sé ekki til fyrirmyndar, en undarleg hegðun hans hefur oft komist í fjölmiðla. Kennir Cage um hegðun sonarins SLÆM FYRIRMYND Chrstina Fulton, barnsmóðir Nicolas Cage, segir hann vera slæma fyrir- mynd. Lady Gaga vill veita aðdáend- um sínum innblástur, nú þegar tónlistardraumur hennar hefur ræst. Gaga er orðin eitt mesta tónlistargoð veraldar og finnst nú að hún þurfi að sinna skyld- um sínum í að hvetja aðdá- endur sína áfram. „Draumar mínir hafa ræst. Nú er helsti draumur minn að hvetja aðra áfram. Ég vil að aðdáendur mínir nái eins langt og þeir vilja.“ Lætur gott af sér leiða GIFT Í FJÓRTÁN ÁR Jada Pinkett Smith og Will Smith hafa verið gift í fjórtán ár en taka sér stundum hlé frá hvort öðru. Bítillinn Paul McCartney er enn og aftur á leiðinni í tónleikaferðalag um heiminn og hyggst koma fram á Yankee-leikvanginum í New York 15. júlí. Verða þetta fyrstu tónleikar McCartney á þessum sögu- fræga leikvangi sem er í Bronx-hverfinu. Miðasala er þegar hafin og í tilkynningu frá Live Nation, sem sér um tónleikana, kemur fram að aðdáendur megi búast við þriggja tíma tónleikum. „Lögin sem hann spilar eru þau bestu og dáðustu í heiminum, enda er ferill hans ótrúlegur,“ Almennt miðaverð er frá 4.000 upp í 34.000 íslenskar krónur, miðað við gengið í dag. Hægt er að kaupa sérstaka VIP-miða, en verðið á þeim er ekki gefið upp á vefsíðu Pauls McCartney. Tónleikar á Yankee-leikvangi DUGLEGUR Paul McCartney hefur veruð duglegur við að ferðast um heiminn undanfarin ár og er á leiðinni í enn eitt ferðalagið. VILL HJÁLPA AÐDÁENDUNUM Draumar Lady Gaga hafa ræst og finnst henni nú að draumar aðdáenda sinna eigi líka að rætast. Íbúfen 200 mg, 20 stk.: 319 kr. Verð án afsláttar: 399 kr. 400 mg, 30 stk.: 423 kr. Verð án afsláttar: 529 kr. Dermatín 60 ml: 1.039 kr. Verð án afsláttar: 1.299 kr. 120 ml: 1.227 kr. Verð án afsláttar: 1.534 kr. Omeprazol Actavis 20 mg, 14 stk.: 847 kr. Verð án afsláttar: 1.059 kr. 20 mg, 28 stk.: 1.682 kr. Verð án afsláttar: 2.102 kr. meðal frábærra opnunartilboða er: Opnum í dag! Tilboðin gilda út júní. 20% afsláttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.