Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 48

Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 48
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR32 sport@frettabladid.is KOLBEINN SIGÞÓRSSON lá í rúminu á hóteli íslenska liðsins í Álaborg í gær með 39 stiga hita, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik Íslands á EM U-21 liða í Danmörku. Hann gat ekki æft með liðinu í gær og er tvísýnt hvort hann nái leiknum gegn Hvíta-Rússlandi á morgun. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106- /2000 m.s.br. Allt að 6.000 tonna laxeldi í sjókvíum í Reyðarfirði, Fjarðabyggð. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 11. júlí 2011. Skipulagsstofnun FÓTBOLTI Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Dan- mörku. Liðið mætir Hvíta-Rúss- landi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppn- inni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strák- arnir að leggja á sig langt ferða- lag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Frétta- blaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatns- elgs á æfingavellinum. Strákarn- ir æfðu þó síðdegis, nema Kol- beinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veikt- ist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varn- ar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikil- vægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orð- inn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eft- irtektarvert hversu liðið og leik- mennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undan- keppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“ Þurfum allir að róa í sömu áttina Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur í mörg horn að líta fyrir fyrsta leik Íslands á EM U-21 landsliða á morgun. Ýmislegt hefur gengið á fyrstu tvo dagana í Danmörku en strákarnir náðu loksins að æfa í gær. ENGIN ÆFING Í GÆRMORGUN Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, við æfingasvæðið í Álaborg í gær. wFRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Þetta var erfitt ferða- lag í gær og kannski eru menn álíka þungir og Mihajlo Biber- cic núna en menn verða flottir á æfingu seinni partinn.“ Blaðamað- ur brosti við þetta svar Alfreðs Finnbogasonar sem gat sjálfur ekki leynt glottinu sem færðist yfir andlit hans. Greinilegt var að Alfreð var þar með að fara eftir settum reglum sektarsjóðs U-21 landsliðsins um að nefna ákveðna menn á nöfn í viðtölum við okkur fjölmiðlamenn í Álaborg í gær. Eftir því sem fleiri viðmæl- endur komu í viðtal komu hin nöfnin fljótlega í ljós. „Fyrsti leikurinn er mikilvægur en auðvitað væri gaman að klína honum upp í sammarann gegn Dönum eins og Mihajlo Bibercic gerði hérna í denn en við sjáum til hvernig fer,“ sagði Skagamaður- inn Arnór Smárason eftir að hann var spurður hvort hann hlakkaði til að leika gegn danska landslið- inu, þar sem hann væri nú einu sinni að spila með dönsku félags- liði. Svo var komið að Jóhanni Berg sem fór ekkert sérstaklega fínar leiðir að því að nefna sinn mann á nafn. „Við höfum ekki áhyggjur og erum bara Salih Heimir yfir þessu.“ Þriðja nafnið sem átti að nefna var Lúka Kostic, fyrrum þjálfari U-21 landsliðsins. Haraldi Björns- syni tókst meira að segja að gera það og hafa nafn hans í eðlilegu samhengi. „Að þessu hefur maður verið að vinna lengi. Við komumst ekki svona langt þegar við vorum hjá Luka [Kostic] en núna hefur allt gengið upp,“ sagði Haraldur. Fimmti og síðasti viðmælandi minn klikkaði þó á þessu. Öllu verra er að þarna var á ferð sjálf- ur landsliðfyrirliðinn og einn aðal- mannanna í sektarnefnd lands- liðsins. Blaðamaður var vitaskuld löngu búinn að átta sig á hvernig í pottinn væri búið og benti Bjarna á yfirsjónina. „Nei, ég trúi þessu ekki,“ sagði fyrirliðinn þá og gróf andlitið í lúkurnar. Sektir eins og þessar eru þekkt- ar í íþróttaliðum og menn eru vitaskuld sektaðir fyrir annað en framkomu í fjölmiðlum. En nú verða ný nöfn eða önnur orð fund- in fyrir okkur fjölmiðlamennina og þessum þremur knattspyrnu- hetjum fyrrum Júgóslavíu á Íslandi þökkuð góð störf. - esá Leikmenn U-21 landsliðsins verða að segja ákveðin orð í viðtölum til að sleppa við sektir: Lúka Kostic, Salih Heimir og Mihajlo Bibercic ALFREÐ FINNBOGASON Það er mjög skemmtileg stemning í íslenska lands- liðshópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Anton Brink fjalla um EM U21 í Danmörku eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid FÓTBOLTI Hvít-Rússar komu til Árósa á miðvikudaginn en þar munu þeir hafa aðsetur meðan á mótinu stendur. Hvít-Rússar hafa verið í æfingabúðum í Þýskalandi, þar sem þeir unnu 8-0 og 8-1 sigra á áhugamannaliðum. Georgi Kondratyev, þjálfari Hvít-Rússa, segist þekkja mótherja liðsins í riðlinum vel. „Þeir eru orðnir eins og ættingjar mínir því ég veit allt um þá,“ sagði Kondratyev í viðtali á UEFA-síðunni. Fyrsti leikur Hvít-Rússa er einmitt á móti Íslandi á morgun. - óój Þjálfari Hvít-Rússa um Ísland: Þeir eru eins og ætttingjar mínir GEORGI KONDRATYEV Með EM-bikarinn þegar dregið var í riðla. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Billy Stark, þjálfari U-21 landsliðs Skotlands, segir íslenska landsliðið líklegast til þess að koma á óvart á Evrópumótinu í Danmörku. „Á miðjunni og frammi standa þeir jafnfætis hinum þjóðunum. Markaskorun liðsins talar sínu máli. Það er bara spurning hvernig þeim gengur að verjast.“ Stark segir muna miklu að stór hluti leikmannanna hafi reynslu með A-landsliðinu. Það hafi gert gæfumuninn þegar íslenska liðið sigraði það skoska í umspilinu í október síðastliðnum. - ktd Þjálfari Skota um íslenska liðið: Líklegir til að koma á óvart SLÓGU ÚT SKOTA Strákarnir fagna marki gegn Skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.