Fréttablaðið - 21.06.2011, Side 38

Fréttablaðið - 21.06.2011, Side 38
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 MORGUNMATURINN Ævintýramaðurinn Bear Grylls segir að ferð sín og Hollywood- stjörnunnar Jakes Gyllenhaal til Íslands hafi tekið virkilega á og þeir hafi þurft að horfast í augu við alvöru hættur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í apríl heimsóttu Grylls og Gyllen- haal landið til að taka upp efni fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild, en tökurnar fóru fram í grennd við Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Grylls ræddi um ferðalagið til Íslands við vefsíðuna Whatsontv. com og virtist ævintýramaðurinn hæstánægður með ferðina. „Fyrir nokkrum vikum fór ég með Jake Gyllenhaal til Íslands til að taka upp efni fyrir Born Survivor, en Jake er sá leikari sem sagður hefur verið í besta forminu í Hollywood. Jake lýsti því yfir að hann vildi láta reyna á sig og honum varð að ósk sinni á Íslandi.“ Grylls segir þá hafa upplifað alls kyns brjálaða hluti hér á landi. „Við sváfum í snjóhelli, fórum yfir vatnsmiklar ár og svo var það þetta hrikalega rok sem gerði okkur lífið leitt.“ Ævintýramaðurinn bætir því við að hann hafi um tíma orðið eilítið stressaður, hann hafi verið búinn að lofa umboðsmanni Gyllen- haals að koma honum ósködduðum til byggða. „Það tókst og Gyllenhaal var algjörlega frábær.“ Þættir Bear Grylls hafa notið mikilla vinsælda um allan heim en í nýjustu þátta- röðinni fá frægir einstaklingar á borð við Gyllenhaal, Will Ferrell og Ben Stiller tækifæri til að takast á við óblíð náttúruöfl. Íslands- þátturinn verður frum- sýndur í ágúst. - fgg Gyllenhaal á ystu nöf á Íslandi HRIKALEG FERÐ Bear Grylls viðurkennir að ferðin til Íslands hafi verið hrikaleg og að hann hafi virkilega reynt á þolmörk Hollywood- stjörnunnar Jakes Gyllenhaal uppi á Eyja- fjallajökli. „Maður er ekkert vanur að fara í svona. Þetta er svolítið eins og að fara aftur í Eurovision nema bara viku lengur,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleika- ferð um Bandaríkin. Þar kemur hún fram á átta við- burðum í sex borgum, þar á meðal á Gay Pride-göngunni í New York á laugardaginn. Flestir viðburðirn- ir tengjast undankeppni Mr. Gay World USA þar sem fegursti sam- kynhneigði karlmaður Bandaríkj- anna verður valinn á næsta ári. Hera Björk er opinber söngkona keppninnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu, og lag henn- ar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppn- innar. „Maður þarf að vera ferskur á hverjum degi. Margir halda að þetta sé einhver djammferð en þetta er það alls ekki,“ segir Hera Björk. „Þetta verður alls ekki leiðinlegt en maður verður bara á tánum og með brosið og hárspreyið og allt klárt í „dressunum“. Með Heru Björk á mörgum við- burðanna verður Michael Holtz sem vann Mr. Gay World USA í fyrra. „Hann er gífurlega fagur amerískur drengur. Hann er eins og fallegur skartgripur bara,“ segir hún og hlær. Eftir ferðalagið um Bandaríkin syngur Hera Björk á einum tónleik- um í Þýskalandi áður en hún heldur heim á leið í langþráð frí. - fb Syngur á Gay Pride í New York TIL BANDARÍKJANNA Hera Björk er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna á vegum Mr. Gay World USA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 23. júní: New Jersey 25. júní: New York 1. júlí: Los Angeles 2. júlí: San Francisco 6. júlí: Miami 8. júlí: Fort Lauderdale TÓNLEIKAR HERU Í BANDARÍKJUNUM „Ég tek alltaf lýsi. Annars er það oftast Cheerios og appelsínu- safi.“ Margrét Björnsdóttir, útvarpskona á FM 957 Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing „Þetta er rosalega skemmtilegt ævintýri sem við erum að fara út í og æðislegt að fá þetta tæki- færi,“ segir Jóna G. Kolbrúnar- dóttir menntaskólanemi, sem tekur sér pásu frá kaffigerð á Súfistanum í sumar, en hún lagði af stað í tónleikaferðalag með Björk í morgun ásamt stúlkunum í kórnum Graduale Nobili. Förinni er heitið til Man chester þar sem Björk frumflytur nýj- ustu afurð sína, Biophilia, en alls ætlar hún að halda sex tón- leika á listahátíð þar í borg. Plat- an er ekki komin út en stefnt er á útgáfu með haustinu. Fyrsta smá- skífan, Crystalline, kemur hins vegar út í lok mánaðarins. „Við erum búnar að undir- búa okkur síðan síðasta haust en þá var ég nýbyrjuð í kórnum og þetta því verðugt verkefni að byrja á. Þetta er búið að vera öðruvísi ferli en maður er vanur og frábært að kynnast því,“ segir Jóna. Kórinn hefur verið við stíf- ar æfingar með Björk, en þess má geta að þær sungu einnig inn á plötuna sem var tekin upp í byrj- un árs. „Við verðum allar með hljóð- nema á tónleikunum og höfum þurft að venjast því enda óvana- legt fyrir kór að syngja með hljóðnema,“ segir Jóna og full- yrðir að Björk sé mjög skemmti- leg en sömuleiðis krefjandi í sam- starfi „Það er frábært að vinna með Björk. Hún er hreinskilin og hikar ekki við að segja manni ef henni finnst eitthvað vanta eða að það sé óhreinn tónn.“ Mikill undirbúningur er í kringum ferðalagið og tónleikana og verður kórinn meðal annars í sérsaumuðum búningum frá New York. „Ég held að það séu um 1.800 áhorfendur á hverjum tónleikum og sviðið er í miðj- unni. Þetta verður því sjónrænt og flott. Vonandi verða tónleik- arnir haldnir á Íslandi líka.“ 24 stúlkur eru í kórnum Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar og flestar þeirra með söngnám að baki. Sjálf er Jóna að búa sig undir að klára framhaldspróf í söng sam- hliða námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það vekur vita- skuld athygli hjá vinahópnum að Jóna sé á leið í tónleikaferðalag með Björk „Það verða allir mjög hissa og segja „Ó mæ god, ert þú að fara að túra með Björk?“ Þetta er náttúrlega rosaleg upplifun og eiginlega algjör draumur.“ alfrun@frettabladid.is JÓNA G. KOLBRÚNARDÓTTIR: KÓRINN Í SÉRSAUMUÐUM BÚNINGUM Frábært að vinna með Björk SPENNTAR FYRIR BROTTFÖR Þær Jóna G. Kolbrúnardóttir, Kristín Sveinsdóttir og Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir eru allar í úrvalskórnum Graduale Nobili og eru á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag með Björk Guðmundsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Jarðvegsþjappa á „þjöppuðu“ verði PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa Stærð plötu: 400 x 550 mm Þyngd: 80 kg Mótor: Honda bensín 5,5 hö Miðflóttaafl á plötu: 1400 kg Mesti hraði áfram: 26 m/mín Víbratíðni: 93 Hz 189.900,- m. VSK (fleiri stærðir á lager)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.