Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 4
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR4 GENGIÐ 28.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,4307 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,68 116,24 184,68 185,58 165,07 165,99 22,127 22,257 21,165 21,289 17,831 17,935 1,4305 1,4389 183,91 185,01 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ...hvert er þitt eftirlæt ...endilega f Hrísmjólkin frá MS fæ ljúffengum bragðtegu rifsberja- og hindberj og gömlu góðu kanils IÐNAÐUR „Framtíðarsýnin byggir á því að nýjar virkjanir verði byggð- ar. Ef ekkert verður byggt þá verð- ur sagan önnur. En það verður ekkert slæm saga,“ segir Ásgeir Jónsson, sérfræðingur hjá fjár- málafyrirtækinu GAMMA og einn höfunda skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Lands- virkjunar til ársins 2035. Í skýrslunni kemur fram að áætl- aðar arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkissjóðs geti numið allt frá 30 til 112 milljörðum króna á ári. Allt fer það eftir því hvenær ráðist verði í nýjar framkvæmdir, hvort sæstrengur verði lagður héðan til meginlands Evrópu, þróun raf- orkuverðs, nýjum samningum um raforkusölu og endurnýjun á eldri samningum. Hæsta arðgreiðslan er álíka há og hið opinbera leggur til allra framhalds- og háskóla lands- ins, menningar, íþrótta- og trúmála auk löggæslu, dómstóla og fangelsa. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur áður boðað þessa sömu framtíðarsýn. Hann segir hana öðru fremur mikilvæga svo hægt verði að ákveða hvert stefna eigi með Landsvirkjun. Framtíðarsýn Landsvirkjunar gerir sem fyrr ráð fyrir tvöföldun raforkuframleiðslu á næstu fimm- tán árum, niðurgreiðslu skulda og að arðgreiðslur hefjist fyrir árið 2020. Hörður segir margar forsend- ur verða að ganga upp til að fram- tíðarsýn Landsvirkjunar geti orðið fyllilega að veruleika. Hann bendir á að Landsvirkjun sé enn of skuldsett og því sé ein forsendan sú að þegar viðunandi FRÁ KYNNINGU SKÝRSLUNNAR Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir áætlanir um fjármögnun virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar næstu fimmtán árin ekki hafa verið lagðar fram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framtíðarsýn byggir á nýjum virkjunum Arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu fjármagnað alla háskóla landsins, löggæslu og dómstóla. Margar forsendur þurfa að ganga upp, segir forstjóri fyrirtækisins. Ekki hafa verið gerðar áætlanir um fjármögnun nýrra virkjanaframkvæmda. Í skýrslu GAMMA um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkj- unar til ársins 2035 eru nokkrar forsendur. ■ Gert er ráð fyrir að Landsvirkjun muni nýta handbært fé frá rekstri til að greiða niður eldri lán og draga úr skuldsetningu. ■ Gert er ráð fyrir að álag á eldri lánum haldist óbreytt og að álag á nýjum lánum verði svipað og í síðustu útgáfum Landsvirkjunar og í samræmi við nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs. ■ Við mat á arðgreiðslugetu er gert ráð fyrir að nettóskuldir verði fjórfaldur rekstrarhagnaður – svipað og hjá sambærilegum fyrirtækjum erlendis. Nokkrar forsendur skuldahlutfalli verði náð muni arður verða greiddur út. Í skýrsl- unni er gert ráð fyrir að ríkissjóð- ur fái fyrstu arðgreiðsluna eftir tvö ár og verði hún um fjórðungur af landsframleiðslu. Árið 2021 munu þær aukast hratt og gætu farið í um fjögur til sex prósent af landsframleiðslu ára- tug síðar þegar fyrirhuguðu fram- kvæmdatímabili Landsvirkjunar lýkur, segir Hörður. Ekki hafi verið lagðar fram áætlanir um fjármögnun virkjana- framkvæmda þótt þeirra sé getið í skýrslu GAMMA. „Við gerum aðeins ráð fyrir að hafa aðgang að fjármagninu þegar þar að kemur, það er sérstakt verkefni,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is E.coli bakterían var ranglega sögð veira í fréttaskýringu um áhrif hennar á spænska grænmetisbændur í Fréttablaðinu á mánudag. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 25° 29° 25° 25° 25° 23° 23° 26° 20° 30° 27° 30° 23° 22° 18° 23° 11 Á MORGUN Hæg breytileg átt FÖSTUDAGUR Byrjar hægt en hvessir með deginum 5 7 7 6 8 13 11 11 8 6 4 5 5 6 4 5 3 4 2 4 5 10 11 11 7 8 15 9 11 11 11 HLÝNAR N-TIL Væta norðanlands í dag og örlítið á morgun en ef allt gengur að óskum verður bjart og hlýtt norðanlands á föstudag. Þangað til verður fremur bjart sunnanlands en fer að rigna sunnantil á föstu- dag. Hvessir einnig á föstudaginn á Suður- og Norð- vesturlandi. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður FERÐAÞJÓNUSTA Stjórnendur Kefla- víkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsam- takanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtök- in gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. Lögmenn IFAW skoða nú hvort Keflavíkurflugvöllur eigi að endur greiða samtökunum um 550 þúsund krónur sem greiddar voru fyrir fjögurra mánaða samning um birtingu auglýsinganna. Að sögn IFAW hefur Hlynur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Leifs- stöðvar, hringt tvívegis í samtök- in og sett þeim úrslitakosti; breyta auglýsingunum eða fjarlægja þær. Við því brugðust samtökin ekki. Auglýsingarnar eru hluti af átaki gegn áti á hvalkjöti og er þeim beint að ferðamönnum. Sam- tök hvalaskoðunarfélaga á Íslandi voru með IFAW í átakinu. IFAW saka stjórnendur Kefla- víkurflugvallar um ritskoðun á auglýsingum sem búið er að greiða fyrir. Þeir hafa farið fram á það við stjórnendur Leifsstöðvar að fá frekari útskýringar á meint- um breyttum forsendum, en segja engin svör hafi borist. - sv Dýraverndunarsamtök krefja Keflavíkurflugvöll skýringa á brotthvarfi auglýsinga: Auglýsingar hvalavina horfnar EKKI BORÐA HVAL Auglýsingarnar í Leifsstöð hvöttu fólk til að hitta hvalinn frekar en að leggja hann sér til munns. KENÍA Samtökin Barnaheill – Save the Children gangast fyrir neyðar aðstoð til að hjálpa börnum í Austur-Afríku sem eru í hættu vegna yfirvofandi hungursneyð- ar. Í tilkynningu frá Barnaheill- um segir að um 800 börn bætist á hverjum degi við hóp flóttafólks í Keníu. Fólkið flýr mikla þurrka og versnar ástandið stöðugt. - þj Neyðarástand að skapast: 800 börn flýja neyð daglega BÁG STAÐA Óttast er um hag barna í Dadaab-flóttamannabúðunum og gangast Barnaheill fyrir neyðaraðstoð þeim til hjálpar. MYND/BARNAHEILL EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands keypti í gær 61,74 milljónir evra, sem jafngilda 12,97 millj- örðum króna, í seinna skrefi fyrsta gjaldeyrisútboðs bank- ans. Útboðið er liður í losun gjald- eyrishafta en í fyrra skrefinu gaf Seðlabankinn eigendum af- landskróna færi á að losna við þær. Þá keypti bankinn 13,37 milljarða króna. Sem greiðslu fyrir gjaldeyr- inn fá kaupendur afhent verð- tryggð ríkisverðbréf. - mþl Losar sig við aflandskrónur: Seðlabankinn kaupir evrur DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann sem er gefið að sök að hafa nauðgað tveimur ungum konum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum til 22. júlí. Maðurinn er talinn hafa nauðg- að nítján ára stúlku í heimahúsi og beitt hana öðru ofbeldi. Hann er einnig grunaður um að hafa nauðg- að sautján ára stúlku í lok mars. Annar maður tók þátt í fyrrnefnda athæfinu, en var ekki ákærður þar sem hinn var talinn hafa stjórnað atburðarásinni. - jss Gæsluvarðhald framlengt: Ákærður fyrir tvær nauðganir VERSLUN Rúmlega tuttugu starfs- mönnum Byko í Kauptúni í Garða bæ hefur verið sagt upp og versluninni verður lokað í september. Þá hefur Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri fyrirtækis- ins, látið af störfum. Í tilkynningu frá Byko kemur fram að fjölskyldan sem staðið hafi að baki rekstrinum frá byrj- un ætli að taka alfarið við stjórn- artaumunum. Guðmundur H. Jónsson, sonur Jóns Helga Guð- mundssonar aðaleiganda, tekur við forstjórastarfinu. - þeb Fjölskyldan tekur stjórnina: Loka Byko-búð og segja upp 20 BYKOVERSLUN Versluninni í Kauptúni verður lokað í september. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Sá sem telur sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars þarf almennt að leita til opinbers aðila til að fá heimild sína stað- festa. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra við erindi Sam- taka lánþega um vörslusviptingu bifreiða. Ráðherra segir að verði aðfararbeiðni hafnað sé gerðar- beiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hafi verið úr ágreiningi aðila. - ibs Vörslusvipting bifreiða: Ráðherra varar við lögbrotum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.