Fréttablaðið - 05.07.2011, Qupperneq 4
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4
GENGIÐ 04.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,1547
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,88 114,42
183,31 184,21
165,34 166,26
22,162 22,292
21,292 21,418
18,158 18,264
1,4106 1,4188
182,45 183,53
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
3ja rétta matseðill á Fjörunni veitingahúsi
Humarsúpa með grilluðum
humri, lambaskanki með
meðlæti og heit eplakaka
með ís og rjóma.
www.fjorukrain.is
30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
3.300 kr. GILDIR Í 24 TÍMA
8.250 kr
Verð
60%
Afsláttur
4.950 kr.
Afsláttur í kr.
PI
PA
R\
W
A
TB
W
R\
PI
PA
R
TB
W
A
•
SÍ
A
SÍ
A
•
11
15
31
111
15
31
SJÁVARÚTVEGUR Friðbjörn Garð-
arsson, þrotabússtjóri Eyrarodda
á Flateyri, sem varð gjaldþrota
þann 17. janúar síðastliðinn, segist
bjartsýnn á að það takist að ganga
frá sölu eigna fyrirtækisins innan
fimmtán daga.
Útgerð á Flateyri hefur verið
lömuð að miklu leyti vegna deilna
í kringum söluna en um fjörutíu
manns misstu atvinnu sína þegar
Eyraroddi varð gjaldþrota.
Deilan stendur milli Lotnu og
fyrirtækisins Toppfisks en Lotnu-
menn telja sig hafa fengið bind-
andi vilyrði frá Byggðastofnun
um kaup á eignunum eftir að þeir
gerðu tilboð í fyrsta útboðið sem
haldið hefur verið. Byggðastofnun
dró vilyrðið til baka og var haldið
annað uppboð og eftir það hófust
samningavið-
ræður við Topp-
fisk.
„Ég hef sagt
öllum þeim sem
að málum koma
að ég sé að fara
í sumarfrí 20.
júlí og ég hef
einsett mér að
málið verði frá-
gengið þá. Ég er
bjartsýnn á að
það takist,“ segir Friðbjörn.
Eiríkur Finnur Greipsson, for-
maður bæjarráðs Ísafjarðarbæj-
ar, segir það hryggilegt hversu
lengi hafi dregist að finna lausn
á þessu máli. „Við verðum bara
að trúa því að þeir sem véla um
okkar mál séu tilbúnir til að klára
þetta,“ segir hann.
„Það er alveg hræðilegt að
hugsa til þess hvernig menn halda
heilu samfélagi í slíkri óvissu svo
lengi, það er bara óviðunandi. Þeir
eru með fjöregg þorpsins í heljar-
greipum, segir Eiríkur Finnur,
sem býr á Flateyri. Hann segist
hafa orðið var við það að margir
séu farnir að leita að vinnu fjarri
heimabyggð.
Friðbjörn segir að þetta ferli
hafi alls ekki tekið langan tíma.
„Þrotabússkipti á eignalausu búi
taka yfirleitt fjóra til fimm mán-
uði svo þessu væri ekki lokið,
jafnvel þótt allt hefði gengið eins
og í sögu. En svo er það rétt að
það skapaðist flækja sem tefur
málið.“ Hann segist hafa skilning
á því að Flateyringar séu orðn-
ir langeygir eftir því að málið
leysist. „Það var nú einmitt þess
vegna sem ég leyfði fyrirtæk-
inu Lotnu að fara vestur og hefja
starfsemi áður en samningar
hafa orðið gildandi.“ Um tuttugu
manns starfa nú hjá Lotnu á Flat-
eyri. jse@frettabladid.is
Framtíð útgerðar á
Flateyri að skýrast
Þrotabússtjóri segist vongóður um að deilan, sem lamað hefur útgerð á Flateyri,
leysist innan 15 daga. Heimamenn farnir að huga að vinnu fjarri heimabyggð.
FRÁ LÖNDUN Á FLATEYRI Ef áform þrotabússtjóra Eyrarodda ganga eftir verður þess
ekki langt að bíða að líf færist í útgerð að nýju á Flateyri. MYND/RÓBERT
FRIÐBJÖRN
GARÐARSSON
HOLLAND, AP Dómarar stríðs-
glæpadómstóls á vegum Sam-
einuðu þjóðanna vísuðu Ratko
Mladic, fyrrverandi herforingja
Bosníu-Serba, út úr réttarsalnum
í gær.
Hann hafði gripið fram í, neit-
að að lýsa sig sekan eða saklaus-
an og hunsað fyrirmæli réttarins.
Þegar hann var farinn úr saln-
um skráðu þeir að hann hefði
lýst sig saklausan af ákærum
um stríðsglæpi, eins og reglur
réttarins mæla fyrir um ef sak-
borningur neitar að bregðast við
ákærum. - gb
Virti dómarana að vettugi:
Mladic vísað úr
réttarsalnum
MLADIC Í RÉTTARSAL Tók ekkert mark á
dómstólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
29°
25°
24°
28°
25°
23°
23°
25°
22°
28°
30°
33°
23°
27°
26°
22°
10
Á MORGUN
víða 3-8 m/s, hvassast
við SA-stöndina
FIMMTUDAGUR
víða 3-8 m/s
14
13
16
12
12
11
7
1313
5
5
3
3 3
6
3
5
4
3
11 3
14
14
12
15
13
12 15
11
1416
AÐ ÞORNA Ein-
hver væta áfram
S-og SA-til í dag en
styttir upp til morg-
uns. Að mestu
þurrt á fi mmtudag
og bjart N- og V-
til. Vindur fremur
hægur næstu daga
þó eitthvað hvass-
ara við SA-strönd-
ina í dag.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
SAMGÖNGUR Litlu munaði að Herj-
ólfur strandaði í Landeyjahöfn
þann 26. júní síðastliðinn þegar
ferjan snerist um 30 gráður og
stefndi að varnargarði hafnarinn-
ar. Um 300 farþegar voru um borð
þegar atvikið átti sér stað. Það var
RÚV sem greindi frá málinu í gær.
Eimskip mun afhenda rannsókn-
arnefnd sjóslysa upptökur úr höfn-
inni og er þetta í fyrsta sinn sem
slíkt er gert, að sögn Ólafs Willi-
ams Hand, upplýsingafulltrúa Eim-
skips.
Jón Arilíus Ingólfsson, forstöðu-
maður rannsóknarnefndar sjóslysa,
segir að málið verði skoðað stig af
stigi til þess að kanna hvort ástæða
sé til frekari rannsókna. „Reyndar
varð hvorki slys né tjón, en það var
athyglisvert að þarna var einungis
2,5 metra ölduhæð og það virðist
bara vera nóg.“ Að sögn Jóns kom
kröftug alda undir skipið sem ýtti
því af leið. Snarræði skipstjórans
varð til þess að Herjólfur rétti sig
af. „Menn verða að vara sig á því
að fara ekki af stað þegar svo mikil
ölduhæð er í höfninni.“
Samstarfshópur á vegum þeirra
sem sjá um samgöngur um höfn-
ina hefur nú verið settur á laggirn-
ar til að meta hvort ástæða sé til að
loka Landeyjahöfn næsta vetur, en
höfnin var lokuð samfleytt í sautj-
án vikur nú í vetur.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum, segir menn
uggandi yfir vetrinum og nokkuð
sé síðan að hafin var vinna við að
finna annað skip sem siglt gæti í
Landeyjahöfn. Það yrði jafnvel gert
af nýjum aðilum sem ekki þjónusta
höfnina í dag.
Elliði segir að slíku verkefni,
sem er ný hugmynd, sé best sinnt
af einkaaðilum mögulega með
aðkomu sveitarfélagsins. Elliði
segir að Eyjamenn mæti skilningi
samgönguyfirvalda „en við ferð-
umst ekki á skilningi þeirra held-
ur á skipi. Við erum orðin langeyg
eftir framtíðarlausn“. - sv / shá
Rannsóknarnefnd sjóslysa mun skoða tildrög óhapps í Landeyjahöfn:
Litlu munaði að Herjólfur strandaði
LANDEYJAHÖFN Rætt hefur verið um
að loka Landeyjahöfn næsta vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
SKÓLAMÁL Fimm íslenskir fram-
haldsskólanemar halda til Taí-
lands í lok vikunnar þar sem þeir
munu keppa á Ólympíuleikunum í
eðlisfræði, sem nú verða haldnir
í 42. sinn. Leikarnir eru alþjóðleg
keppni framhaldsskólanema en í
ár taka þátt lið frá 86 löndum.
Keppendurnir eru þeir Arnór
Hákonarson, Atli Þór Svein-
bjarnarson og Konráð Þór Þor-
steinsson úr Menntaskólanum í
Reykjavík og Magnús Pálsson og
Sigtryggur Hauksson úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Atli
lauk þriðja ári menntaskóla í vor
en hinir hafa nýlokið stúdents-
prófi. Tveir eðlisfræðingar, þeir
Martin Swift og Viðar Ágústsson,
eru fararstjórar liðsins.
Ísland hefur sent nemendur
á Ólympíuleikana í eðlisfræði
á hverju sumri í tuttugu og sjö
ár, auk þess sem leikarnir voru
haldnir hér á landi fyrir þrettán
árum.
Leysa eðlisfræðiþrautir:
Fimm keppa á
Ólympíuleikum
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur
maður hefur verið látinn laus
úr gæsluvarðhaldi, meðan hann
bíður dóms í Hæstarétti fyrir
líkamsárás. Maðurinn var í hér-
aðsdómi dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla
stúlku í Laugardal þann 11. októ-
ber í fyrra. Hann réðst að henni á
göngustíg og stórslasaði hana.
Héraðsdómur hafði dæmt
manninn í gæsluvarðhald þar
til dómur gengi í Hæstarétti, en
Hæstiréttur felldi þann úrskurð
úr gildi vegna þess að málshraði
þótti ekki fullnægjandi. - jss
Bíður dóms í Hæstarétti:
Göngustígs-
hrotti laus SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti erlenda konu á Barðaströnd
um átta í gærkvöldi. Konan hafið
dottið í fjalllendi við Vatns-
dalsvatn og treysti sér ekki til
byggða, að sögn Landsbjargar.
Ákveðið var að fá þyrluna til að
sækja konuna, enda erfitt að kom-
ast að slysstaðnum. Konan gat
gefið nákvæma lýsingu á stað-
setningu sinni og gekk greiðlega
að finna hana.
Hún var flutt á Landspítalann í
Fossvogi en var ekki mjög alvar-
lega slösuð. Björgunarsveitir
frá Patreksfirði, Tálknafirði og
Bíldudal tóku þátt í björguninni.
- þeb
Datt í fjalli á Barðaströnd:
Þyrlan sótti
slasaða konu