Fréttablaðið - 05.07.2011, Side 13

Fréttablaðið - 05.07.2011, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2011 Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararn- ir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reyk- ingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborg- aralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrir- bæri íslenskað og kallað vindling- ur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsi- leg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla syst- ir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykinga- stellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur. Nánast allt fullorðið fólk í minni fjölskyldu og fjölskyldum vina minna reykti, og það var óskemmtilegt að fara út úr bænum til að sporta sig í nátt- úrunni í bifreið sem var reykt í alla leiðina. En þetta var bara hluti af tilverunni. Enginn talaði um að þetta væri skaðlegt. Meira að segja mjög skaðlegt. Móðir mín var þeirra gerðar að hún hefði hvorki reykt heima né leyft öðrum að gera það hefði hana grunað að það gæti á nokkurn hátt verið skaðlegt fyrir okkur systurnar. En það vissi hún ekki. Það vita hins vegar allir í dag og þeir sem kjósa að reykja gera það á eigin ábyrgð. Reynslunni ríkari Á sínum tíma hafði maður spurnir af því að amfetamín væri algjör snilld og unglingar í landsprófi, nemendur í menntaskóla eða háskóla gætu vakað heilu næturn- ar við lestur án þess að þreytast. Þetta var töfralausn. Sagt var að sumir listamenn hefðu nýtt sér þetta í nokkur ár, en áttað sig smám saman á því að þetta var langt frá því að vera heilsubót, nema í þeim tilvikum sem um raunveruleg veikindi er að ræða. Mér er sagt að harðir fíklar og þeir sem dreifa fíkniefnum séu svo vel að sér í lyfjategundum og blöndun lyfja til að fá þau áhrif sem eftir er sóst, að það jaðri við fagmennsku í lyfjafræði. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. En mestu skiptir að hver og einn hefur val. Velji menn að taka þá áhættu að prófa fíknilyf, geta þeir ekki vitað hvert það ber þá. Sumir geta hrist þetta af sér og lifað eðlilegu fjölskyldulífi, aðrir verða fíklar það sem eftir er, og þá hvorki skipstjórar né stýrimenn í eigin lífi. Lykilatriði er, að öndvert við það sem áður var, hjá stórreyking- arfólki og þeim sem hresstu sig á amfetamíni, þá veit nútímafólk hvað þetta getur kostað. Og það er býsna dýrt. En allir hafa val. Tæknin eða reiðin Maður spyr sig náttúrulega þessa dagana hvort ástandið í þjóðfélag- inu, kreppan og kvíðinn eigi ein- hvern þátt í skyndilegum dauðs- föllum fólks á miðjum aldri og öllum þessum krabbameinstilfell- um. Er það spennan, reiðin og von- leysið? Svo má spyrja hvort tækn- in sem við erum orðin svo háð sé saklaus með öllu. Kona sem átti erfitt um svefn var alltaf með far- símann á náttborðinu. Henni kom í hug að kannski væri það ekki hollt og fór með hann annað. Síðan sefur hún eins og barn. Við höld- um á litlu símtæki í lófanum sem er ekki með neina jarðtengingu og hringjum til London eða New York. Erum við ekki umkringd af ósýnilegum orkugeislum sem við kunnum ekkert á og vitum ekkert af. Er það heilsubætandi? Varla. Ekki frekar en reykingarnar. Það sem við vitum ekki Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Maður spyr sig náttúrulega þessa dagana hvort ástandið í þjóðfélaginu, kreppan og kvíðinn eigi einhvern þátt í skyndilegum dauðs- föllum fólks á miðjum aldri og öllum þessum krabbameinstilfellum. Drekinn! Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmað- ur undrandi út af skrifstofu yfir- manns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor. Hvað eftir annað var auðvelt að slá því föstu, að allt annað væri þar til umræðu en raunverulega heyrðist úr ræðustól. Vanhugsuð frumvörp um sjávarútvegsmál þvældust fyrir þverpólitískum þjóðþrifamálum, sem féllu milli þilja í þingsal. Þannig var hreint formsatriði að þingið samþykkti tæknileg frumvörp sem vörðuðu löngu tímabær útboð til olíuleitar á hinu svokallaða Drekasvæði. En svo augljóst sem málið var, týnd- ist það í fyrrnefndu fimbulfambi. Tafðist umsóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum. Frændur okkar Norðmenn eru hins vegar engir byrjendur í að hanna umgjörð olíurannsókna og hafa þeir af fumleysi lokið því ferli er varðar norska Dreka- svæðið, eins og við mátti búast. Alþjóðleg olíufyrirtæki hafa til- kynnt að tugum milljóna dollara verður á næstunni varið til hljóð- bylgjurannsókna og kafbátaleit- ar á norska hluta svæðisins, sem þýðir uppgrip og arðbæra þekk- ingarsköpun hjá norskum þjón- ustuaðilum. Hugur Norðmanna stendur jafnframt til að gera Jan Mayen að miðstöð olíuleitar fyrir svæðið allt, en í hlut Norðmanna fellur einungis fjórðungur svæð- isins, en megnið af svæðinu til- heyrir Íslandi. Þar að auki liggja hafnir austur á fjörðum á Íslandi að minnsta kosti jafn vel frá nátt- úrunnar hendi við slíkri þróunar- starfsemi og kannski betur. En Austfirðir eiga engan möguleika á að keppa við Jan Mayen, á meðan við ljúkum ekki einu sinni við eigin lagaumgjörð, hvað þá meira. Dr. Michael Porter, prófessor í Harvard Business School, var hér í heimsókn fyrir skemmstu og benti hann á að leitartækni, jarð- lagagreining og almenn þjónusta við olíuiðnað væru náskyld jarð- varmarannsóknum. Hinn íslenski jarðvarmaklasi ætti því að tengja sig betur virðiskeðju jarðefna- eldsneytis og vísaði sérstaklega til hins þroskaða norska olíuiðnaðar. Þar við bætist að Norðmenn yfir- færa tækni úr olíuklasa sínum yfir á beislun vindorku, sem er einmitt svið sem við Íslendingar hyggj- umst á næstu árum byggja upp aukna þekkingu á, enda skortir síst hráefni hér á landi til vindorku- framleiðlu. Porter furðaði sig einn- ig almennt á því hve hægt gengi nú um stundir í okkar þjóðfélagi, sem gæti auðveldlega verið afar gjöfult, ef rétt væri á haldið. Vannýtt tæki- færi lægju hvarvetna. Erfitt er að andmæla prófessornum þar. Síðustu misseri hefur Alþingi varið miklu púðri í að þvælast fyrir sjálfu sér og þjóðinni. Rík áhersla hefur verið lögð á ýmsan tímafrekan óþarfa og jafnvel skað- ræði, en lítill gaumur hefur verið gefinn margvíslegum stórmál- um sem móta munu framtíðarhag okkar. Þetta verður að breytast. Að öðrum kosti á hinn kjörni fulltrúi Íslendinga á hættu að lenda í starfsmannaviðtali Fóstbræðra og verða drekinn. Drekasvæðið Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Tafðist um- sóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.