Fréttablaðið - 05.07.2011, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2011
Kristinn sparkar af krafti í tuðruna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rugby-íþróttin er ekki gömul
í hettunni hér á landi. „Við byrj-
uðum í febrúar í fyrra að hitt-
ast einu sinni í viku svona í
gamni. Síðan hljóp kraftur í
starfið þegar við skráðum okkur
á Scandinavian Open-mótið sem
fram fór í Kaupmannahöfn,“
segir Kristinn en rugby-íþrótt-
in var viðurkennd af Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands, ÍSÍ, í
febrúar 2011.
Mikill hugur er í Kristni og
félögum. „Það bendir allt til þess
að keppt verði í rugby á smá-
þjóðaleikunum í Lúxemborg árið
2013 og við ætlum þangað. Svo
stefnum við á sigur á smáþjóða-
leikunum á Íslandi 2015,“ segir
hann kokhraustur.
Í Rugby-félagi Reykjavíkur eru
nú skráðir 40 meðlimir í tveim-
ur liðum. „Við æfum hins vegar
saman en framtíðarstefnan er
að skipta okkur upp og koma upp
fleiri liðum,“ segir Kristinn og
bætir við að annar draumur sé að
koma upp kvennaliði en nú æfa
fimm konur með Rugby-félaginu.
En hvað er svona heillandi við
þessa íþrótt? „Það er samstað-
an, krafturinn og félagsskapur-
inn,“ svarar Kristinn og segir
marga finna sig í rugby-íþrótt-
inni sem ekki hafi líkað nógu vel
í öðrum íþróttagreinum. Hann
segir marga í félaginu koma úr
öðrum íþróttagreinum á borð
við handbolta, fótbolta og jafn-
vel júdó. „Við Íslendingar ættum
vel að geta náð árangri í þessari
íþrótt enda lifnar nokkurs konar
víkingaandi í leikmönnum þegar
þeir spila,“ segir Kristinn glað-
lega.
Áhugasamir geta leitað frekari
upplýsinga á www.rugby.is.
solveig@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Engifer þykir gott við ferðaveiki sem
getur gert vart við sig í bíl, á sjó og í
flugi. Það má taka inn með ýmsum
hætti en hreint engiferskot fyrir ferðalag
fóðrar magann og kemur í veg fyrir að þar
myndist órói. Flest ógleðilyf virka á heilann og
innra eyrað en engifer virkar beint á magann. Pip-
arminta hefur svipaða eiginleika.
Heimild: www.heilsuhusid.is
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA
Hin fagra og forna Albanía
25 sept. - 5 okt.
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum.
Enn hefur alþjóðafæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt
sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni,
gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri
gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.
Kortaklúbburinn, 2 í herbergi verð 241.000 kr. á mann.
Þú sparar 25.000 kr. á mann, 50.000 fyrir tvo.
Almennt verð, 2 í herbergi verð 266.000 kr. á mann.
Náttúra, menning og dýralíf sem
eiga varla sinn líkan, ævintýraleg
upplifun í einstöku umhverfi.
Eyjan sem Sinbað sæfari og
Marco Polo heimsóttu á ferðum
sínum.
Við kynnumst framandi en
heillandi heimi sem tekur á móti
ferðalöngum með opnum
örmum.
Kortaklúbburinn, 2 í herbergi
verð 339.990 kr. á mann.
Þú sparar 25.000 kr. 50.000 fyrir tvo.
Almennt verð, 2 í herbergi
verð 364.990 kr. á mann.
Einstök ferð 5.-17. október
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Allt sem þú þarft
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum
um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing