Fréttablaðið - 05.07.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 05.07.2011, Síða 34
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafn- vel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samn- ing við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnu- stjörnurnar hafa klæðst treyj- unni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymd- um Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax,“ segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hol- lenskrar knattspyrnu og sigur- sælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evrópu- titlana. Með Johan Cruyff innan- borðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félags- ins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru marg- ir fyrrum atvinnumenn sem Kol- beinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draum- ur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Berg- kamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig,“ segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímabili. Félagaskipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veið- degi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rang- ánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klapp- að og klárt. Bjargaði veiðidegin- um,“ sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikil- vægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kol- beini á næsta tímabili í Meistara- deild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppn- inni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar fram undan hjá félaginu og ég vil vera með í því,“ sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýska- lands en keppni í hollensku deild- inni hefst í upphafi ágústmánað- ar. kolbeinntd@365.is Á FÖRUM Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í gærkvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa her- búðir enska bikarmeistaraliðsins Manchester City. Tevez vill vera nær dætrum sínum, en fjölskylda hans er í Argentínu. „Ég hef greint Manchester City frá ákvörðun minni, að ég vilji fara frá félaginu, það geri ég með mikilli eftirsjá,“ sagði Tevez í yfirlýsing- unni en allt frá því í desember á síðasta ári hefur orðrómur um þetta verið í gangi. FÓTBOLTI Andrúmsloftið var raf- magnað í höfuðstöðvum KSÍ í gær þegar Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur dró mótherja sína í undanúrslitum Valitor-bik- ars karla upp úr hattinum. „Bjarni, þetta verður eins og þig dreymdi,“ sagði Guðjón við góðar undirtektir viðstaddra. Ljóst var að KR myndi sækja Vestfirðinga heim. Guðjón segir fegurðina við fót- boltann þá að alltaf sé möguleiki og í öllum leikjum felist tækifæri. „ Í bi k a r nu m er þet ta spu r n i ng u m aug n abl i k- ið, dagsformið og stillinguna sem maður nær að draga inn í augnablikið,“ sagði Guðjón. „Þetta er stærsta verkefnið sem BÍ/Bol- ungarvík hefur tekist á við. Það er tilhlökkun að fá þetta verkefni og takast á við það,“ bætti Guðjón við. Annað árið í röð verða undanúr- slitin spiluð á heimavöllum liðanna en ekki á Laugardalsvelli eins og gert var um tíma. Bjarni Guðjóns- son fyrirliði KR er mjög ánægður með það fyrirkomulag. „Laugardalsvöllur er svo leið- inlegur. Það á ekki að spila hérna nema það sé fullt í stúkunni. Ég fagnaði því mjög þegar þessu var breytt á síðasta ári. Það er ekki það mikið af fólki sem mætir á undanúrslitin. Úrslitaleikur- inn rétt nær að bera það að spila hérna,“ sagði Bjarni. Í hinni viðureigninni tekur Þór á móti ÍBV á Akureyri. Liðin átt- ust við í deildinni á sama stað í síðasta mánuði þar sem Þórsar- ar komu á óvart og höfðu sigur. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var þokkalega sáttur við dráttinn. „Ég held að engan hafi langað á Ísafjörð, enginn vildi fara norð- ur og enginn vildi mæta KR. Við getum ekki verið svekktir yfir þessu en auðvitað vildum við fá heimaleik. Við fórum þangað fyrir ekki svo löngu og töpuðum. Ég vona að sá tapleikur sitji svolítið í mínum mönnum,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV. Í kvennaflokki tekur Aftureld- ing á móti bikarmeisturum Vals sem eru ósigraðir í sumar. Gunnar Borgþórsson þjálfari liðsins segir að stelpurnar ætli sér að vinna tvö- falt í ár. „Við erum búin að gefa það út að það sé markmið okkar. Vinna þessa tvo titla og halda þeim á Hlíðarenda,“ sagði Gunnar. Í hinni viðureigninni tekur Fylk- ir á móti KR í Árbænum. Liðin mættust í deildinni í síðustu viku þar sem Fylkir hafði 1-0 sigur í hörkuleik. Leikirnir í kvennaflokki fara fram 22. júlí. Leikirnir í karla- flokki eru áætlaðir 28. júlí. Lík- lega verður tímasetningu annars leiksins hnikað til um einn dag svo hægt verði að sýna þá báða í beinni útsendingu. kolbeinntd@365.is FEÐGAR MUNU BERJAST Á ÍSAFIRÐI KR sækir BÍ/Bolungarvík heim á Ísafjörð og Eyjamenn heimsækja Þórsara í undanúrslitum Valitor-bikars karla. Í kvennaflokki fara bikarmeistarar Vals í Mosfellsbæ og Fylkir tekur á móti KR í Árbænum. SÖGULEGUR DRÁTTUR Guðjón Þórðarson brosti út að eyrum þegar ljóst var að hans menn fengju KR-inga í heimsókn á Ísafjörð. Þetta er í fyrsta skipti sem BÍ/Bolungarvík kemst í undanúrslit keppninnar. Guðjón gerði KR tvívegis að bikarmeisturum á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VIHELM FÓTBOLTI Björn Bergmann Sig- urðarson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, stendur sig vel í vinnunni hjá norska úrvalsdeild- arliðinu Lilleström. Björn Berg- mann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa fengið hæstu einkunn að meðaltali í leik í deildinni og hann er í efsta sæti á stoðsend- ingalistanum. Alls hefur Björn leikið 13 leiki í deildarkeppninni á þessari leiktíð. Hann hefur fengið 5,85 í einkunn hjá Verdens Gang í þeim leikjum að meðaltali og eflaust þykir mörgum það ekki há einkunn. Norsku blaðamennirnir eru hins vegar með mjög strangar reglur í þessum efnum og sá sem er efstur á listanum er með 6,18 að meðaltali. Björn, sem er aðeins tvítugur, hefur gefið 6 stoðsend- ingar í 13 leikjum og alls hefur hann skorað 4 mörk. Björn var leikmaður ÍA á Akra- nesi áður en hann fór til Lille- ström árið 2009. Bræður hans þrír hafa allir leikið sem atvinnumenn, Þórður Guðjónsson, Bjarni Guð- jónsson og Jóhannes Karl Guð- jónsson. Veigar Páll Gunnarsson leik- maður Stabæk er markahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 6 mörk en Anthony Ujah liðs- félagi Björns hjá Lillestrøm er markahæstur með 13 mörk. - seth Ofarlega á lista hjá VG: Björn Berg- mann stendur sig í vinnunni Landsliðsframherjinn samdi við hollenska meistaraliðið Ajax til fjögurra ára og leikur í níunni: Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten DRAUMURINN RÆTTIST Kolbeinn SIgþórsson verður í treyju nr. 9 hjá Ajax líkt og Marco Van Basten og Zlatan Ibrahimovich gerðu á sínum tíma. Ajax er 111 ára gamalt stórveldi Ajax á sér langa sögu sem fótboltalið en félagið var stofnað þann 18. mars árið 1900 og fagnaði því 111 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Heimavöllur liðsins er Amsterdam Arena og tekur völlurinn rétt um 53.000 áhorfendur. Margir af þekktustu knattspyrnumönnum Hollands hafa komið upp úr yngri flokkum Ajax en félagið hefur lagt mikla áherslu á það starf allt frá upphafi. Má þar nefna: Johan Cruijff, Edwin van der Sar, Dennis Bergkamp, Patrick Kluivert, Marco van Basten. Þessir eru án efa þeir þekktustu en einnig má nefna þá Ryan Babel, Wesley Sneijder, Rafael van der Vaart, Maarten Stekelenburg, Eljero Elia, André Ooijer, John Heitinga og Nigel de Jong. Félagið hefur unnið hollenska meistaratitilinn alls 30 sinnum, þar af þrívegis á þessari öld, 2001-02, 2003-04 og 2010-11. Ajax hefur einnig unnið bikarkeppnina í Hollandi alls 18 sinnum. GÓÐUR Björn Bergmann Sigurðarson stendur sig í Noregi. FÓTBOLTI Marcelo Ramón Ferrero átti stórleik í marki Ekvador í markalausu jafntefli gegn Paragvæ þegar liðin áttust við í riðlakeppni Copa America í fyrrakvöld. Brasilía og Venesúela gerðu einnig markalaust jafn- tefli. Þetta er í fyrsta sinn í 58 ár sem tveimur leikjum dagsins lýkur markalausum. Argentína, Brasilía og nú Paragvæ hafa öll lent í tómu basli gegn minniháttar andstæðing- um. Þá vann Kólumbía aðeins eins marks sigur gegn Kosta- ríka. Sparkspekingar keppast við að gagnrýna stórstjörnur stóru liðanna en sumir benda á aðrar ástæður. Suðuramerísk knatt- spyrna hafi aldrei verið sterk- ari auk þess sem vallaraðstæður í Argentínu komi niður á spila- mennsku sterkari liðanna. - ktd Copa America í Argentínu: Stóru þjóðirnar eru í tómu basli MARKAHÆSTUR Robinho er markahæsti leikmaður Brasilíu en hann á enn eftir að skora í Argentínu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.