Fréttablaðið - 19.07.2011, Side 4
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4
HJÁLPARSTARF „Söfnunin hefur gengið mjög
hægt, enda hefur hún ekki fengið mikla kynn-
ingu í fjölmiðlum,“ segir Petrína Ásgeirsdótt-
ir, framkvæmdastjóri samtakanna Barnaheill,
sem nú reynir að útvega fé til aðstoðar fólki í
Sómalíu, Kenía og Eþíópíu.
Talið er að hungursneyð vofi nú yfir níu
milljónum manna í þessum þremur lönd-
um. Allt að helmingur þeirra er börn og
mörg þessara barna eru nú þegar vannærð.
Í Sómalíu er ástandið verst, en þar er nú talið
að þriðji hver íbúi sé við þröskuld hungurs-
neyðar.
„Í samfélagi eins og Sómalíu, þar sem inn-
viðir eru engir vegna ára-
tuga átaka, reynir fólk bara
að þrauka og má ekki við
neinum áföllum. Þetta hefur
verið erfitt þarna í áratugi.
Fólk treystir á rigningarn-
ar og að búfénaðurinn fái
að éta, en þegar þurrkar
verða þá fellur búfénaður-
inn fyrst og síðan fólkið. Ef
engin aðstoð berst þá blas-
ir ekkert annað en dauðinn
við fólki.“
Hér á landi eru þrenn hjálparsamtök að
safna fé til aðstoðar fólki á þurrkasvæðun-
um í Afríku. Auk Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna eru það UNICEF á Íslandi og Rauði
krossinn.
Petrína segir erfitt að vekja athygli almenn-
ings á neyðinni, mun erfiðara en til dæmis
þegar náttúruhamfarir urðu í Japan og Haítí
nýverið, eða þegar flóðbylgjan mikla reið yfir
í Suðaustur-Asíu fyrir nokkrum árum.
„Harmleikurinn er samt ekkert minni.
Þarna eru níu milljón manns sem eiga yfir
höfði sér að deyja úr hungri ef ekki verður
brugðist við. Þetta er eitt versta neyðarástand
sem fólk á þessu svæði hefur séð.“
Hún segir starfsfólk hjálparstofnana lengi
hafa velt fyrir sér hvað ráði bæði fréttamati
fjölmiðla og viðbrögðum almennings.
Hún segir að skyndilegar hamfarir virðist
vekja meiri athygli en neyð sem kemur hægt og
rólega, eins og þurrkar og hungursneyð.
„Reynslan sýnir að þar sem náttúruhamfarir
valda skyndilegri neyð er miklu auðveldara að
fá almenning í lið með sér. Kannski hefur þetta
líka eitthvað með það að gera að bæði Japan og
Haítí standi okkur nær en löndin í Afríku,“ segir
Petrína og minnir líka á íslensku rústabjörgun-
arsveitina sem var send til Haítí, „sem var nátt-
úrulega ánægjulegt og fékk mikla umfjöllun í
fjölmiðlum hér á landi“. gudsteinn@frettabladid.is
Í fyrirsögn á frétt á bls. 4 í gær stóð
að Baugur hf. hefði átt hlut í félaginu
Pace. Fyrirsögnin var röng og átti sér
ekki stoð í texta fréttarinnar. Baugur
átti ekki hlut í Pace. Beðist er afsök-
unar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
Sinnuleysi vegna neyðar í
Sómalíu, Keníu og Eþíópíu
Verstu þurrkar í sextíu ár hrjá nokkur Afríkulönd og níu milljón manns eru á barmi hungursneyðar. Þeirra
bíður aðeins dauðinn ef hjálparstofnanir geta ekki aðstoðað þá. Neyðarsöfnun gengur hægt.
ÞJÓNUSTA Farþegar í miklu hörm-
ungarflugi Iceland Express frá
París um liðna helgi fá fébætur og
nýtt flug með félaginu.
„Þeir báðust innilega afsökunar
og buðu bætur handa öllum far-
þegum og við erum bara sátt við
það,“ segir Óli Þór Barðdal, einn
farþeganna, en átti í gær fund
með Matthíasi Imsland, forstjóra
Iceland Express.
Eins og komið hefur fram tafð-
ist brottför vélarinnar frá París
í um einn og hálfan sólarhring. Í
stað þess að fara í loftið klukkan
14.20 á föstudegi var flugtak ekki
fyrr en að ganga
tvö aðfaranótt
sunnudags. Í
millitíðinni
þurftu sumir
farþeganna að
sætta sig við
að gista með
ókunnugu fólki
í hótelherbergj-
um. Auk þessa
alls gagnrýndu
farþegar skort
á upplýsingum og matarleysi um
borð í vélinni þegar loks var lagt
af stað frá París.
Óli Þór og eiginkona hans áttu í
gær fund með Matthíasi Imsland,
forstjóra Iceland Express. Óli Þór
segist hafa lýst atburðarásinni
fyrir Matthíasi sem fyrir sitt leyti
hafi skýrt hvernig málið horfði við
fyrirtækinu og hvað olli því hversu
hörmulega til tókst.
„Ég sagði þeim að þetta hefði
verið ömurlegt og erfitt og þeir
fóru yfir ferlið frá sínum bæjar-
dyrum,“ útskýrir Óli Þór sem
kveðst hafa lesið þannig í fulltrúa
Iceland Express á fundinum að
félagið hafi í raun ekki ráðið við
það sem úrskeiðis fór. Starfsmenn-
irnir hafi verið virkilega leiðir yfir
málinu.
„Við fáum 400 evra skaðabætur
í peningum, eina flugferð að eigin
vali og kannski út að borða,“ segir
Óli Þór um niðurstöðu fundarins.
„Við höfum tvö ár til að ákveða
okkur,“ svarar hann spurður hvort
hann sé fús til þess eftir mar-
tröðina í París að nýta sér boðið
um nýtt ferðalag með Iceland
Express.
Hvorki náðist í Matthías Ims-
land né Kristínu Þorsteinsdótt-
ur, upplýsingafulltrúa Iceland
Express, í gær. - gar
Vonsvikinn farþegi í martraðarflugi frá París fellst á útskýringar og afsökunarbeiðni forstjóra Iceland Express:
Fá nýja flugmiða, 400 evrur og út að borða
Þeim sem vilja leggja hjálparstarfi Barnaheilla í
Sómalíu og víðar í Austur-Afríku lið er bent á söfn-
unarsíma samtakanna: 904-1900 (1.900 króna
framlag) og 904-2900 (2.900 króna framlag).
Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning
samtakanna: 0327-26–001989, kt. 521089-1059.
UNICEF á Íslandi tekur við framlögum í
neyðarsöfnun vegna þurrkanna í Keníu, Eþíópíu
og Sómalíu inn á reikning 515-26-102040 (kt.
481203-2950). Einnig er hægt að hringja í síma
908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000
krónur) eða 908-5000 (5.000 krónur).
Rauði kross Íslands hefur einnig opnað
söfnunarsímann 904-1500, sem er opinn þeim
sem vilja styðja hjálparstarf Rauða krossins í
austanverðri Afríku. Þeir sem hringja í símann
gefa þar með 1.500 krónur, sem eru dregnar af
næsta símreikningi.
Neyðarsafnanir
PETRÍNA
ÁSGEIRSDÓTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
22°
24°
21°
24°
18°
21°
20°
25°
21°
28°
32°
32°
19°
19°
21°
23°Á MORGUN
Hæg N-læg eða breytileg
átt, hvassara V-til.
FIMMTUDAGUR
Hæg V-læg eða breyti-
leg átt, hvassara SV-til.
12
12
15
10
10
7
11
9
12
12
9
2
4
4 3
2
3
3
2
2
2
2
10
13
11
10
12 13
12
1311
14
HÆGVIÐRI Bjart
sunnan til á
landinu í dag
en fer að rigna
í kvöld og nótt.
Stöku síðdegis-
skúrir vestan til en
nokkuð bjart þar á
morgun. Þoku-
bakkar við norður-
og austurströndina
en snýr í vestanátt
á fi mmtudag og þá
hlýnar á norðaust-
urhluta landsins.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
Í BIÐRÖÐ EFTIR AÐSTOÐ Konur frá Sómalíu með
ungbörn bíða aðstoðar í flóttamannabúðum í
Mógadisjú í Sómalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MATTHÍAS
IMSLAND
BRUNI Ekki verður hægt að endur-
vinna dekk á athafnasvæði
Hringrásar fyrr en eftir tvær til
þrjár vikur þar sem tætari sem
notaður er til verksins eyðilagðist
í brunanum.
Nýr tætari hefur verið pant-
aður og kemur til landsins eftir
tvær til þrjár vikur segir Sig-
urður Arnljótsson, fjármála-
stjóri Hringrásar. Tækið kostar
tugi milljóna, en tryggingar bæta
tjónið segir Sigurður.
Starfsemi Hringrásar hefur
að öðru leyti lítið raskast vegna
brunans aðfaranótt 12. júlí. Lög-
regla rannsakar enn eldsupptök,
en samkvæmt frétt RÚV í gær
benda engar upplýsingar til þess
að kveikt hafi verið í. - bj
Óvíst hvenær rannsókn lýkur:
Vinnsla á dekkj-
um liggur niðri
HRINGRÁS Lögregla rannsakar elds-
upptök á athafnasvæði Hringrásar við
Klettagarða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GENGIÐ 18. JÚLÍ.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,4895
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
117,88 118,44
189,41 190,33
165,35 166,27
22,171 22,301
21,075 21,199
17,891 17,995
1,4897 1,4985
186,72 187,84
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
nn er lífleg og skemmti eglisaKe ri
af fiskbúð og veitingastaðandbl a
k á ferðinni. Keisarinn er í ir fófyr l
garði 11. Opnunartími eraandGr
10 alla daga.10frá -
30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
í krafti fjöldans
1.390 kr. GILDIR 24 TÍMA
3.024 kr. 54% 1.634 kr.P
IP
A
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•