Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. júlí 2011 11 Miðsvæðis í Flórída er Orlando, sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn og fullorðna. Njóttu þess að flatmaga í sólinni við sundlaugina, farðu á ströndina eða skelltu þér með fjölskyldunni í næsta skemmtigarð. Í Orlando er ævintýralegt úrval afþreyingar og hægt að velja úr fjölda frábærra veitingastaða auk þess sem alltaf má stytta sér stundir í einhverjum hinna 350 verslana og verslunarmiðstöðva á svæðinu. Punktaðu niður ferðalagið Hægt er að nýta 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna inneign upp í pakkaferð til allra áfangastaða Icelandair. + Bókaðu á www.icelandair.is ORLANDO FRÁ 16. SEPTEMBER 2011 TIL 18. MAÍ 2012 VERÐ FRÁ 84.300* KR. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ * Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og gisting. AFGANISTAN, AP David Petraeus hers- höfðingi lét af störfum í gær sem yfir- maður fjölþjóðaliðsins í Afganistan. Við stöðu hans tekur John Allen. Petraeus tekur hins vegar við stöðu yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Stefna Petraeus hefur sætt sívaxandi gagnrýni. Árásir uppreisnarmanna hafa haldið áfram, þó að talsmenn her- liðsins haldi því fram að þær væru mun tíðari hefði stefnunni ekki verið fylgt. Tveir háttsettir samherjar Hamids Karzai, forseta Afganistans, hafa verið myrtir á síðustu dögum, annar þeirra var hálfbróðir Karzais. Þrír liðsmenn fjölþjóðaliðsins féllu í sprengjuárás í gær og hafa þá 37 liðs- menn verið felldir í þessum mánuði. Afganskar sveitir taka nú í ríkari mæli við hlutverki fjölþjóðlegu sveit- anna og Bandaríkin hafa hafið brott- flutning á tæplega þriðjungi af þeim 100 þúsund sveitum sem eru í landinu. Petraeus sagði í kveðjuræðu sinni að þrátt fyrir árangur að undanförnu, sérstaklega í suðurhluta landsins, væri mikil barátta fram undan. „Þrátt fyrir að árangur hafi náðst með harðfylgi síðasta árið og við höld- um áfram valdaskiptunum ættum við ekki að velkjast í vafa um þá erfiðleika sem fram undan eru.“ - kóp Yfirgefur Afganistan í skugga gagnrýni á stefnu fjölþjóðaliðsins: Petraeus lætur af störfum í Afganistan KVEÐUR AFGANISTAN Petraeus tekur við sem yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. Hér er hann ásamt Hamid Karzai, forseta Afganistans, við kveðjuathöfnina. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Rúmlega 90 pró- sent Evrópubúa segja umhverfið verða æ mikilvægara fyrir sig. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lét gera. Bágt efnahags- ástand virðist ekki hafa dregið úr áhuga á umhverfisvernd og 89 prósent aðspurðra vilja láta setja meira fé í málaflokkinn. Í frétt á heimasíðu umhverfis- ráðuneytisins segir að mikill meirihluti Evrópubúa sé sam- mála því að betri nýting nátt- úruauðlinda og aukin umhverfis- vernd geti örvað hagvöxt innan sambandsins. Tveir af hverjum þremur í könnuninni flokkuðu sorp heimavið og yfir helmingur reyndi að draga úr orkunotkun. - kóp Umhverfisáhugi í kreppunni: Umhverfið æ mikilvægara Spái saman í fjármögnun Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði fram fyrirspurn í bæjarráði um það hvernig fjármagna eigi reiðskemmu sem ráðið sam- þykkti að byggja á Kjóavöllum. Guð- ríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, svaraði að þau ættu að finna sam- eiginlega út úr því þar sem samningur um málið hafi verið gerður þegar Gunnar var í meirihluta í bæjarstjórn. KÓPAVOGUR Stálþil boðið út Auglýst hefur verið útboð á rekstri og frágangi stálþils við Hólmavík. Um er að ræða 123 metra langt stálþil utan um núverandi bryggjuhaus. Tilboð verða opnuð 28. júlí en verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 2012. HÓLMAVÍK VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka. Verðið fór í 1.600 dollara á úns- una í framvirkum viðskiptum í gærmorgun og hefur aldrei verið hærra. Það eru skuldakreppan í Evrópu og deilur um skuldaþak hins opin- bera í Bandaríkjunum sem valda þessum hækkunum á gulli. Gull hefur löngum þótt örugg höfn fyrir fjárfesta þegar gefur á bát- inn á fjármálamörkuðum heims- ins. Búist er við því að verð á gulli haldi áfram að hækka. Fjárfestar kaupa gull: Verð á gulli hækkar enn SAMGÖNGUMÁL Fimm þúsundum fleiri gengu um Laugaveg við Skólavörðustíg 12. júlí en um mánuði fyrr. Þetta kemur fram í talningum á vegum Reykjavíkur- borgar. Í byrjun júní voru vegfarendur um níu þúsund dag hvern. Talið var á ný 12. júlí en þá gengu tæp- lega fjórtán þúsund manns um Laugaveginn við Skólavörðustíg. Mælingar staðfesta einnig að fleiri stíga inn í flestar verslanir við göngugötuna en áður. Fundað var með fulltrúum kaupmanna í síðustu viku og ríkti almenn ánægja með tilraunina meðal þeirra. - þeb Mælingar á göngugötu: Fleiri ganga um Laugaveginn LEIKIÐ Á LAUGAVEGI Verslunareigendur á Laugavegi eru ánægðir með göngu- götuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.