Fréttablaðið - 19.07.2011, Síða 10
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR10
FRÉTTASKÝRING: HVAR ERU ÖLL FJÁRFESTINGAVERKEFNIN STÖDD?
Lítið hefur enn orðið af
þeim stórframkvæmdum
sem boðaðar voru í stöðug-
leikasáttmála ríkisstjórnar-
innar og aðila vinnu-
markaðarins árið 2009.
Framkvæmdir við nokkur
verkefni gætu þó hafist á
næstunni.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
hafa margoft lýst því yfir að nauð-
synlegt sé að auka fjárfestingu hér
á landi með það fyrir augum að
auka hagvöxt. Síðast í tengslum við
gerð kjarasamninga í vor.
Fjárfesting var einungis 13 pró-
sent af landsframleiðslu hér á landi
á síðasta ári en þetta hlutfall hefur
aldrei verið lægra. Þá var fjárfest-
ing 14,1 prósent árið 2009. Ríkis-
stjórnin hefur sett fram markmið
um að auka þetta hlutfall í 18 til 20
prósent. Það myndi þýða að fjárfest-
ing ykist úr 200 milljörðum króna í
275 til 350 milljarða á ári.
Skrifað var undir stöðugleika-
sáttmálann svokallaða þann 25.
júní árið 2009 en Samtök atvinnu-
lífins sögðu sig síðar frá honum. Í
sáttmálanum var vísað í minnisblað
vegna verklegra framkvæmda. Þar
má finna lista yfir framkvæmdir
sem vonir voru bundnar við að gætu
brátt hafist hér á landi. Var fram-
kvæmdunum skipt í þrjá flokka;
framkvæmdir sem þegar lágu fyrir,
orkutengd verkefni á teikniborðinu
og mögulegar einkaframkvæmdir.
Af ellefu sértækum orkutengdum
verkefnum sem sögð voru á teikni-
borðinu árið 2009 hefur einungis
eitt orðið að veruleika; gagnaverið
Thor Data Center sem hóf rekstur
í fyrra. Hætt hefur verið við sum
verkefni en framhald annarra er í
mikilli óvissu. Einu framkvæmd-
irnar sem komnar eru á útboðsstig
eru jarðvarmavirkjanir Landsvirkj-
unar við Bjarnarflag og á Þeista-
reykjum.
Af sex sérstaklega tilgreindum
framkvæmdum sem þóttu þegar
liggja fyrir er einni svo gott sem
lokið; tónlistarhúsinu Hörpu. Tvær
eru í fullum gangi; stækkun álvers-
ins í Straumsvík og Búðarhálsvirkj-
un. Þá eru framkvæmdir við álver
í Helguvík hafnar en framhald
þeirra óvíst auk þess sem lítið er
að frétta af orkuveri vegna álvers-
ins. Loks er lítið að frétta af fyrir-
huguðu gagnaveri Verne Holding
á Suðurnesjum en verkefnið er þó
enn á lífi.
Lítið orðið af orkutengdum fram-
kvæmdum
Ellefu sértækar orkutengdar
framkvæmdir voru sagðar á
teikniborðinu í minnisblaðinu
sem fylgdi stöðugleikasáttmál-
anum. Eins og áður sagði er eitt
verkefni orðið að veruleika og
tvö á útboðsstigi. Ekkert hinna
hefur beinlínis verið blásið af þótt
margir telji ólíklegt að álver rísi á
Bakka úr þessu. Það verkefnanna
sem komið er lengst er Kísilver í
Helguvík en óvissa um fjármögn-
un þess hefur komið í veg fyrir að
framkvæmdir gætu hafist eins og
stefnt var að í sumar.
Lengi leit út fyrir að stórt Kísil-
ver yrði reist í Ölfusi en það verk-
efni er nú í dvala þar sem ekki hefur
tekist að tryggja verinu aðgengi að
orku. Hugmyndir um koltrefjaverk-
smiðju á Norðurlandi vestra hafa
ekki komist af hugmyndastigi auk
þess sem lítið er að frétta af fram-
leiðsluaukningu sem fyrirhuguð var
á Grundartanga.
Þá er enn vilji fyrir því hjá fyrir-
tækinu Greenstone að reisa gagna-
ver við Blönduós. Fjárfestarnir að
baki verkefninu eru þó áhyggju-
fullir um horfur í efnahagsmálum
beggja vegna Atlantshafsins og því
smeykir við að leggja í nýfjárfest-
ingar, segir Sveinn Óskar Sigurðs-
son, talsmaður Greenstone. Þá segir
Sveinn stjórnvöld hafa staðið sig vel
í því að aflétta hömlum sem hefðu
getað staðið í vegi fyrir verkefninu.
Ekki eru þó öll verkefnin í bið-
stöðu. Hugmyndir um pappírs-
verksmiðju á Hellisheiði eru enn
í fullum undirbúningi og að sögn
Þórðar Kárasonar, framkvæmda-
stjóra Papco, vonast menn þar á bæ
eftir því að geta tilkynnt um upphaf
framkvæmda í haust.
Þá bárust fréttir af því fyrr á
árinu að þýska fyrirtækið PCC
hefði sýnt því áhuga að reisa kís-
ilver á Bakka. Verkefnið er enn á
viðræðustigi.
Ekkert orðið af einkaframkvæmd-
um
Í stöðugleikasáttmálanum var kveð-
ið á um að stjórnvöld skyldu ganga
til viðræðna við lífeyrissjóðina og
fleiri aðila um fjármögnun stórra
framkvæmda. Var þar til að mynda
horft til hátæknisjúkrahúss, tvö-
földunar Suðurlands- og Vestur-
landsvegar, Vaðlaheiðarganga og
Sundabrautar. Skemmst er frá því
að segja að ekkert hefur orðið af
þátttöku lífeyrissjóðanna eða ann-
arra aðila í fjármögnum þessara
framkvæmda.
Af þeim verkefnum sem talin
voru upp í minnisblaðinu sem
fylgdi stöðugleikasáttmálanum
eru einungis hafnar framkvæmdir
við tvöföldun Suðurlandsvegar. En
þó ekki nema við fyrsta áfangann.
Þá eru Vaðlaheiðargöng í útboðs-
ferli og nýtt Hátæknisjúkrahús í
skipulagsferli.
Loks er áætluð fimm milljarða
króna fjárfesting í nýjum hjúkr-
unarheimilum sem ekki var kveð-
ið á um í minnisblaðinu með stöð-
ugleikasáttmálanum. Minnst er á
hjúkrunarheimilin auk nýs fangels-
is og framhaldsskóla í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar við gerð kjara-
samninga frá því í vor. Fyrirhugað
er að fangelsið og framhaldsskólinn
fari í útboð á næstunni.
Þá er stefnt að frekari fram-
kvæmdum við skóla- og fræðabygg-
ingar, til að mynda við byggingu
fyrir Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur.
Lítið orðið af stórframkvæmdum
ÁLVER Í HELGUVÍK Framkvæmdir við álver í Helguvík voru í hópi þeirra verkefna sem talið var að væru komin einna lengst þegar
skrifað var undir stöðugleikasáttmálann. Síðan hefur gengið hægt að koma framkvæmdum almennilega af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■ Ríkisstjórnin mun greiða
götu þegar ákveðinna stór-
framkvæmda sbr. þjóðhags-
áætlun, s.s. framkvæmda vegna
álvera í Helguvík og Straumsvík.
Undirbúningsvinnu verði hraðað
vegna áforma sem tengjast
fjárfestingu í meðalstórum
iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum
og kísilflöguframleiðslu. Kapp-
kostað verður að engar hindr-
anir verði af hálfu stjórnvalda í
vegi slíkra framkvæmda eftir 1.
nóvember 2009.
■ Einnig verði unnið skipulega
að úrvinnslu áforma um aðrar
stórfjárfestingar í atvinnulífinu
þannig að taka megi ákvarð-
anir sem fyrst um hugsanlegan
framgang þeirra.
■ Ríkisstjórnin gangi til samstarfs
við lífeyrissjóði um að þeir
fjármagni stórar framkvæmdir
sbr. minnisblað vegna verklegra
framkvæmda dags. 16.06.2009
o.fl. með sérstakri fjármögnun.
Stefnt skal að því að viðræðum
ríkisstjórnar og lífeyrissjóða
verði lokið fyrir 1. september
2009.
Úr stöðugleika-
sáttmálanum
■ Við blasir að fjárfesting hefur verið of lítil á undanförnum árum og
aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf hljóta að beinast að því að
auka arðbæra fjárfestingu hér á landi. Á síðasta ári var fjárfesting undir
200 milljörðum króna eða 13% af landsframleiðslu og hefur þetta hlutfall
aldrei verið lægra. Það er markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins
að þetta hlutfall fari stighækkandi og verði ekki lægra en 20% í lok samn-
ingstímans en það jafngildir því að fjárfesting verði ekki lægri en 350 ma.
kr. á ári. Þessum ásetningi verður gerð nánari skil í hagvaxtar- og fjár-
festingaráætlun, sem tekur mið að þeim áætlunum sem getið er í fyrsta
kafla þessarar yfirlýsingar og munu liggja fyrir eigi síðar en í maí.
■ Stjórnvöld munu auka opinberar fjárfestingar. Svigrúm til þeirra tak-
markast þó annars vegar af markmiðum um jöfnuð í ríkisfjármálum, auk
þess sem rétt er að takmarka umfang skuldbindinga sem ríkissjóður ber
kostnað af en fjármagnaðar eru af öðrum.
Úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga
Staða framkvæmda sem minnst var í
stöðugleikasáttmála
FRAMKVÆMD STAÐA
FRAMKVÆMDIR SEM ÞÓTTU LIGGJA FYRIR ÁRIÐ 2009
Álver í Helguvík Framkvæmdir hafnar en framhaldið óvíst
Stækkun álvers í Straumsvík Framkvæmdir í fullum gangi
Búðarhálsvirkjun Framkvæmdir í fullum gangi
Gagnaver Verne Holding Framkvæmdir í biðstöðu
Tónlistarhúsið Harpa Framkvæmdum svo gott sem lokið
Orkuver vegna álvers í Helguvík Ekki farið af stað
ORKUTENGDAR FRAMKVÆMDIR Á TEIKNIBORÐINU ÁRIÐ 2009
Álver á Bakka Óvíst hvort af verður
Þrjú ólík orkuver Tvær jarðvarmavirkjanir eru í útboðsferli hjá
Landsvirkjun
Gagnaver við Blönduós Ótti fyrirtækisins Greenstone við horfur í
efnahagsmálum heimsins stendur í vegi fyrir
framkvæmdum
Gagnaverið Thor Data Center Framkvæmdum lokið og rekstur hófst árið 2010
Kísilver í Ölfusi Verkefnið í dvala þar sem ekki hefur tekist
að tryggja orku fyrir starfsemina
Kísilver í Helguvík Óvissa um fjármögnun stendur í vegi fyrir því að
framkvæmdir hefjist
Framleiðsluaukning á Grundartanga Ekki farið af stað
Koltrefjaverksmiðja á Norðausturlandi Enn á viðræðustigi
Pappírsverksmiðja Í undirbúningi, framkvæmdir gætu hafist 2012
MÖGULEGAR EINKAFRAMKVÆMDIR
Hátæknisjúkrahús Opinber framkvæmd - í skipulagsferli
Vaðlaheiðargöng Opinber framkvæmd - í útboðsferli
Tvöföldun Suðurlandsbrautar Opinber framkvæmd - hafin að hluta
Sundabraut Ekki farið af stað
Tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi Ekki farið af stað
Samgöngumiðstöð í Reykjavík Verkefni blásið af en stefnt að annars konar og
umfangsminni framkvæmdum við Reykjavíkur
flugvöll
AÐRAR FRAMKVÆMDIR
Kísilver á Bakka Á viðræðustigi
Fangelsi á Hólmsheiði Í undirbúningi
Nýr framhaldsskóli Í undirbúningi
Bygging hjúkrunarheimila Í undirbúningi
Yfirréttur Írlands
VARÐANDI IRISH NATIONWIDE
BUILDING SOCIETY („INBS“) og
VARÐANDI (STÖÐUGLEIKA) LÖG
UM LÁNASTOFNANIR, 2010
framkvæmdi Yfirréttur Írlands hinn
1sta dag júlímánaðar 2011
yfirfærslutilskipun samkvæmt 34. kafla
laganna með eftirfarandi skilmálum:
Yfirfærir eignir og skuldbindingar INBS eins og kemur fram í
tilgreindri tilskipun tafarlaust til Anglo-Irish Bank Corporation
Limited, lánastofnunar með starfsleyfi í Írlandi. Rétturinn tilkynnti
inter alia að yfirfærslutilskipunin og sérhver hluti hennar sé
ráðstafanir til endurskipulagningar til að uppfylla tilskipun nr.
2001/24/EC frá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu hinn 4. apríl 2001.
Samkvæmt kafla 36 í lögunum er hægt að leggja fram umsókn um
að víkja til hliðar yfirfærslutilskipun að uppfylltum skilyrðum sem
sett eru fram þar til Yfirréttar Írlands, Four Courts, Inns Quay,
Dublin 7, Írlandi, ekki síðar en 5 virkum dögum eftir útgáfu
yfirfærslutilskipunarinnar. Samkvæmt kafla 64 (2) í lögunum, er
ekki hægt að áfrýja yfirfærslutilskipuninni til Hæstaréttar án
samþykkis Yfirréttar.
Eintök af yfirfærslutilskipuninni er fáanleg frá aðalskrifstofu
Yfirréttar með tölvupósti til: listroomhighcourt@courts.ie
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is