Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 6
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. TRÚMÁL Tuttugu til þrjátíu guð- fræðingar með embættispróf hafa áhuga á að gerast prestar en sjá ekki fram á að fá embætti. Þetta segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands. „ Þ a ð e r u engar nýráðn- ingar vegna þess að störf- unum er ekki fjölgað og fáir þora að færa sig til. Eins og staðan er nú sér maður fram á að það losni kannski fimm embætti eftir fimm ár.“ Steinunn Arn- þrúður Björns- dóttir, verk- efnisstjóri á þjónustusviði á Bi sk u p s - stofu, segir enga stöðu hafa verið auglýsta hjá Þjóðkirkj- unni síðan í febrúar 2010. Á sama tíma hefur verið niðurskurður hjá kirkj- unni. „Í kjölfar hrunsins hafa sjö prestsstöður verið lagðar niður á undanförnum tveimur árum, þar af þrjár erlendis.“ Að sögn Steinunnar Arnþrúðar voru tveir guðfræðingar vígð- ir til prestsþjónustu í Þjóðkirkj- unni árið 2009 og einn árið 2010. Fjórir hafa verið vígðir það sem af er þessu ári, þar af voru þrír vígðir til embættis í Noregi. „Mér er kunnugt um að sex prestar séu núna ráðnir í störf í Noregi. Að auki starfar einn hjá biskupa- kirkjunni á Írlandi og einn er á förum til starfa í kirkju í Strass- borg í Frakklandi,“ greinir hún frá. Starfsmannastjóri Niðaróss- biskupsdæmis kynnti í Íslands- ferð sinni síðastliðið haust starfs- aðstæður í Noregi en þar er skortur á prestum. Guðbjörg segir presta á Íslandi sjá fram á enn frekari fækkun embætta. „Við teljum því miður að þetta sé bara að byrja. Hallinn er það mikill. Úrsagnir úr Þjóð- kirkjunni hafa líka áhrif. Það er hins vegar ánægjulegt að finna að íslenskir prestar skuli vera eftir- sóttir starfskraftar í Noregi þótt ég eigi ekki von á einhverri bylgju presta héðan. En það má kannski segja að 10 manns séu bylgja í stétt sem telur um 160 manns.“ Erfitt fór að verða fyrir guð- fræðinga með embættispróf að fá brauð á seinni hluta tíunda ára- tugar síðustu aldar, að því er Guð- björg greinir frá. „Það var byrjað að þrengjast þegar ég útskrifaðist 1996. Fyrir 25 árum var fólk hins vegar iðulega búið að fá starf áður en það útskrifaðist.“ Guðbjörg bendir á að Norðmenn bjóði gríðarlega góð starfskjör auk þess sem umsóknarferlið sé miklu einfaldara en hér á landi. „Það er þess vegna ekki undarlegt að Noregur heilli.“ ibs@frettabladid.is Engin prestsstaða auglýst í rúmt ár 20 til 30 guðfræðingar með embættispróf vilja verða prestar en fá ekki brauð hér á landi. Sjö prestsstöður hafa verið lagðar niður undanfarin tvö ár. Presta- skortur er í Norður-Noregi og íslenskir prestar hafa verið ráðnir til sókna þar. STEINUNN ARN- ÞRÚÐUR BJÖRNS- DÓTTIR GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR LÖGREGLA Bifhjólamaður var mældur á 237 kílómetra hraða á Garðsvegi á Suðurnesjum í gær- morgun. Fyrst mældist hann á heldur minni hraða en þegar hann varð lögreglubílsins var jók hann hraðann og var kominn upp í 237 kílómetra þegar þeir mætt- ust og var þá enn að auka hrað- ann. Hann fannst ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Í gær hugðist lög- reglan skoða upptökur úr nýrri hraðamyndavél á Garðsveginum til þess að athuga hvort hún gæti borið kennsl á ökufantinn. Ökuníðingur á Suðurnesjum: Mældur á ofsa- hraða á bifhjóli Í DÓMKIRKJUNNI Á prestastefnu í maí síðastliðnum var kastljósinu beint að umhverfi kirkjunnar, stöðu hennar og þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ /VALLI STJÓRNLAGARÁÐ Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá eru nær fullmótaðar og stefnir ráðið á að skila Alþingi tillögu sinni fyrir lok júlí. Fjöl- margar breytingar á núgildandi stjórnarskrá eru lagðar til í drögunum. Drögin geta enn tekið breytingum þar til þeim verður skilað, segir Salvör Nordal, formaður stjórn- lagaráðs. „Það eru komnar fram talsvert margar breyt- ingartillögur sem við munum ræða, og væntanlega verða greidd atkvæði um flestar tillögurnar,“ segir Salvör. Stjórnlagaráð á að gera tillögu um meðferð máls- ins hjá Alþingi, en Salvör segir því ólokið. Þær til- lögur verði kynntar þegar verki stjórnlagaráðs ljúki 29. júlí. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir því að ráðherrar víki af þingi og varamenn komi í þeirra stað. Þá er gert ráð fyrir að hver einstaklingur geti bara gegnt hverju ráðherraembætti í átta ár. Stjórnlagaráð vill einnig að forseti Íslands sitji í mesta lagi í þrjú fjögurra ára kjörtímabil og að forseti Alþingis verði hans eini staðgengill. Þá vill ráðið ný ákvæði um náttúru- og auðlindamál. Í drögunum eru 111 greinar, en í núgildandi stjórnarskrá eru þær 80 talsins. Stjórnlagaráð á eftir að taka tvær umræður um drögin áður en þeim verður skilað. - bj Stjórnlagaráð leggur til ýmsar breytingar í drögum að nýrri stjórnarskrá: Munu skila fyrir lok mánaðar TILLÖGUR Stjórnlagaráðsmenn munu ræða breytingartillögur við drög að nýrri stjórnarskrá á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRUNI Rýma þurfti hluta Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á öðrum tímanum í gær eftir að eldur kom upp í rafmagnsofni fyrir ofan veitingastaðinn Nord á annarri hæð flugstöðvarinnar. Um 40 farþegar og 60 starfs- menn voru í byggingunni þegar brunaviðvörunarkerfið fór í gang, segir Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúi Isavia, sem sér um rekstur flugstöðvarinnar. Vel gekk að slökkva eldinn og var starfsfólki og farþegum hleypt aftur inn eftir að rýmið hafði verið reykræst. Lítið tjón varð af völdum eldsins, og engar tafir urðu á flugi. - bj Eldur laus í ofni í Leifsstöð: Hluti flugstöðv- arinnar rýmdur HEILBRIGÐISMÁL Persónuvernd segist að svo stöddu ekki geta samþykkt umsókn um aðgang að gögnum um yfir tuttugu þús- und einstaklinga sem fengið hafa áfengismeðferð SÁÁ á Vogi frá árinu 1980. Um er að ræða verkefni tveggja háskólanema í umsjón starfs- manns á rannsóknarstöð í heil- brigðisfræði. „Í umræddum sjúkraskrám Vogs eru viðkvæmar persónuupplýsingar um alla sem leituðu þangað á árabilinu 1980 til og með 2009, rúmlega 20 þúsund manns. Af hálfu umsækjenda hefur komið fram að hvorki sé fyrirhugað að leita eftir samþykki þeirra sem eru á lífi né fræða þá um vinnsluna,“ segir í umfjöllun Persónuverndar. Tilgangur rannsóknarinnar er sagður tvíþættur: annars vegar að lýsa fjölda og auðkennum þeirra sem voru á Vogi með tilliti til ald- urs, kyns, komuástæðu og sjúk- dómsgreiningar og hins vegar að bera saman dánartíðni þessa hóps við dánartíðni almennt í þjóðfélaginu. Sjúkrahúsið á Vogi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við rannsóknina. Það sama gildir um Hagstofu Íslands og vísindasiða- nefnd. Persónuvernd segir hins vegar að öryggislýsingu í umsókn- inni sé áfátt. Meta þurfi hvort unnt sé að svara rannsóknarspurning- unni án þess að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum til óviðkom- andi aðila. „Þegar það mat ligg- ur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort skilyrði séu til að veita leyfi,“ segir Persónuvernd. - gar Fá ekki aðgang að gögnum tuttugu þúsund skjólstæðinga SÁÁ frá árinu 1980: Telja öryggisbrest í áfengisrannsókn VOGUR Óskað er eftir upplýsingum um tuttugu þúsund skjólstæðinga í áfengis- meðferð SÁÁ vegna nemendaverkefnis. Hefurðu ferðast innanlands í sumar? JÁ 58,1% NEI 41,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að sekta eigi fólk fyrir að ganga illa um í höfuð- borginni? Segðu þína skoðun á Vísir.is. LEIFSSTÖÐ Lítið tjón varð af völdum eldsins og engar tafir urðu á flugi. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði hefur nú í vörslu merktan riffil og skot sem voru meðal farangurs og varnings sem fluttur var frá Ísafirði til Hornvíkur. Þar vitjaði enginn vopnabúnaðarins svo Jón Björnsson, landvörður á Horn- ströndum, hafði samband við lög- regluna sem bað hann að senda riffilinn og skotin aftur til Ísa- fjarðar. Lögreglan segir að málið sé í rannsókn og að eigandinn sé ekki fundinn. Á Bæjarins besta er haft eftir Jóni að byssufundurinn hafi vakið upp getgátur og hugleiðingar um vopnaða hópa í friðlandinu og afleiðingar þess. - jse Lögreglan á Ísafirði: Dularfullur byssufundur VÍSINDI Nútímamenn blönduðust að einhverju leyti Neanderdals- mönnum í Evrópu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á genamengi nútímamannsins. Í genamengi fólks sem upp- runnið er utan Afríku má finna leifar af erfðaefni Neanderdals- manna. Slíkar leifar finnast ekki í erfðaefni þeirra sem upprunnir eru í Afríku. Neanderdalsmenn voru frum- menn sem komu til Evrópu frá Afríku fyrir 400 til 800 þúsund árum og dóu út fyrir um 30 þús- und árum. Nútímamaðurinn kom til Evrópu frá Afríku fyrir 50 til 80 þúsund árum. - bj Blönduðust frummönnum: Genin blönduð- ust utan Afríku Afhenti trúnaðarbréf Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París, afhenti í gær Giorgio Napolit- ano, forseta Ítalíu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Ítalíu. Þau ræddu á fundi sínum um umsókn Íslands að Evrópusambandinu og um áhuga á auknu samstarfi ríkjanna. UTANRÍKISMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.