Fréttablaðið - 19.07.2011, Page 34

Fréttablaðið - 19.07.2011, Page 34
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is LANDSLIÐSKONURNAR Þórey Rut Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir munu spila saman með Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta næsta vetur en Þórey lék með þýska liðinu VFL Oldenburg síðasta vetur. „Við höfum fylgst með Þóreyju en hingað til hentaði það ekki vegna menntunar hennar. Nú gengur þetta vel upp, við höfum opið pláss á hægri vængnum og svo skrifaði kærastinn hennar [Einar Ingi Hrafnsson] undir hjá Mors Thy,“ sagði Niels Agasen þjálfari Tvis Holstebro. Pepsi-deild karla Þór-Keflavík 2-1 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (12.), 1-1 Ármann Pétur Ævarsson (26.), 2-1 Jóhann Hannesson (87.). Tölfræðin verður birt í blaðinu á morgun. STAÐAN Í DEILDINNI KR 10 7 3 0 21-7 24 Valur 11 7 2 2 16-6 23 ÍBV 10 6 1 3 14-9 19 Stjarnan 11 5 3 3 20-17 18 FH 11 4 4 3 23-16 16 Breiðablik 11 4 3 4 20-20 15 Fylkir 11 4 3 4 16-20 15 Keflavík 11 4 2 5 14-15 14 Grindavík 11 3 2 6 14-22 11 Þór 11 3 2 6 11-22 11 Víkingur R. 11 1 4 6 8-15 7 Fram 11 1 3 7 7-15 6 Pepsi-deild kvenna Þróttur-Breiðablik 0-1 0-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (51.) STAÐAN Í DEILDINNI Stjarnan 9 8 0 1 25-6 24 Valur 9 7 1 1 23-8 22 ÍBV 10 6 2 2 18-5 20 Þór/KA 10 6 1 3 20-21 19 Fylkir 9 5 1 3 14-12 16 Breiðablik 10 4 1 5 16-18 13 KR 9 1 4 4 7-11 7 Þróttur R. 10 1 3 6 11-21 6 Afturelding 9 1 2 6 7-23 5 Grindavík 9 0 1 8 8-24 1 Leikir í kvöld: Grindavík-Valur, KR-Afturelding og Fylkir-Stjarnan (hefjast allir klukkan 19.15) ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er búin að klæða sig í takkaskóna að nýju eftir að hafa eignast Steinar Karl fyrir aðeins þremur mánuðum. Harpa ákvað að snúa aftur heim í Stjörnuna en hún hefur verið í Breiðabliki síðustu þrjú sumur. „Ég er að reyna að koma mér í gang. Það gekk allt mjög vel hjá mér, meðgangan gekk ótrúlega vel og fæðingin ótrúlega vel líka. Maður finnur það mikið sjálfur hvað maður treystir sér í,“ segir Harpa. „Ég á góða fjölskyldu að sem er tilbúin að vera á hliðarlínunni hjá mér,“ segir Harpa og fótboltinn freistar. „Ég get ekki verið frá fótboltanum því þetta er bara fíkn,“ segir Harpa. Sambýlismaður Hörpu er Jóhannes Karl Sigsteinsson, fyrrum þjálfari Blikastúlkna, sem var látinn fara frá Breiðabliki á dögunum. w„Það hafði áhrif en var ekki úrslitavaldur,“ segir Harpa sem valdi á milli Breiðabliks og Stjörnunnar. „Það er gott að vera komin aftur heim. Þegar Láki hafði samband þá fannst mér það strax freistandi og ef hann heldur að ég geti hjálpað til í toppbaráttunni þá er það mjög spennandi,“ segir Harpa en hún lék 84 leiki með Stjörnunni frá 2002 til 2007. - óój Harpa aftur heim í Stjörnuna: Fótboltinn er bara fíkn ÞRIGGJA MÁNAÐA „Hann er voða vær og góður og það hjálpar líka,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Steinar Karl son sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Bakvörðurinn Emil Þór Jóhannsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við KR. Emil hefur verið lykilmaður í liði Snæfells undanfarin tvö tímabil. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, er ánægður með viðbótina. Hann segir að Emil geti fyllt í skarð Pavels Ermolinskij í varnarleiknum og geti enn bætt sig mikið sóknarlega. „Það er mjög gott að fá Emil inn. Þetta verður svolítið púsluspil hjá okkur. Við misstum að mínu mati þrjá bestu bakverði deildarinnar í fyrra. Þeirra hæfileikar og eiginleikar skópu okkar leikstíl. Það má búast við því að KR verði að finna sinn stíl fram eftir tímabili,“ segir Hrafn. KR gekk nýlega frá samningi við Bandaríkjamanninn DeWayne Reed og Hrafn segir að félagið muni bæta við sig Bandaríkjamanni. - ktd Hrafn Kristjánsson þjálfari KR: KR leitar að nýjum leikstíl VELKOMINN Í KR Hrafn og Emil við undirritunina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen fékk sannkallaðar stórstjörnu- móttökur á flugvellinum í Aþenu í gær þegar hann kom til Grikk- lands. Hann mun að öllum lík- indum skrifa undir samning við AEK í dag. Um tvö þúsund manns tóku á móti honum á flugvellinum þar sem fólkið söng sigursöngva, hyllti nýju hetjuna sína og kallaði: „Guðjohnsen, Guðjohnsen.“ Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, flaug með Eiði Smára og föður hans, Arnóri Guðjohnsen, til Grikklands í gær. „Við vorum bara að koma hingað suður eftir og markmiðið er að hann fari í læknisskoðun á morgun [í dag] og ef allt gengur að óskum, sem ég á von á, þá á hann að skrifa undir eftir hádegi á morgun,“ sagði Arnar Grétarsson þegar Frétta- blaðið náði í hann í gærkvöldi. „Auðvitað eru þetta formsatriði en það þarf að klára þau. Maður hefur séð alls konar hluti koma upp en ég er ekki að búast við einu eða neinu. Ég vil ekki segja neitt fyrr en málin eru afgreidd og það er búið að skrifa undir,“ segir Arnar. „Ég á samt von á því að við göngum frá þessu um þrjú- leytið á okkar tíma eða um hádeg- isbilið á Íslandi,“ sagði Arnar sem átti alveg eins von á því að það yrði tekið á móti Eiði eins og þjóðhöfðingja. „Það er mjög mikill áhugi á komu Eiðs. Þetta eru alveg spes móttökur sem hann er búinn að fá enda átti ég líka von á því. Dreng- urinn er með mjög flottan feril og er frábær leikmaður. Þetta er því ekkert skrítið,“ segir Arnar en hann sá ekki á Eiði Smára að honum hefði brugðið eitthvað við móttökurnar. „Ég sat með Eiði í bílnum. Hann hefur örugglega einhvern tímann lent í einhverju álíka en kannski ekki alveg svona. Það er rosalegur áhugi á fótbolta hérna og Grikkirnir eru hálfklikkað- ir með þetta. Alltaf þegar koma einhver nöfn þá verður allt hálf- brjálað,“ sagði Arnar. - óój Arnar Grétarsson býst við að Eiður Smári Guðjohnsen skrifi undir samning við AEK í hádeginu: Fékk stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu TÍUNDA FÉLAGIÐ AEK verður tíunda atvinnumannfélagið sem Eiður Smári spilar fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/E.STEFÁN FÓTBOLTI Það sást langar leiðir að það var mikið undir á Víkings- velli í gær. Sendingar beggja liða rötuðu sjaldan á samherja og lítið um fallegt spil. Fallsætisliðin virt- ust bæði hafa farið með baráttuna eina að vopni í leikinn og þurfti dómari leiksins, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, að notast við flautu sína oftar en góðu hófi gegnir. Eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik komust Framarar yfir og var markið af klaufalegri gerð- inni. Magnús Þormar, markvörð- ur Víkinga, misreiknaði sendingu Arnar Gunnlaugssonar inn fyrir vörnina. Boltinn sveif yfir höfuð hans þar sem Steven Lennon var hársbreidd á undan varnarmanni Víkings í boltann. Fyrsta mark leiksins og draumabyrjun fyrir Skotann í hans fyrsta leik með Fram. „Þetta var fyrsti leikurinn minn síðan í apríl og gott að komast á blað. Varnarmaðurinn ýtti við mér og ég var næstum því búinn að klúðra færinu. En frábært að sjá boltann í netinu,“ sagði Lennon að leik loknum. Seinni hálfleikurinn hafði upp á svipað skemmtanagildi að bjóða og sá fyrri. Víkingar reyndu að pressa Framara en gekk lítið að skapa sér færi. Mikið um hálf- færi en dauðafæri af skornum skammti. Framarar héldu haus og nældu í stigin mikilvægu. Menn fóru óhræddir með haus- inn á undan í einvígi um boltann á Víkingsvelli í gær. Þrívegis í síð- ari hálfleiknum þurfti að stöðva leikinn vegna þess að höfuð skullu saman. „Menn eru tilbúnir að drepa fyrir þetta. Að fá fyrstu þrjú stig- in. Menn fórnuðu sér allir fyrir einn í þessum leik. Undir lokin var svolítil pressa á okkur en menn voru tilbúnir að henda sér fyrir þetta. Það sýnir karakterinn hjá okkur. Við gefum ekkert eftir,“ sagði Halldór Hermann Jónsson sem var einn þeirra sem fengu vænt höfuðhögg í leiknum. Kristinn Jóhannes Magnússon, miðjumaður Víkinga, fannst hans lið eiga meira skilið út úr leiknum. „Þetta var þannig leikur að þetta var bara barátta. Þetta átti ekkert að vera fallegasti fótbolti í heimi,“ sagði Kristinn. Framarar eru komnir einu stigi á eftir Víkingum í botnsæti deild- arinnar. „Þetta verður blóðugur bar- dagi það sem eftir er móts,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta virkaði kannski þunglamalegt. Við vorum aðeins á eftir í boltann Hetja strax í fyrsta leik Skotinn Steven Lennon tryggði Fram fyrsta deildarsigur sumarsins í sínum fyrsta leik í Frambúningnum þegar Fram vann 1-0 sigur í Víkinni í gærkvöldi. Fram var án sigurs í fyrstu tíu leikjum sínum og sigurinn var því langþráður. MIKILVÆGT SIGURMARK Besti maður vallarins, Halldór Hermann Jónsson, fagnar hér Skotanum Steven Lennon eftir að hann skoraði sigurmarkið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Jóhann Helgi Hannesson tryggði Þór mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík á Þórsvellinum í gær- kvöldi. Jóhann Helgi skoraði sigur- markið á 87. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Atla Sigurjóns- syni. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík í 1-0 strax á tólftu mínútu leiksins en Ármann Pétur Ævars- son jafnaði metin fjórtán mínútum síðar. „Ég var alls ekkert orðinn smeykur þótt þeir hafi verið yfir í baráttunni seinni part leiksins. Við höfum alltaf trú á að við gætum unnið þetta og héldum áfram að berjast og þá yfirleitt kemur sigur hérna heima,“ sagði Jóhann Helgi, hetja Þórsliðsins, og bætti við: „Maður verður að halda áfram að berjast og það var akkúrat það sem skilaði okkur sigurmarkinu í dag,“ sagði Jóhann. - jsj Jóhann Helgi hetja Þórsara: Baráttan skilaði sigurmarkinu MIKILVÆGUR SIGUR Þórsarar ætla ekki að gefa neitt eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VÍKINGUR 0-1 FRAM 0-1 Steven Lennon (43.) Víkingsvöllur, áhorf.:1544 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–13 (1–4) Varin skot Magnús 3 – Ögmundur 1 Horn 6–7 Aukaspyrnur fengnar 13–24 Rangstöður 1–2 Vikingur 4–3–3 Magnús Þormar 3 - Þorvaldur Sveinn Sveinsson 4, Gunnar Einarsson 6, Mark Rutgers 5, Sigurður Egill Lárusson 6 - Halldór Smári Sigurðsson 5 (74., Denis Abdulahi -), Kristinn Magnússon 4, Marteinn Briem 5 - Kjartan Dige Baldursson 3, Viktor Jónsson 4, Magnús Páll Gunnarsson 3 (74., Helgi Sigurðsson -) Fram 4–3–3 Ögmundur Kristinsson 6 - Almarr Ormarsson 5, Hlynur Atli Magnússon 4, Kristján Hauksson 5, Allan Lowing 5 - *Halldór Hermann Jónsson 7, (77., Hólmbert Aron Friðjónsson -), Jón Gunnar Eysteinsson 5, Arnar Gunnlaugsson 6 (61., Orri Gunnarsson 5) - Kristinn Ingi Halldórsson 5, Tómas Leifsson - (17., Andri Júlíusson 6), Steven Lennon 6 í fyrri hálfleik. Vorum að tapa seinni bolta. En við vorum skárri og grimmari í seinni hálfleik. Svekkjandi að fá þetta mark á sig en mér fannst við reyna að pressa þá á fullu og finna jöfnunarmarkið en það kom ekki,“ sagði Kristinn að lokum. kolbeinntd@365.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.