Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 14
14 19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Forkólfar Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) skrifuðu grein
í Fréttablaðið 12. júlí sl. þar sem
íslenska landbúnaðarkerfið, mat-
vælaverð og tollvernd var gert að
umtalsefni.
Ýmis kunnugleg stef er að finna
í greininni þar sem fullyrt er að
Íslendingar búi við eitt dýrasta
landbúnaðarkerfi í heimi og að
það sé til hagsbóta fyrir alla að
skera það upp. SVÞ telja að með
því að leyfa óheftan innflutning á
matvörum þá snarlækki matvæla-
verð á Íslandi. Þeirri fullyrðingu
hefur áður verið kastað fram með
misjöfnum rökstuðningi.
Greinarhöfundar eru djarfir að
fullyrða um hátt verð á landbún-
aðarvörum en í því ljósi er rétt að
skoða nýlega evrópska verðkönn-
un sem Hagstofa ESB (Eurostat)
sendi frá sér fyrir skemmstu. Þar
kemur fram að verð á matvöru á
Íslandi er einungis 13% yfir með-
altali 37 Evrópuríkja.
Í könnun Eurostat er gerður
samanburður á heimilisútgjöld-
um í 37 Evrópulöndum en hún
náði til ESB-landanna 27 og 10
annarra landa í Evrópu, þ.á.m.
Íslands. Meðalverð heildarinn-
kaupa heimila innan ESB-land-
anna 27 er sett á 100 og síðan er
staðan í einstökum löndum metin
miðað við það.
Samanburðurinn byggir á gögn-
um frá 2010 og er leiðréttur fyrir
mismunandi kaupmætti.
Svipað verðlag á Íslandi og í
Frakklandi og Belgíu
Miðað við heildarútgjöld eru
Sviss, Noregur, Danmörk, Finn-
land, Lúxemborg og Svíþjóð dýr-
ustu lönd Evrópu, en verðlag þar
var 20-48% hærra en meðaltal-
ið. Ísland reyndist 11% hærra en
meðaltalið sem er svipað verð-
lag og í Frakklandi og Belgíu.
Ódýrustu löndin eru Makedónía,
Albanía og Búlgaría en þar er
verðlagið 44-51% af meðaltalinu.
Næstum þrefaldur munur er
á verðlagi á milli dýrasta ESB-
landsins (Danmerkur - 143%) og
þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%)
sem sýnir að ekki er til neitt eitt
„Evrópuverð“ eins og sumir vilja
vera að láta.
Matur og drykkjarvörur á svipuðu
verði og í Finnlandi
Þegar kemur að mat og drykkjar-
vörum er Ísland 13% yfir meðal-
talinu eða á sama stað og Finn-
land. Athuga verður að þarna er
um að ræða allar matvörur, bæði
innlendar sem innfluttar. Við
höfum séð það undanfarin misseri
að innlendar búvörur, sem njóta
tollverndar, hafa hækkað mun
minna hérlendis heldur en inn-
fluttar tollfrjálsar matvörur. Nor-
egur er áfram dýrastur (165%) en
Danmörk er dýrasta ESB landið
(136%). Ódýrasta landið er Make-
dónía (51%) en ódýrasta ESB-
landið er Búlgaría (66%).
Af hverju eru raftæki 53% dýrari
á Íslandi?
Athygli vekur að verð á heimil-
is- og raftækjum er 53% hærra
hér en meðaltalsverð Evrópu-
ríkjanna, en líklega eigum við
ekki von á því að SVÞ kvarti sér-
staklega yfir því. Að sama skapi
kemur í ljós að útgjöld heimilanna
til kaupa á fötum og skóm eru um
36% yfir meðaltali og samgöngur
og farartæki eru 18% dýrari hér-
lendis en að meðaltali í Evrópu-
löndunum. Ekki er hægt að kenna
þar um tollvernd fyrir íslenskan
landbúnað. Um útgjöld heimil-
anna í heild má örugglega segja
margt og án efa mætti lækka þau
með betri og hagvæmari verslun
á Íslandi. Við búum við dýrt versl-
unarkerfi og sama er að segja um
flutninga til landsins.
Íslensk fyrirtæki fljót að hækka
verð í takt við gengisbreytingar
Á sama tíma og greinin frá
SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru
greinarhöfundar svo óheppnir að
fjallað var um rannsókn Seðla-
banka Íslands um helsta vanda-
mál neytenda hér á landi, sumsé
verðmyndun og álagningargleði
íslenskra fyrirtækja. Í rann-
sókn Seðlabankans kemur m.a.
fram að fyrirtæki hérlendis eru
líklegri til að hækka verð eftir
gengisfall en að lækka það eftir
gengisstyrkingu. Á þetta er bent
hér en e.t.v. er ástæða fyrir Sam-
tök verslunar og þjónustu að
kryfja nánar ástæður þess að
innflytjendur eru tregari til að
lækka verð en hækka við gengis-
breytingar.
Tollverndin er vinsælt umræðu-
efni
Eitt vinsælasta umræðuefni
aðildarsinna ESB er tollvernd.
Tollvernd skapar nauðsynlega
rekstrarforsendu fyrir inn-
lendan landbúnað en hún er líka
hagstjórnartæki, nokkurs konar
stjórntæki fyrir fullvalda þjóð
sem ræður sínum málum. Toll-
verndin er ekki síst hagsmunamál
neytenda. Ef tollverndar hefði
ekki notið við undanfarna mán-
uði væri matarverð mun hærra.
Rökstuðningurinn að baki þess-
ari fullyrðingu er sá að ef toll-
vernd væri ekki fyrir hendi væri
íslenskur landbúnaður vart svip-
ur hjá sjón – það væru mun færri
sem störfuðu við matvælafram-
leiðslu og minna framleitt af mat
í landinu. Frá hausti 2008 hefur
innlend búvara hækkað um 20%
en innflutt búvara um rúmlega
60%. Tollverndin hefur því varið
kaupmátt.
Ef tollverndin hyrfi væri auð-
velt fyrir fjársterka aðila að ryðja
innlendri framleiðslu af markaði
með undirboðum á erlendri jað-
arframleiðslu á tiltölulega stutt-
um tíma. Það er ekki vafi á því að
enginn hefði meiri hagsmuni af
afnámi tollverndar fyrir íslensk-
an landbúnað en verslunin. Ekki
neytendur og ekki bændur.
Byggjum á staðreyndum
Bændur eru nú sem fyrr tilbúnir
til að taka þátt í umræðum um
íslenskan landbúnað og matvöru-
markaðinn hér á landi. Við biðjum
ekki um annað en að þær umræð-
ur séu málefnalegar, byggð-
ar á staðreyndum og nýjustu
fáanlegum gögnum.
Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99%
kvenna í Danmörku fari í fóstur-
eyðingu ef rannsókn sýnir að
barnið muni fæðast með Downs–
heilkenni. Samkvæmt frásögn
yfirlæknis kvennadeildar Land-
spítalans eru þeir teljandi á
fingrum annarrar handar sem
kjósa að ganga með á Íslandi ef
þeir vita að fóstur er með Downs-
heilkenni.
Það er rétt sem fram hefur
komið, að það er mjög umdeilt
að fóstur með Downs séu leituð
uppi og foreldrum svo boðið upp
á „val“ um það hvort það eigi að
eyða fóstrinu. Haft er eftir yfir-
lækni Landsspítala að ríkið sé
ekki að leita að neinu, það séu ein-
staklingarnir/parið sem á von á
barni sem eigi val um fóstureyð-
ingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti
aðeins upplýsingar til að fólk geti
tekið upplýsta ákvörðun um það
hvort það vilji greiningu eða ekki.
Hin „upplýsta ákvörðun“ sem
mönnum er svo mikilvæg að sé
tekin þegar fóstur er talið með
Downs er svo upplýst að það
heyrir til algjörrar undantekn-
ingar að niðurstaðan sé önnur en
sú að láta eyða fóstrinu. Ef sam-
félagið telur það yfir höfuð sið-
ferðislega rétt að flokka fóstur og
í raun draga eina „tegund“ ein-
staklinga út og segja við verð-
andi foreldra þitt barn verður
öðruvísi en önnur börn, þitt barn
er í aukinni hættu á að fá hitt og
þetta og þitt barn verður svona
og svona. Ef þetta þykir rétt, sem
það náttúrulega er alls ekki, er
þá ekki rétt að hluti af hinu upp-
lýsta vali sé að hitta einstakling
með Downs og foreldra einstak-
lings með Downs? Margir for-
eldrar Downs-barna eru tilbúnir
í slíkt samtal.
Verðandi foreldrar nýta sér
oft þann valkost að fá að vita
hvort fóstur er drengur eða
stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn“ að
verðleikum, því eru þá ekki t.d.
verðandi foreldrar stúlkna upp-
lýstir um allar þær mögulegu
hættur sem stúlkur eru í, að þær
séu í meiri hættu en t.d. dreng-
ir á að fá hina og þessa sjúk-
dóma. Svo má auðvitað nefna
að við lifum í karlasamfélagi og
að möguleikar stúlkna eru mun
minni en drengja, að fleiri konur
séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá,
að það séu verulegar líkur á að
stúlka verði fyrir kynferðislegri
misbeitingu og áfram má telja.
Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir
val, það var aðeins verið að veita
upplýsingar! Hversu margir
foreldrar stúlkubarna myndu
fara í fóstureyðingu og bara
„reyna aftur“?
Það má því miður segja að
það sé ekki til neinn hópur ein-
staklinga sem býr við jafn mikla
fordóma og einstaklingar með
Downs. Það er allavega ekki til
neinn annar hópur sem leitað er
að í móðurkviði með það raun-
verulega markmið að honum sé
eytt. Hvað segja tölurnar? Í Dan-
mörku er 99% fóstra með Downs
eytt. Í Englandi var 482 fóstrum
með Downs eytt árið 2010, þar af
voru 10 þar sem móðir var geng-
in yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það
þannig að það eru nánast allir
sem láta eyða fóstri sé talið að
fóstrið sé með Downs. Nákvæm-
ar tölur liggja ekki fyrir hérlend-
is, allavega ekki fyrir almenning.
Vandamálið er ekki ein-
staklingar með Downs, vanda-
málið eru fordómar og siðferði
sem ekki á að vera samboðið
þroskaðri þjóð.
Mismunun fósturs
Samfélagsmál
Guðmundur
Ármann Pétursson
stoltur faðir einstaklings
með Downs
Vandamálið
er ekki ein-
staklingar
með Downs, vandamálið
eru fordómar og siðferði
sem ekki á að vera sam-
boðið þroskaðri þjóð.
Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert
grein fyrir sjónarmiðum sínum
varðandi beint lýðræði. Tiltekur
hann þá möguleika að stjórnmála-
menn geti með múgspurningum
firrt sig ábyrgð, styrkt eigin mál-
efnastöðu eða búið til fleiri val-
kosti undir yfirskini lýðræðisástar.
Vissulega er þetta rétt og óhjá-
kvæmilegur hluti beins lýðræðis.
Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið
þessa fyrirbæris sem að mínum
dómi er miklu stærri og vigtar-
meiri. Með beinu lýðræði og þjóð-
aratkvæðagreiðslum er sá réttur
færður til fólksins að hafa áhrif
á eigin mál. Að ákveðið hlut-
fall kosningabærra manna geti
með samstillingu skotið máli í
þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri
þjóðskipan.
Með þessu er opnað fyrir beina
þátttöku almennings í stjórnmál-
um. Innleiðing stjórnlagaráðs á
beinu lýðræði er ekki bara vegna
þeirrar sýnar sem við blasir í bak-
sýnisspeglinum heldur er þetta
einnig hugsað sem skref í framþró-
un lýðræðisins þar sem þegnarn-
ir hafa sinn eigin málskotsrétt.
Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt
sprottnar af þessum meiði, ættu að
minni hyggju ávallt að vera bind-
andi. Annars gefa þær stjórnmála-
mönnum sjálfsvald í túlkun ásamt
því að letja frumkvæðið sjálft.
Ekki sjá allir ljósið í beinu lýð-
ræði og telja fulltrúalýðræðið
nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega
kjörið þing haldi eitt og óstutt um
stjórnartaumana. Í sumum þjóð-
félögum á þetta við en Ísland er
sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi
Íslendinga nýtur lítils trausts
og verðskuldar aðhald almenn-
ings. Vil því ítreka það sjónarmið
að beint lýðræði ætti fremur að
skoðast frá sjónarhóli utanþings-
manna en innanþings, beint lýð-
ræði er verkfæri þjóðar til að
bregðast við afvegaleiddu þingi.
Margir segja beint lýðræði inni-
bera hættu á samþykki vafasamra
mála. Hvað eru vafasöm mál? Er
það aðskilnaður ríkis og kirkju,
kvótinn,lög um fjármálamarkað,
viðurlög við stjórnarskrárbrotum,
vegtollar eða flugvallarflutningur?
Minni á að lýðræði er að tryggja
farveg, ekki sorteringu á málum
né útkomu. Beint lýðræði er ekk-
ert annað en yfirlýsing þjóðar þess
efnis að hún treysti sjálfri sér.
Það er mín skoðun að fulltrúa-
lýðræði og beint lýðræði fari vel
saman og treysti stjórnarfar. Full-
trúalýðræði er stofugangur fram-
bjóðenda á fjögurra ára fresti þar
sem kjósenda er vitjað. Beint lýð-
ræði er eftirgangur kjósenda á vil-
yrðum frambjóðendanna. Samspil
sem gengur prýðilega upp.
Að lokum þetta: Múgspurningar
eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum
sem kenna sig við lýðræði. Múg-
spurning er aftur á móti ljótt orð og
mæli ég frekar með Lýðspurning.
Lýðurinn svarar
Matarverð á Íslandi er
svipað og í Finnlandi og
lægra en í Danmörku
Lýðræði
Lýður Árnason
situr í stjórnlagaráði
Landbúnaður
Haraldur
Benediktsson
formaður
bændasamtakanna
Frá hausti 2008 hefur innlend búvara
hækkað um 20% en innflutt búvara um
rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið
kaupmátt.
Alicante
í júlí
Frá 19.900 kr.
Allra síðustu sætin
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina til Alicante í júlí á
hreint ótrúlegu verði. Um er að ræða flug til Alicante
21. og 24. júlí og frá Alicante 22. og 24. júlí.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á
frábærum kjörum.
Kr. 19.900
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante.
Aðeins örfá sæti.