Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 28
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Til minnis: Nota sólarvörn á sumrin. Hvað með þig? Hefurðu náð sambandi við vitsmunalíf þarna úti? Nei, það er allt stein- dautt. Ég hef farið á nokkur stefnumót. En það hefur verið hvert stórslysið á fætur öðru. Ég þurfti meira að segja að meiða einn. Ætli ég fari ekki í klaustur næst. Úff, það var leiðinlegt að heyra. Fór í bíó með einum sem öskraði dýrahljóð í eyrað á mér alla myndina. Ónei, ónei. Leyndarmálið á bak við gott spjall við mömmu er að hún sjái ekki heyrnartólin og að þau séu hækkuð í botn. Hvað er þetta? Þetta er listaverk Sollu úr endur- unnu efni. Hún gerði það fyrir nokkrum árum úr mjólkurfernu, rörum, skóreimum, svalafernu. klósett- rúllu og lími. Af hverju er 5.000 króna dót sem maður kaupir úti í búð svona fljótt að eyði- leggjast á meðan skúlptúr sem er búinn til úr rusli endist að eilífu? LÁRÉTT 2. svei, 6. persónufornafn, 8. skammst., 9. gogg, 11. tveir eins, 12. miklu, 14. digurmæli, 16. tveir eins, 17. sönghópur, 18. stykki, 20. mun, 21. þökk. LÓÐRÉTT 1. umdæmis, 3. kringum, 4. skáld- saga, 5. pumpun, 7. tilgáta, 10. yfirgaf, 13. stormur, 15. stöngulendi, 16. kær- leikur, 19. tónlistarmaður. LAUSN LÁRÉTT: 2. fuss, 6. ég, 8. möo, 9. nef, 11. gg, 12. stóru, 14. grobb, 16. áá, 17. kór, 18. stk, 20. ku, 21. takk. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. um, 4. sögubók, 5. sog, 7. getgáta, 10. fór, 13. rok, 15. brum, 16. ást, 19. kk. Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Þú færð Fréttablaðið á 12 stöðum á Suðurnesjum. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík 10-11, Keflavík N1 verslun, Keflavík Olís, Básinn, Reykjanesbæ Samkaup Strax, Reykjanesbæ 10-11, Leifsstöð Eymundsson, Leifsstöð Tíu ellefu Hraðkaup, Reykjanesbæ Nettó, Grindavík Samkaup Strax, Sandgerði Samkaup Strax, Garði Bónus, Fitjum, Njarðvík Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum. Á TÍU árum margfaldaðist bílaeign Íslend- inga. Árið 2004 voru bílar á höfuðborgar- svæðinu á hvern íbúa 33 prósentum fleiri en þeir höfðu verið árið 1995. Þá var bílaeign í höfuðborginni svipuð og í borgum Vestur-Evrópu. Árið 2004 var hún komin í flokk með því sem gerist í banda- rískum borgum. Með óbreyttum ferðavenj- um mun bílaumferð á hverjum byggðum hektara aukast um þriðjung fram til ársins 2024. Bílastæðaþörf stofnana og fyrirtækja vestan Kringlumýrarbrautar kallar á 80 milljarða króna framkvæmdir. FYRRTALDAR upplýsingar koma úr fréttaskýringu um almenningssam- göngur sem rituð var rétt fyrir hrun, nánar tiltekið í september 2008. Trauðla hefur aukningin í bílaeign orði jafn gríðarleg og hún var þar á undan. Engum blöðum er hins vegar um það að fletta að Íslendingar eru bílaþjóð og það kostar sitt. KAFLASKIL þurfa að verða í þessari þróun. Það er einfaldlega ekki hægt að fjölga bílum endalaust og hrópa sig síðan hásan þegar kemur að því að greiða þann kostnað sem hlýst af því að keyra bílana um landið og leggja þeim við áfangastað. Hyggja þarf að öðrum leiðum til að sinna þeirri þörf að komast frá A til B. Hvaða vit er til dæmis í því að það kosti 11 þúsund krónur að taka rútu til Akureyrar? Og annað eins að koma sér til baka. Af hverju er ekki meira hag- ræði í því að safna fólki saman í einn stóran bíl heldur en það verð sýnir? OLÍUVERÐ er vissulega hátt hér á landi, þó það sé ekki úr takti við það sem gerist í öðrum löndum. Jafnvel ódýrara en annars staðar. Heimsmarkaðsverð á olíu er hins vegar varla að fara að lækka. Því þarf að leita í aðra orkugjafa, líkt og gera á í áætlun um orkuskipti í samgöngum, eða horfa til annarra tekjustofna. Vel má vera að breyta þurfi hlutfalli olíugjalda sem fer til vega- framkvæmda, en það getur ekki verið stóri sannleikurinn í þessu. Verði ekki eitthvað að gert líður vegakerfið fyrir, drabbast niður og endar eins og krumpaður, blettóttur löber í fermingarveislu. EÐLILEGASTA leiðin er einfaldlega að hugsa fararvenjur okkar upp á nýtt. Minnka kostnað almennings við samgöngur við hann kenndan og beita þeim tækjum sem stjórn- völd hafa til að efla þær. Krumpaður löber á veisluborði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.