Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 22
KYNNING − AUGLÝSINGGluggar ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 20114
Gluggar ehf. sérhæfa sig í framleiðslu og sölu á glugg-um, hurðum, svalalokun-
um, veggjaeiningum og fleiru úr
áli. Álið varð ofan á eftir að eig-
endur fyrirtækisins, Eyþór Jóseps-
son og Úlfar Arason, könnuðu til
hlítar hvaða efni hentaði best við
íslenskar aðstæður.
„Þegar við fórum að þreifa fyrir
okkur urðum við þess áskynja að
hérlendis vilja menn helst við-
haldsfríar og sterkar lausnir sem
henta síbreytilegu veðurfari.
Þannig kom álið til sögunnar. Það
var ótvíræður sigurvegari,“ rifjar
Eyþór upp.
Einn helsti kostur álsins er þó
óupptalinn að hans sögn. „Álið má
útfæra á alls konar vegu og það
hentar því í allt frá einbýlishúsum
og upp í háhýsi. Höfðatorgsturn-
inn er eitt þekktasta stórverkefnið
okkar og sýnir vel hvers megnugt
fyrirtækið er. Enda tökum við að
okkur öll verkefni, stór og smá.“
Eyþór tekur fram að þótt
megináhersla sé á ál þá bjóði
fyrirtækið fleiri tegundir, til
dæmis áltréglugga og timbur-
glugga með álklæðningu að utan-
verðu.
Tólf fastir starfsmenn eru hjá
fyrirtækinu við hönnun og fram-
leiðslu og á álagstímum mun
fleiri, til dæmis við uppsetningu
eða fullfrágang. „Við getum klár-
að utanhúsverk frá a til ö. Kaaber-
húsið er dæmi um slíkt en þar sáum
við um allt, glugga, klæðningar og
fleira,“ útskýrir Eyþór.
Hann getur þess að Gluggar ehf.
séu umboðsaðili á Íslandi fyrir
prófílaframleiðandann Reynaers
í Belgíu. Eins er fyrirtækið með
umboð fyrir Jaga sem er líka í
Belgíu. Jaga framleiðir vatnsofna,
loftræstingu til húshitunar ásamt
stjórnun á loftskiptum húsa. „Að
hafa gluggasmíðina, uppsetninguna
og svo hitun og loftskipti húsa á
einni hendi hefur sífellt verið að
aukast og gefist vel,“ segir hann.
Hann bendir á að ofnar með
blæstri henti mjög vel til dæmis í
hús með stórum gluggum sem tölu-
verðan kulda nú eða hita getur lagt
frá. „Þá næst mun betri stjórnun
heldur en með gólfhitanum einum
saman. Margir sjá þann kost að slá
tvær flugur í einu höggi með kaup-
um á álgluggum og ofnum af þessu
tagi enda útkoman góð.“
„Þar sáum við um allt – glugga, klæðningar og fleira,“ hefur Eyþór að segja um aðkomu Glugga ehf. að vinnu á Kaaber-húsinu. MYND/VILHELM
„Höfðatorgsturninn er eitt þekktasta
stórverkefnið okkar og sýnir vel hversu
megnugt fyrirtækið er,“ segir Eyþór
Jósepsson, annar eigenda fyrirtækisins
Gluggar ehf. MYND/VILHELM
Fjölbreytt verk-
efni um allt land
Gluggar ehf. taka að sér fjölbreytt verkefni um land allt. Allt frá heildarlausnum í heilar íbúðablokkir og
skrifstofubyggingar, að einstökum glugga- eða hurðaeiningum.
Álið
er málið ...
... fyrir einbý
lið, fjölbýlið,
sumarbústa
ðinn, skrifsto
f-
una - við hö
fum lausnin
a.
Brekkuskóli á Akureyri
Blokk við Sóleyjarrima
Baldurshagi á Akureyri
SVALALOKANIR OG
SÓLSKÁLAR
Gluggar ehf. bjóða gott úrval í
svalalokunum. „Við bjóðum allar
lausnir, allt frá svalaskjólum með
einföldu gleri og rifu á milli og
upp í svalalokanir með tvöföldu
gleri. Eini gallinn er að lausn-
irnar eru svo margar, að fólk á
stundum erfitt með að velja á
milli,“ segir Eyþór Jósepsson,
hjá Gluggum ehf., og hlær dátt.
Hann bendir enn fremur á að
þegar til standi að byggja yfir
svalir eða útbúa sólskála jafnist
fátt á við álprófíla. „Ál er bara
best.“
RENNIHURÐIR
Gluggar ehf. hafa á undanförn-
um ár selt talsvert af hurðum
og hurðarfrontum. „Rennihurð-
irnar hafa verið mjög vinsælar
á síðustu árum, til dæmis hjá
fólki með
sólpalla
sem vill
stækka og
opna út
stofuna
sína,“ út-
skýrir Eyþór
Jóseps-
son, hjá
Gluggum ehf., og getur þess
að hurðirnar séu hannaðar í
samstarfi við belgíska fyrirtækið
Reyners. „Og allt búið til með
íslenskar aðstæður í huga, bæði
sterkt og viðhaldsfrítt,“ tekur
hann fram.
Þess má geta að Gluggar ehf.
eru einnig með til sölu handrið.
„Þetta er frábært kerfi, svona
eins og mekkanó og hver sem
er getur sett þau upp. þau geta
verið með pílum, gleri, nú eða
lokuð með plötum.“