Fréttablaðið - 19.07.2011, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. júlí 2011 13
Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í
höfuðborg landsins líta á lands-
byggðarfólk eins og óðalsbænd-
ur litu á leiguliða sína. Endilega
rækta landið, framleiða mat-
væli, taka vel á móti þéttbýlis-
aðlinum þegar hann er að sporta
sig um landið í sumarfríinu, sem
og laxveiðimönnum og hrein-
dýraskyttum. Gott ef menn geta
komið sér upp smáfyrirtækjum
til að komast af. Krúttlegt að
versla þar þegar drepið er niður
fæti í plássinu í nokkra klukku-
tíma. Ekki má gleyma að baða
sig dálítið í utanaðlærðri ást á
ósnortinni náttúru. Láta flæða
um vitundina upphafna ábyrgð-
arkennd. Virkilega góð tilfinn-
ing. Svo er fólkið á landsbyggð-
inni svo viðfelldið og vel að sér.
Finnur lausnir ef upp koma
vandræði. Gott að vita af því.
Virkilega gott.
Hins vegar ætti þetta fólk
ekki að blanda sér í stjórn lands-
ins. Það er bara frekja. Óðalið
er í höfuðborginni og þeir sem
þar véla um mál vita best hvað
þjóðinni er fyrir bestu. En þetta
virðast Íslendingar utan höfuð-
borgarsvæðisins ekki skilja. Það
er nú verkurinn.
Landsbyggðarnaglar
Mér hefur alltaf þótt einkenni-
legt þegar fjallað er í ræðu eða
riti um þingmenn utan höfuð-
borgarsvæðisins sem kjördæma-
potara. Eða harða landsbyggðar-
nagla, eins gert er í grein sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir
viku síðan, eftir mann sem
hefur horn í síðu flugvallarins í
Reykjavík. Í höfuðborginni sitja
kontóristar sem taka ákvarðanir
um eflingu eða skerðingu á lífs-
gæðum á stöðum úti á landi sem
þeir hafa kannski aldrei komið
á. Þetta er bara útreikningur
í tölvu. Enginn skilningur á
aðstæðum. Þaðan af síður þekk-
ing. Fyrrnefndur skrifari virðist
telja landsbyggðarmenn valda-
sækna og öfluga í eigin málum,
og skrifar: „Á landsbyggðinni
eru fulltrúar flokkanna á þingi
og landsfundi oft valdir eftir
því hvað þeir hóta mikilli hörku
gagnvart „Reykjavíkurvaldinu“
og hvað þeir eru líklegir til að
ná árangri. Afleiðingin er sú, að
á landsfundi flokkanna mæta
„harðir landsbyggðarnaglar“,
sem berjast hver fyrir sitt
byggðarlag en eiga þó eitt sam-
eiginlegt. Kröfuna um áfram-
haldandi veru flugvallar í hjarta
borgarinnar.“
Það væri forvitnilegt að vita
hvernig umhorfs væri í land-
inu ef allir þingmennirnir
kæmu af Reykjavíkursvæðinu.
Skyldi vera mikill skilningur
á þörfum, aðstæðum og mögu-
leikum hinna ýmsu byggðar-
laga til að vaxa og dafna? Og
ef valdsækni er einkennandi
fyrir landsbyggðarþingmenn,
hvaða orð á þá við um þingmenn
höfuðborgarsvæðisins?
Flugfélag Íslands
Sem betur fer eru öflugir
þingmenn í öllum kjördæmum
landsins. Það sem er kallað
hagsmunagæsla í neikvæðri
merkingu, er í raun sú
hagsmuna gæsla sem nauðsyn-
leg er og öllum til gagns. Það
er miklu farsælla að þeir sem á
endanum taka ákvarðanir viti og
skilji hvernig það kemur niður
á viðkomandi bæjarfélagi eða
kjördæmi. Skilji það vegna þess
að það er einstaklingur á þingi
sem veit allt um aðstæður á
staðnum. Af þeim sökum er lík-
legar en ella að það verði tekin
upplýst ákvörðun.
Varðandi flugvöllinn í Reykja-
vík, þá gengst ég fúslega við því
að ég er mjög áfram um að hann
verði þar sem hann er. Ef það
kostar uppnefni úti í bæ, þá er
það allt í lagi. Ég hef sérstakar
mætur á Flugfélagi Íslands og
þjónustunni þar. Sé maður ekki
bundinn við tiltekinn dag er
hægt að fá ódýrara far en ella.
Ef aðstæður breytast, er ekkert
mál að breyta miðanum. Kostar
1.500 krónur en það er ekkert
í kringum þetta, þó að maður
hringi klukkutíma áður en vélin
fer i loftið.
Starfsfólkið er einstakt.
Afslappað, lipurt og allt gengur
eins og í sögu. Það er að minnsta
kosti mín reynsla. Staðsetning
flugvallarins er bæði góð fyrir
þá sem eiga heima úti á landi
og Reykvíkinga. Ég ætla því að
taka undir með Einari Guðfinns-
syni og þakka Ögmundi Jónas-
syni fyrir staðfestuna, um leið
og ég undrast það að einhverjum
finnist landsbyggðin kúga Reyk-
víkinga. Hvað má landsbyggðin
þá segja um Reykjavíkurvaldið?
Varðandi flugvöllinn í Reykjavík, þá
gengst ég fúslega við því að ég er mjög
áfram um að hann verði þar sem hann
er. Ef það kostar uppnefni úti í bæ, þá er það allt í
lagi. Ég hef sérstakar mætur á Flugfélagi Íslands og
þjónustunni þar. Sé maður ekki bundinn við tiltekinn
dag er hægt að fá ódýrara far en ella.
Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið
Jónína
Michaelsdóttir
blaðamaður
Í DAG
ÚR ERLENDUM LEIÐURUM
Fimm mánuðir án Mub-
araks
Eins og búast mátti við leiddi
fall Hosni Mubarak Egyptalands-
forseta fyrir fimm mánuðum ekki
til hraðra breytinga í lýðræðisátt.
Seinagangur og óuppfyllt loforð
herráðsins hafa leitt til þess
að mótmælendur eru farnir að
safnast saman á hinu fræga Tahrir-
torgi í miðborg Kaíró til þess að
lýsa yfir óánægju sinni með eftir-
menn Mubaraks. Mótmælin eru
ekki krafa um frjálsar kosningar
þar sem flestir Egyptar reikna með
að ganga í kjörklefana í septem-
ber eða í síðasta lagi í árslok.
Mótmælin snúast um atriði sem
skipta meira máli.
www.kristeligt-dagblad.dk
Úr leiðara Kristeligt Dagblad
Bjánar á bremsunni
Það þarf að draga úr fjárlagahall-
anum í Bandaríkjunum. En
ofstækisfullir repúblikanar standa
í vegi fyrir breiðvirkum langtíma-
lausnum og hafa þar með rúið
landið trausti.
Það er margt merkilegt í
deilunni um þak á ríkisskuldum.
Hækki þingið það ekki í síðasta
lagi 2. ágúst næstkomandi standa
Bandaríkin frammi fyrir ónauð-
synlegu gjaldþroti. Deilan snýst
ekki um ný útgjöld ríkisins, heldur
um að greiða fyrir ákvarðanir sem
þegar hafa verið teknar. Án hærri
marka verður ríkið að falla frá
nokkrum vaxtagreiðslum, lífeyris-
greiðslum og aðstoð til fyrrverandi
hermanna.
www.dn.se/ledare
Úr leiðara Dagens Nyheter