Fréttablaðið - 19.07.2011, Page 8

Fréttablaðið - 19.07.2011, Page 8
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 BRETLAND, AP David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, kallaði þjóðþing landsins saman á neyðar- fund í gær til að ræða hleranamál- ið, sem hefur ekki aðeins grafið undan trausti fólks á fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch, sem kannski var þó eitthvað takmarkað fyrir, held- ur einnig til bresku lögreglunnar og forsætisráðherrans sjálfs. Tíu manns hafa verið handtekn- ir vegna málsins síðan í byrjun apríl, bæði vegna rannsóknar á símahlerunum blaðamanna fjölmiðlasam- steypunnar og vegna rann- sóknar á því hvort breskir lögreglumenn hafi þegið fé frá fjölmiðl- um Murdochs í skiptum fyrir upplýsingar. Tveir æðstu yfirmenn bresku lögreglunnar, þeir Paul Stephenson lögreglu- stjóri og John Yates, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunn- ar, hafa sagt af sér í tengslum við málið. Þeir báðir hafa verið ásak- aðir, ásamt tveimur öðrum yfir- mönnum lögreglunnar, um brot í tengslum við hleranir blaðamanna News of the World. Stephenson er meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa ráðið Neil Wallis, fyrrverandi ritstjóra News of the World, til ráðgjafarstarfa hjá lögreglunni og Yates fyrir að hafa útvegað dóttur Wallis starf. Hlutabréf í News Corp, fjölmiðla- samsteypu Ruperts Murdoch hafa fallið töluvert í verði vegna máls- ins og ítök hans í stjórnmálaheim- inum í Bretlandi hafa dvínað mjög, að minnsta kosti tímabundið. Rebekah Brooks, sem lengi hefur verið hægri hönd Murdochs, var handtekin á sunnudag en látin laus þá um kvöldið gegn tryggingu. Hún sagði af sér fyrir helgi sem fram- kvæmdastjóri News International, undirfyrirtækis News Corp, sem gefur meðal annars út blaðið News of the World. Hún á að mæta í dag ásamt feðg- unum James og Rupert Murdoch fyrir breska þingnefnd þar sem til stendur að fara ofan í saumana á málinu, sem hefur haft víðtæk áhrif á bresk stjórnmál ekki síður en fjölmiðlaheiminn. Meðal annars sætir David Came- ron vaxandi þrýstingi fyrir að hafa ráðið annan fyrrverandi ritstjóra sama blaðs, Andy Coulson, til að vera upplýsingafulltrúi hans. Ed Miliband, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, segir Cameron þurfa að svara erfiðum spurningum um tengsl sín við Murdoch, Brooks og Coulson. „Sem stendur virðist hann ófær um að veita þá stjórnarforystu sem landið þarfnast,“ segir Mili- band, sem er leiðtogi Verkamanna- flokksins. gudsteinn@frettabladid.is Fjölmiðlaveldi í uppnámi 1 Hvaða tæknifyrirtæki berjast um yfirráð í netheimum? 2 Hvaða kvennalandslið varð heimsmeistari í fótbolta? 3 Hvaða rithöfundur opnar kaffi- hús á Snæfellsnesi? SVÖR: 1. Facebook og google. 2. Japanska liðið. 3. Ólafur Haukur Símonarson. Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Fyrir börn frá 6 mánaða - 5 ára Hægt að leggja saman og taka með Verð frá 16.900 ©GRAPHIC NEWS Fyrirtæki Ruperts Murdoch Árstekjur News Corp (frá júlí 2009 til júní 2010) Hagnaður/tap 3.900 ma kr. 395 ma kr. Kvikmyndaiðnaður Twentieth Century Fox Fox 2000 Pictures Fox Music Blue Sky Studios 904 ma kr. 155 ma kr. 179 ma kr. (68 ma kr.) Annað 143 ma kr. (18 ma kr.) Markaðs- þjónusta 155 ma kr. 10 ma kr. Bókaútgáfa Harper Collins 452 ma kr. 27 ma kr. Gervihnattasjónvarp Sky Italia, BSkyB (39%) 500 ma kr. 26 ma kr. Sjónvarpsstöðvar FOX Broadcasting Company, MyNetworkTV, FOXSports.com, Fox Television Stations (27) 726 ma kr. 63 ma kr. Dagblöð, fréttaþjónusta The Wall Street Journal, Dow Jones Newswires, Factiva 833 ma kr. 273 ma kr. Kapalsjónvarp Fox News Channel, Fox Business Network, National Geographic HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA NEWS CORP LJÓSMYND: GETTY IMAGES Handtökur í Bretlandi tengdar Murdoch Rannsóknir á símhlerunum og mútugreiðslum frá News of the World til lögreglunnar grafa undan fleiru en fjölmiðlaveldi Murdochs. Tveir af æðstu yfir- mönnum lögreglunnar hafa sagt af sér vegna málsins. Vaxandi þrýstingur er einnig á David Cameron for- sætisráðherra. Bresk þingnefnd fer yfir málið í dag. Fimm manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á meintum símhlerunum: 5. apríl, 2011: Ian Edmondson, fyrrverandi aðstoðarfréttarit- stjóri News of the World 5. apríl: Neville Thurlbeck, blaðamaður á News of the World 14. apríl: James Weatherup, aðstoðarfréttaritstjóri News of the World 23. júní: Terenia Taras, blaðamaður í lausamennsku 28. júní: Laura Elston, konunglegur fréttaritari fréttastofunnar BPA Fimm manns að auki hafa verið handteknir í tengslum bæði við rannsókn á meintum símhlerunum og í tengslum við rannsókn á ólöglegum greiðslum til lögreglumanna í skiptum fyrir upplýsingar: 8. Júlí: Clive Goodman, fyrrverandi ritstjóri konungs- fjölskyldu frétta hjá News of the World, áður handtekinn í janúar 2007 8. júlí: Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World og fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hjá James Cameron forsætis- ráðherra 8. júlí: 63 ára maður, ónefndur 14. júlí: Neil Wallis, fyrrverandi aðalritstjóri News of the World 17. júlí: Rebekah Brooks, framkvæmdastjóri News Inter- national og fyrrverandi ritstjóri News of the World TÚNIS, AP Fjórtán ára drengur var skotinn til bana í hörðum mót- mælum í Túnis í gær. Stjórnvöld segja að hann hafi orðið fyrir slysaskoti. Mótmælendur hentu grjóti og bensínsprengjum að öryggislög- reglu í bænum Sisi Bouzid, þar sem uppreisn gegn stjórnvöldum hófst fyrr á árinu. Lögregla svar- aði með því að skjóta út í loftið, en talið er að drengurinn hafi orðið fyrir skoti frá lögreglunni. Óttast er að atburðir gærdags- ins geti haft áhrif á kosningar sem fram eiga að fara í landinu þann 23. október. Þar er ætlun- in að kjósa ráð til að endurskoða stjórnarskrá landsins. - bj Mótmæli brutust út í Túnis: 14 ára drengur skotinn til bana Níu ný hjúkrunarrými Stjórn hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur ákveðið að taka 152 milljóna króna tilboði lægstbjóðand í byggingu níu nýrra hjúkrunarrýma. Alls bárust sex tilboð. Kostnaðaráætlun var 204 milljónir. AKRANES ÞÝSKALAND, AP Saksóknari í Þýska- landi rannsakar nú hvort dæmdur fangavörður nasista í síðari heims- styrjöldinni hafi átt þátt í dauða 4.400 manna í Flossenbuerg-fanga- búðunum í Þýskalandi. John Demjanjuk var í maí sak- felldur fyrir hlutdeild í morðum á 28.060 mönnum í Sobibor, útrým- ingarbúðum nasista í Póllandi. Demjanjuk, sem er 91 árs gam- all, var fangavörður í Sobibor og Flossenbuerg. Hann hefur áfrýjað fimm ára fangelsisdómi og geng- ur laus þar til dómur fellur á æðra dómsstigi. Dómurinn yfir Demjanjuk mark- aði tímamót því þar var fangavörð- ur sakfelldur fyrir óhæfuverk sem áttu sér stað í útrýmingarbúðum án þess að sannað þætti að hann hefði sjálfur beinlínis myrt fólk. Fangabúðirnar í Flossenbuerg voru ekki útrýmingarbúðir, en þar létust engu að síður þúsundir manna. Demjanjuk fæddist í Úkraínu og þjónaði í sovéska hernum. Eftir að hann var handsamaður af þýska hernum árið 1942 gekk hann til liðs við nasista og gerðist fanga- vörður. - bj Saksóknari hefur á ný rannsókn á stríðsglæpum dæmds fangavarðar nasista: Sakaður um 4.400 morð til viðbótar LAUS John Demjanjuk er 91 árs og býr á hjúkrunarheimili í Þýskalandi á meðan hann bíður þess að áfrýjunardómstóll taki mál hans fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REBEKAH BROOKS DÝRALÍF Dýraverndunarsamband Íslands leggst eindregið gegn áformum áhugahóps Vestfirð- inga um að flytja hreindýr til Vestfjarða. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að hópur- inn væri að kanna möguleika á að flytja tuttugu til fimmtíu hrein- dýr vestur en yfirdýralæknir er einnig mótfallinn þeim áformum, sérstaklega vegna hugsanlegrar hættu á að þau beri smit í sauðfé. Í tilkynningu sem Dýravernd- arsambandið sendir frá sér í kjöl- far þessarar umfjöllunar segir: „Þar er ekki hentugt haglendi fyrir slík dýr sem ætlað er að lifa á algerum útigangi og hvergi er þar að finna kjörlendi sambæri- legt því sem hreindýr á Austur- landi njóta. Einnig er bent á að veðurfar þar vestra hentar hrein- dýrum ekki og ljóst er að velferð- ar dýranna yrði ekki gætt við þær aðstæður sem þar ríkja.“ Magnús Ólafs Hansson, sem fer fyrir hópi Vestfirðinganna, segir að málið sé á rannsóknarstigi og ef í ljós komi að betur sé heima setið en af stað farið með þetta verkefni muni hópurinn láta af þessum hugmyndum. Hann segir enn fremur að hóp- urinn hafi fengið álit hjá sænska yfirdýralæknisembættinu og þar segir að hreindýr geti ekki smitað sauðfé af riðu eða garnaveiki. - jse Dýraverndunarsamband Íslands er mótfallið hugmyndum um flutning hreindýra: Vilja ekki hreindýrin vestur HREINDÝR FYRIR AUSTAN Dýravernd- unarsamband Íslands telur Vestfirði ekki vel tilfallna fyrir hreindýr og leggst ein- dregið gegn hugmyndum um að flytja þau þangað. MYND/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Frárennslisvatn frá rækjuverksmiðjunni Kampa á Ísafirði flæddi upp um holræsi í gær. Megn lykt var af vatninu. Lögnum var breytt í vor og síðan þá hefur þrisvar sinnum flætt upp úr holræsum sam- kvæmt vefnum bb.is. Síðast þegar flæddi með þessum hætti fór frárennslisvatn í kjallara í nær- liggjandi húsum. Bæjarverkstjóri telur að mynda þurfi lögnina sem sé líklega alltaf að stíflast, en það verður ekki gert strax vegna sumarleyfa og kostnaðar. - þeb Ólykt í nærliggjandi götum: Rækjuskólp flæðir á Ísafirði VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.