Fréttablaðið - 19.07.2011, Side 19

Fréttablaðið - 19.07.2011, Side 19
GLUGGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Viðhaldsfríir Álgluggar Ál/trégluggar Einangrun Sérsmíði Óþrjótandi möguleikar Glerborg er fjörutíu ára gamalt fyrirtæki sem býður upp á mikið úrval gler tegunda. Þá er fyrirtækið með breiða línu af gluggum, hurðum, sólstofum og svalalokunum auk þess sem hægt er að fá þjónustu við mælingar og uppsetningar. Glerborg hefur farið í gegn-um þó nokkrar breytingar síðustu árin þannig að auk þess sem fyrirtækið býður alltaf upp á mikið úrval af gleri eru aðrar vörur ekki síður orðnar áberandi, svo sem gluggar og hurðir. „Í dag leggjum við mik la áherslu á PVC-u glugga og hurðir en sú lína er afar breið,“ segir Haf- steinn Hilmarsson, rekstrar- og sölustjóri hjá Glerborg. PVC-u gluggar eru viðhaldsfríir, falleg- ir í útliti og með sérstaklega góðri einangrun sem bæði dregur úr hávaða og lækkar orkureikning heimilisins. „Fólki finnst mik- ill munur að þurfa ekki að bera á gluggana, skrapa og slíkt held- ur er nóg að skola öðru hverju af þeim. Þá eru þéttingarnar á opn- anlegu fögunum tvöfaldar og K- gler í öllum gluggum sem er hita- einangrandi. Þá getum við boðið upp á allar gerðir af gleri í þessa glugga, hvort sem fólk er að leita að gleri sem dempar sólarljósið eða speglar. Rúðurnar í gluggunum okkar eru einnig gasfylltar sem eykur einangrunina verulega.“ Í PCV-u línunni er meðal ann- ars hægt að fá svokallaða „Nordic design“ glugga sem líkjast hefð- bundnum trégluggum í stærð og útliti. „Planið hjá okkur er að vera með mjög breiða línu í PVC-u vörum og við ætlum meðal annars að bjóða upp á girðingar og palla- efni í þessari línu og jafnvel þak- skegg er fram líða stundir. En þá má ekki gleyma að við erum líka með ódýrari línu af gluggum og hurðum sem eru úr þýskum próf- íl sem framleiddir eru hérlendis og erlendis,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn nefnir ýmislegt fleira sem í boði er hjá Glerborg. „Við erum meðal annars með úti- dyra- og svalahurðir með fimm punkta læsingu þar sem fimm pinnar ganga út í falsið í staðinn fyrir þessa hefðbundnu einu læs- ingu í tréhurðum. Hurðin verður þá líka mun þéttari og er vatns- og vindheld.“ Með haustinu stendur t i l að endurnýjaður sýningarsal- ur Glerborgar verði opnaður og Hafsteinn hvetur þá sem eru í einhverjum hugleiðingum að koma við hjá þeim og fá upplýs- ingar. „Við gerum verðtilboð og á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni bjóðum við upp á að koma og mæla fyrir gluggum og bjóðum jafnframt upp á uppsetn- ingu. Það eru ýmsir möguleikar í boði, ekki síst til að stækka og nýta betur rými, með svalalokunum og gluggum.“ Þess má geta að Glerborg er í Dalshrauni 13 í Hafnarfirði. Viðhaldsfríir gluggar „Við gerum verðtilboð og á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni bjóðum við upp á að koma og mæla fyrir gluggum og bjóðum jafnframt upp á uppsetningu,“ segir Hafsteinn Hilmarsson, rekstrar- og sölustjóri hjá Glerborg. MYND/HAG HESTHÚSAHURÐIR Á Landsmóti hestamanna í Skagafirði 26. júní til 3. júlí síð- astliðinn voru sýndar hesthúsa- hurðir frá Glerborg við góðar undirtektir gesta. Í hurðirnar var notaður 70 millimetra Tyssen- prófíll og nýtt opnunar- og lokunarkerfi sem er sérstaklega hannað fyrir hesthúsahurðir. NORDIC GLUGGINN Nordic glugginn frá Gler- borg er upprunalega hannaður fyrir danskan markað en er nú vinsæll um alla Skandinavíu og í norður- hluta Þýska- land. Í gluggann er not- aður 120 millimetra djúpur PVC-u prófíll og möguleiki á um sautján litum og viðaráferðum. Lausafagið er að fullu innfellt og margar útfærslur af útliti pósta og lamakerfi þar sem ýmsar opnanir bjóðast. Glugginn hentar vel í gömul hús þar sem hægt er að hafa útlitið svipað eða eins og í hefðbundnum gömlum íslenskum trégluggum svo útlit hússins verður eins eftir gluggaskiptin. Þennan gæða- glugga má skoða í sýningarsal Glerborgar að Dalshrauni 13. Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð PVC-u GLUGGAR, HURÐIR OG GLER Á Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt. Þess vegna ættu Íslendingar að velja vandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds. Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu.Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi. Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000 • www.glerborg.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.