Fréttablaðið - 19.07.2011, Side 12
12 19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
kuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í
nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf
verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og
ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu
atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í
hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfara-
kennt glæpamál þar sem nokkur
ungmenni sem að sönnu áttu sitt
líf á jaðri samfélagsins voru gerð
að aðalpersónum.
Nú þegar ein þessara aðal-
persóna, Sævar Ciesielski, er
gengin er eðlilegt að málið leiti
enn og aftur á. Innanríkisráð-
herra hefur verið hvattur til að
beita sér fyrir endurupptöku málsins en Hæstiréttur hefur í tvígang
hafnað því að taka málið upp að nýju. Ljóst er að ráðherra hefur
ekki heimild til þess að skipa fyrir um endurupptöku máls fyrir
Hæstarétti. Á það bendir Sigurður Líndal í frétt hér í blaðinu í dag.
Ráðherra getur þó beint því til Hæstaréttar að hann taki málið upp.
Þeirri hugmynd hefur einnig verið varpað fram að sett verði á
fót rannsóknarnefnd sem færi yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Vald innanríkisráðherra til að skipa slíka nefnd er óskorað.
Fáum blandast hugur um nauðsyn þess að kafa í öll þau gögn sem
til eru um Guðmundar- og Geirfinnsmálið með það að markmiði að
reyna að varpa sem skýrustu ljósi á þá atburði sem áttu sér stað
frá því að farið var að rannsaka mannshvörfin tvö þar til dæmt
var í málinu. Það ferli hlýtur að vera vel fært í skjöl þótt ýmislegt
sem átti sér stað innan veggja fangelsisins í samskiptum við hina
ákærðu sé óskráð. Atburðirnir sjálfir, mannshvörfin tvö, verða hins
vegar ólíklega skýrð úr þessu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið hvílir eins og mara á íslenskum
borgurum sem ekki tengjast málum á nokkurn hátt. Ástæðan
er sú að meðferð málsins veikti trú manna og traust á réttlátri
málsmeðferð innan lögreglu og dómskerfis.
Málið hvílir enn þyngra á þeim sem málinu tengjast, þeim sem
voru þar sakborningar, fjölskyldum þeirra og vinum. Hjá þessum
hópi, sem er stór, bætist við reiði og hryggð yfir því sem ástvinir
þeirra máttu reyna í tengslum við málið. Sömuleiðis hlýtur meðferð
málsins að hafa hvílt þungt á aðstandendum mannanna sem hurfu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefur opinberlega verið látið
liggja kyrrt í áratugi. Það hefur þó alls ekki legið kyrrt í raun því
undir liggur alltaf nagandi óvissa, eða öllu heldur vissa um að illa
hafi verið staðið að málum og ungmennin hafi verið dæmd á harla
veikum og ólíklegum forsendum.
Tímanum verður ekki snúið við og lífi þeirra sem ákærðir voru
í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu ekki breytt. Hitt er annað að
gagnger rannsókn á málsatvikum öllum verður að eiga sér stað og
er skipun rannsóknarnefndar augljóst fyrsta skref í þá átt. Á niður-
stöðu slíkrar nefndar yrði svo að byggja framhaldið.
Vissulega hefði verið farsælla að slík nefnd hefði tekið til starfa
miklu fyrr en úr því sem komið er má segja að fráfall Sævars
Ciesielski séu tímamót sem ber að nýta.
HALLDÓRSKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga
möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu
EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög
ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að and-
stæðingar aðildar Íslands að
ESB keppast við að lofsyngja
EES-samninginn. Í þessu er
nokkur þversögn.
Ef löggjöf ESB sem við tökum
yfir vegna aðildar að EES er svo
góð eins og andstæðingar ESB-
aðildar halda fram þá hlýtur að
vera enn betra fyrir okkur að
vera innan sambandsins þar sem
við getum haft áhrif á hana. Auk
þess sem við getum haft frum-
kvæði að lögum. Aðild að ESB
gefur okkur einnig kost á því
að taka upp evru og stórbæta
bæði lífskjör í landinu og stöðu
atvinnulífsins.
Ein mesta breytingin sem
orðið hefur á stjórnskipun
Íslands átti sér stað með gildistöku samn-
inganna um EES og Schengen. Skipulag
ákvarðanatöku í samningunum er þann-
ig úr garði gert að íslenskir stjórnmála-
mann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við
verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland
hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og
Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkom-
ur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra
sem varðar EES og Schengen. Innanríkis-
ráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráð-
herraráðs innanríkismála sem
fjalla um Schengen en hann má
ekki greiða atkvæði. Forsætis-
ráðherra Íslands á ekki sæti í
leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur
allar helstu ákvarðanir um fram-
tíð ESB og þar með EES. Þar eru
til dæmis teknar ákvarðanir um
fjölgun aðildarríkja sambands-
ins og þar með ríkja EES. Ísland
hefur heldur ekki fulltrúa í Efna-
hags- og félagsmálanefnd ESB né
Byggðanefnd sambandsins hvað
þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu.
Ríki sem vill láta taka sig
alvarlega og líta á sig sem alvöru
leikmann á alþjóðavettvangi
getur ekki búið við samninga
eins og EES og Schengen. Við
stöndum utangarðs, án nokkurra banda-
manna, án nokkurs skjóls þegar á reynir
eins og dæmin sanna. Við verðum að bind-
ast okkar bestu nágrönnum nánum vina-
og tryggðar böndum með þeim samningum
sem best bjóðast hverju sinni.
Er ESB betra en EES?
ESB-aðild
Baldur
Þórhallsson
prófessor í
stjórnmálafræði
við HÍ
Við verðum
að bindast
okkar bestu
nágrönnum
nánum vina-
og tryggðar-
böndum
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp,
meira útvarp,
meiri fréttir,
meiri upplýsingar,
meiri umræða,
meira líf,
meiri íþróttir,
meiri virkni,
meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja,
útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik.
Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis.
Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið má ekki liggja kyrrt.
Rannsóknina þarf
að rannsaka
Flókin framkvæmd
Stjórnlagaráð hefur nú lagt fram drög
að nýrri stjórnarskrá og er þar á ferð
um margt hið merkilegasta plagg.
Erfitt er hins vegar að sjá að hægt
verði að fara eftir öllum þeim góðu
og gegnu hugmyndum sem þar er að
finna. Eða hvernig ætlar ríkisvaldið að
tryggja öllum „vernd gegn hvers
kyns ofbeldi, svo sem kynferðis-
ofbeldi, innan heimilis og utan“.
Verður hér eftir hægt að kæra
sem stjórnarskrárbrot hvers kyns
ofbeldi? Eins er kveðið á
um að óheftur
aðgangur að
netinu skuli
tryggður. Hvað
þýðir það? Kemst ég
á Vísi hvar sem er á landinu, í Kverk-
fjöllum og Kringilsárrana?
Fallegur óskalisti
Líkt og áður segir er margt gott að finna
í stjórnarskrárdrögunum og þau lýsa
góðum vilja stjórnarráðsmanna til betra
samfélags. Þau minna hins vegar um
margt á fallegan óskalista um hvernig
samfélagið ætti að vera. Það
er gott og blessað, en getur
reynst erfitt í framkvæmd
þegar á reynir.
Til hvers stjórn-
arsáttmála?
Nokkrum
tíðindum
þótti sæta
þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur lagði fram ítarlegasta stjórnarsátt-
mála sögunnar í maí 2009. Plaggið var
upp á 17 blaðsíður og gaf fögur fyrirheit
um hvert skyldi stefnt. Þar mátti sjá
loforð um opna stjórnsýslu, aukið
gagnsæi og lýðræðisumbætur, fyrirheit
um hvernig fiskveiðistjórnkerfinu yrði
breytt, yfirlýsingu um umsókn að Evr-
ópusambandinu og lista yfir breytingar
á ráðuneytum. Stundum virðist eins og
ráðherrar þekki ekki þetta plagg. Leynd
yfir söluvirði Byrs, deilur um fiskveiði-
frumvörp og aðild að ESB og
átök um fækkun ráðu-
neyta benda í það
minnsta ekki til þess.
kolbeinn@
frettabladid.is