Fréttablaðið - 19.07.2011, Page 38
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR30
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Það toppar ekkert Hlöllabáta,
þó að ég fái mér þá nú ekki oft.“
Magdalena Dubik, fegurðardrottning og
söngkona.
„Við verðum þrítugar á næsta
ári svo þetta er eins konar upp-
hitun fyrir stórafmælið,“ segir
Erla Sigríður Ragnarsdóttir,
söngkona Dúkkulísanna.
Hljómsveitin góðkunna ætlar
að koma fram á Innipúkanum
um verslunarmannahelgina.
„Það er nú oft mikið mál þegar
við hittumst. Tvær okkar búa á
Egilsstöðum og ein í Grindavík,
svo það þarf að hóa þessu saman
með miklum látum,“ segir Erla
Sigríður.
Dúkkulísur voru stofnaðar
á Egilsstöðum haustið 1983 og
tóku þær þátt í hljómsveitar-
keppni Atlavíkurhátíðarinnar
árið 1984, þar sem þær lentu í
öðru sæti. Sama ár unnu þær
Músíktilraunir og kom fyrsta
breiðskífa þeirra út árið 1985.
Dúkkulísur gáfu svo út aðra
breiðskífu, áður en þær tóku
sér hvíld árið 1987. Þær hafa þó
komið saman við hin ýmsu tæki-
færi síðan, eða um einu sinni til
tvisvar á ári.
Eins og áður kom fram, fagna
Dúkkulísur þrjátíu ára afmæli
sínu á næsta ári. Erla segir
hljómsveitina vera með margar
hugmyndir á lofti hvað varðar
afmælisfögnuðinn. „Mest lang-
ar okkur að búa til bíómynd,
það væri virkilega gaman.
Annars langar okkur að halda
útihátíð í Viðey, kjólauppboð og
vinnubúðir fyrir kvennahljóm-
sveitir, þar sem allar íslensk-
ar kvennahljómsveitir fyrr og
síðar myndu koma saman,“ segir
Erla, og bætir við að allt verði
þetta ákveðið að Innipúkanum
loknum.
Innt eftir því hvort Dúkku-
lísur lumi á nýju efni fyrir kom-
andi tónleika, svarar Erla því
neitandi. „Ekki núna í ár, en á
næsta ári. Ég lofa einu nýju lagi
í tilefni afmælisins.“ - ka
Dúkkulísur á Innipúkanum
ÞRJÁTÍU ÁRA Á NÆSTA ÁRI Dúkkulísur ætla
að spila á Innipúkanum um verslunar-
mannahelgina. Þær fagna þrjátíu ára afmæli
sínu á næsta ári.
Föstudagstónleikar hljómsveitarinnar Quarashi voru vel
sóttir enda seldist upp á tónleikana á mjög skömmum tíma.
Skemmtistaðurinn Nasa var fullur út að dyrum en tónleika-
gestir létu þrengslin ekki á sig fá og dilluðu sér í takt við
rapptónlistina. Á meðal þeirra sem sóttu tónleikana voru
tónlistarmaðurinn Megas, listamaðurinn
Haraldur Jónsson og fjölmiðlamennirnir
og æskuvinirnir Andri Freyr Viðarsson
og Helgi Seljan. Andri Freyr gæti hafa
verið að fagna nýjum sjónvarps-
þætti sínum, Andri á flandri, en
þátturinn hóf einmitt göngu
sína í Sjónvarpinu sama
kvöld. - sm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þetta verður frábært og ég
hlakka mikið til að byrja á þessu
verkefni,“ segir Björn Jörundur
Friðbjörnsson en hann ætlar að
fara úr sjómannsgallanum og
bregða sér í sjóræningjabúninginn
með haustinu.
Björn Jörundur fer með aðal-
hlutverkið í sjóræningjasögunni
Gulleyjunni sem Sigurður Sigur-
jónsson og Karl Ágúst Úlfsson eru
búnir að skrifa leikgerð af. Sýning-
in er samstarfsverkefni Leikfélags
Akureyrar og Borgarleikhússins
en frumsýning verður fyrir norð-
an í byrjun næsta árs. Æfingar
hefjast í haust og lofar Sigurður
litríkri fjölskyldusýningu með nóg
af bardaga- og tónlistaratriðum.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér
um tónlistina.
Sagan Gulleyjan er klassísk sjó-
ræningjasaga skrifuð af Robert
Louis Stevenson og kom fyrst út
árið 1883. Björn Jörundur leikur
einn alræmdasta sjóræningja bók-
menntasögunnar, Langa Jón Silver
eða Long John Silver, og þykir
smellpassa í hlutverkið. Björn Jör-
undur sást síðast á sviði í Borgar-
leikhúsinu í vor þar sem hann setti
upp sýninguna Nýdönsk í nánd
ásamt félögum sínum í Nýdönsk.
„Við vorum ekki með neinar
prufur fyrir þetta hlutverk því
mér datt Björn strax í hug. Það
verður gaman fyrir fólk að sjá
hann láta ljós sitt skína á leiksvið-
inu á ný. Ég er viss um að hann
á eftir að rúlla þessu upp,“ segir
Sigurður, sem leikstýrir verkinu.
Björn Jörundur hafði ekki mikinn
tíma til að spjalla þegar Frétta-
blaðið hafði samband í gær en
hann var staddur lengst úti á sjó að
veiða. Hann gaf sér þó stutta stund
til að segja nokkur orð með trillu-
hljóð og mávaöskur í bakgrunni.
„Ég hef góða tilfinningu gagn-
vart þessu verkefni og held að
sýningin verði stórskemmtileg.
Ég hlakka til að hræða krakkana
og mæður þeirra,“ segir Björn Jör-
undur í gegnum slitrótt samband
og bætir við að það sé góður hópur
með honum í þessu verkefni.
Spurður hvort hann þurfi að fara
í skylmingatíma til að undirbúa sig
fyrir hlutverkið svarar Björn Jör-
undur: „Ég býst ekki við að þurfa
að fara í neina tíma til að læra það.
Ég kann að munda mín sverð.“
alfrun@frettabladid.is
BJÖRN JÖRUNDUR: ÞETTA VERÐUR STÓRSKEMMTILEG SÝNING
HLAKKAR TIL AÐ HRÆÐA
KRAKKANA Í GULLEYJUNNI
MUNDAR SVERÐIÐ Björn Jörundur Friðbjörnsson stígur á svið sem hinn alræmdi sjóræningi Langi Jón Silver eða Long John Silver í
Gulleyjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það verða þvílík „legend“ að troða upp,“ segir
Steindi Jr., sem á föstudagskvöld fagnar útgáfu
fyrstu breiðskífu sinnar, Án djóks – Samt djók, á
skemmtistaðnum Austur.
Tónlistaratriðin verða ekki af verri endanum.
„Bjartmar Guðlaugs kemur, hann er í persónulegu
uppáhaldi og það kom aldrei neitt annað til greina
en að fá hann til að spila. Svo verða þarna Þórunn
Antonía, Berndsen, Gnúsi Yones og Gísli Galdur. Svo
spila ég auðvitað líka.”
Steindi og Rottweiler-hundurinn Bent halda partíið
í samstarfi við Smirnoff. „Þetta verður skuggaleg-
asta partí sem haldið hefur verið á Íslandi. Það verða
bara boðsmiðar í partíið, svo það er heldur erfitt að
fá miða.“ Verður þá allt þotuliðið á svæðinu? „Já,
það má segja það. Jim Carrey, Ridley Scott, Charlize
Theron og Oscar De La Hoya ætla öll að mæta,“ segir
Steindi og hlær, en upp kemst um grínið þegar blaða-
maður bendir á að hnefaleikakappinn sé þegar farinn
af landi brott.
Hann segir að stemningin í partíinu endurspegli
stemninguna á plötunni. „Það verður grínþema í
partíinu. Sennilega verða hurðasprengjur á klósett-
inu og kannski mun einhver setjast á prumpublöðru,“
segir Steindi. Hann er hinn ánægðasti með nýju plöt-
una, sem inniheldur fimmtán lög úr þáttum Steinda
sem hafa verið á Stöð 2. „Þetta er grínplata, en samt
ekki, eins og nafnið gefur til kynna. Þessi plata á
pottþétt eftir að skemmta fólki, enda algjör partíp-
lata.“ - ka
Bjartmar í VIP-partíi Steinda
BOÐSMIÐARNIR TILBÚNIR Steindi Jr. og Bent með boðsmið-
ana sem líta eins út og umslag plötunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HÁRIÐ
Söngleikurinn sem sló í gegn á Akureyri
er loksins kominn suður!
SILFUR TUNGLIÐ
„Algjör snilld“
Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is
PI
PA
R\\
A
R\\R\\\\
A
R
APAPAIP
A
IP
A
IPPIIIPIPIPIIPIPIPIPIPIPIPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPP
BW
A
TB
W
A
A
W
AA
BW
A
BWWTBBTBTBTTTTTTTTTTTTTTT
•••••
SÍ
A
SÍ
A
SÍ
A
S
ÍA
SÍ
A
S
ÍAÍASÍ
A
SÍ
AÍAÍASÍ
AÍAÍÍSÍÍÍ S
Í
S
Í
S
Í
S
Í
S
ÍSÍSÍSS
•••••
11
19
1
19
1
19
1
1
11
9
11
919111111111111111111 1
6666666
UPPSEL
T
UPPSEL
T
UPPSEL
T
ÖRFÁ SÆ
TI
Mið. 20. júlí kl. 19
Fim. 21. júlí kl. 19
Fim. 21. júlí POWERSÝNING! kl. 22
Fös. 22. júlí kl. 19
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM
HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann!
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.