Fréttablaðið - 19.07.2011, Síða 18
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
prufu. Þá leiti fleiri aðstoðar vegna
ofnæmis hjá hundum en köttum.
„Fjölgun ofnæmistilfella virðist
haldast í hendur við vinsældir til-
tekinna hundategunda. Mann grun-
ar að sumir ræktendur freistist til
að selja undan dýrum sem vitað er
að þjást af ofnæmi þar sem engar
reglugerðir banna slíkt þótt það sé
siðferðislega rangt,“ segir Elfa og
telur það bjarnagreiða við kaupend-
ur sem þurfi í sumum tilvikum að
standa straum af lyfja- og sérfæðis-
kostnaði sem geti hlaupið á tugum
og jafnvel hundruðum þúsunda
króna á ári hverju.
„Svo ekki sé talað um fyrirhöfn-
ina sem fylgir því að eiga langveikt
dýr sem þarf stöðuga umönnun
hluta úr ári eða allt árið um kring
og býr við skert lífsgæði,“ segir
hún „Flestir gera allt til að hugsa
um dýrin sín því auðvitað vill eng-
inn lóga fjölskylduvini nema önnur
úrræði séu ekki fyrir hendi.“
roald@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA
Allt sem þú þarft
*Meðan birgðir endast
Þú færð Fréttablaðið á 37 stöðum á Norðurlandi.
Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt
um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar.
Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt.
Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða
spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent
með tölvupósti daglega.
Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing.
Það fá allir afmælisblöðru*
á sölustöðum Fréttablaðsins
um land allt.
Fjöldi lausasölustaða á Norðurlandi
Jákvæðar fréttir
fyrir sumarið
N1, Staðarskáli, Hrútafirði
Reykjaskóli, Hrútafirði
Kaupfélagið, Hvammstanga
Verslun Víðigerði
N1, Blönduósi
Potturinn og pannan, Blönduósi
Samkaup Úrval, Blöndósi
Olís, Skagaströnd
Samkaup Úrval, Skagaströnd
N1, Sauðárkróki
Shell skáli, Sauðárkróki
Hlíðarkaup, Sauðárkróki
Kaupfélag Skagfirðinga, Varmahlíð
Samkaup Úrval, Siglufirði
N1, Akureyri
Bónus, Naustahverfi, Akureyri
Tíu ellefu, Akureyri
Olís, Akureyri
Brauðgerð KR. Jónssonar, Ak.
Bláa kannan, Akureyri
Nettó, Akureyri
Samkaup Strax, Byggðavegi
Samkaup Strax, Borgarbraut
Bónus, Akureyri
Olís, Dalvík
N1, Dalvík
Samkaup Úrval, Dalvík
Olís, Ólafsfirði
Samkaup Úrval, Ólafsfirði
N1, Húsavík
Olís, Húsavík
Shell skáli, Húsavík
Samkaup Úrval, Húsavík
Kaskó, Húsavík
Verslunin Ásbyrgi
Verslunin Urð, Raufarhöfn
N1, Þórshöfn
„Þetta er gert víða á skíðasvæðum
erlendis með góðum árangri,“
segir Einar Bjarnason rekstrar-
stjóri Bláfjalla. Hjólreiðavang-
urinn var prufukeyrður í ágúst
í fyrra en þeir sem ruddu braut-
ina, í bókstaflegri merkingu, voru
athafna- og áhugamenn um fjalla-
hjólreiðar í nánu samstarfi við
ÍTR og Reykjavíkurborg. „Í fyrra
vorum við með eina 2,9 kílómetra
braut en núna höfum við bætt ann-
arri rúmlega fjögurra kílómetra
við. Hún er léttari en sú fyrri, sem
er nokkuð brött og búin stökkpöll-
um, og hentar svæðið því orðið
öllum, bæði byrjendum og lengra
komnum. Þá er kominn nýr mótor
í lyftuna svo hún er bæði snarpari
og öruggari,“ segir Einar.
Brautirnar, sem eru ætlaðar
hvers kyns reiðhjólum, hafa báðar
verið rakaðar og grjóthreinsaðar
og aðstæður því eins og best verður
á kosið. En hvernig kemst fólk upp
með hjólin sín? „Við höfum smíð-
að króka á sætin sem við hengjum
þau á. Við hægjum svo á lyftunni
þegar upp er komið og fólk kippir
hjólunum einfaldlega af með einu
handtaki.“ Einar segir um að ræða
ómælda skemmtun og að fólk fari
aftur og aftur. „Ég er nú alinn upp
á mótorkrosshjólum og hef hingað
til kosið vélknúin farartæki. Ég
hefði því ekki trúað því hvað þetta
er skemmtilegt.“ Hann segir mögu-
leikana á svæðinu óþrjótandi og að
aðstaðan nýtist göngufólki ekki
síður. „Það er hægt að nýta sér lyft-
una og ganga frá lyftutoppi upp á
topp Skálafells og þaðan er um ótal
leiðir að velja. Kjósin, Esjan, Mósk-
arðshnúkar og Laufskörð svo eitt-
hvað sé nefnt. Svo er alltaf hægt
að taka lyftuna niður aftur. Til
viðbótar stendur til að kortleggja
og lagfæra ýmsa slóða sem liggja
frá Skálafelli sem væri þá hægt að
hjóla.“ vera@frettabladid.is
Brunað niður
Skálafell á hjóli
Skálafell Bike Park opnaði formlega um síðustu helgi. Þar er að
finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með
stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins
yfir sumartímann. Opið er frá 12 til 16 allar helgar.
Að sögn Elfu er árstíðabundið umhverfisóþol á borð við gras- og frjókornaofnæmi
algengasta ofnæmið meðal hunda og katta.
Brunið niður brautirnar tvær þykir mikil skemmtun. Önnur er með góðum beygjum og hentar byrjendum en hin er fyrir lengra
komna. Helgina eftir verslunarmannahelgi verður fjölskyldudagur á svæðinu með pulsupartíi og tilheyrandi. Mynd/Bob van Duin
Dagpassi kostar 2.000 krónur en stök
ferð er á 500. Mynd/Bob van Duin
Einar segir svæðið bjóða upp á mikla
möguleika. Fréttablaðið/Stefán
Þurrburstun þykir hafa góð áhrif að því leyti að hún örvar
blóðflæði og sogæðakerfi og er eiturefnalosandi. Hún fjar-
lægir auk þess dauðar húðfrumur og flýtir fyrir endurnýjun
húðarinnar. Gott er að nota þurrburstun að minnsta kosti
einu sinni í viku og bera síðan góð rakakrem á húðina á eftir.