Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 2
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 BRETLAND Óeirðir halda enn áfram í London og hafa breiðst út um borgina. Meira en tvö hundr- uð manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna og 35 lögreglu- menn eru særðir. Óeirðirnar sem hófust í Tottenham á laugardagskvöld hafa breiðst hratt út og lenti lögreglan í átökum í mörgum hverfum víða um borgina í gærkvöldi. Í Hackney í Austur-London urðu óeirðirnar einna mestar. Kveikt var í fjölda húsa og bíla víða um borgina auk þess sem brotist var inn í fjölmargar versl- anir. Óeirðirnar breiddust til Lew- isham og Peckham í suðurhluta borgarinnar og að lokum til Croy- don. Þar voru stór hús alelda í gær- kvöldi, meðal annars húsgagna- verslun sem var þekkt kennileiti á staðnum. Keyrt var á þrjá lögreglumenn aðfaranótt mánudags þegar þeir reyndu að handtaka ungmenni sem höfðu brotist inn í verslun í norð- austurhluta London. Í gærmorg- un náðu óeirðirnar stuttlega inn á Oxford Circus í miðborginni. Þá hófust óeirðir í borginni Birmingham í gær, en borgin er sú næstfjölmennasta í landinu utan London. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, flaug í gærkvöldi heim úr fríi á Ítalíu. Hann mun funda með innanríkisráðherran- um Theresu May og lögreglustjór- anum Tim Godwin í dag. May kom einnig snemma úr sumarfríi í gær til að hitta lögregluyfirvöld í Lond- on. Hún fordæmdi óeirðirnar og sagði þær óásættanlegar. Godwin hefur brýnt fyrir fólki að rýma götur og gefa lögreglu- mönnum rými til að athafna sig. Ken Livingstone, fyrrverandi borgarstjóri í London, sagði í gær- kvöldi að ríkisstjórnin gerði sér ekki grein fyrir mikilli óánægju breskra ungmenna sem séu ekki bjartsýn á framtíðina. Þá sagði hann að lögreglumenn hefðu lengi varað við því að svona ástand gæti skapast. thorunn@frettabladid.is SPURNING DAGSINS ásamt gleri og sjónmælingu REYKJAVIK EYES hágæða títan-gleraugu Gleraugun eru búin til úr einni títan-plötu og án skrúfu og samskeyta, sem gerir þau léttari og sterkari en önnur gleraugu. Í boði eru 34 mismunandi gerðir og hver þeirra fæst í 3 litum. www.augad.is 5 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 44.220 kr. GILDIR 24 TÍMA 73.700 kr. Verð 40% Afsláttur 29.480 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ TB W A PI PA R\ TB W A • SÍ A SÍ A Steinn, vill Glaumbar nokkuð fá svona rauða djöfla? „Jú, þeir ætla að djöfla okkur inn en það verður örugglega einhver djöfulgangur þarna á örlagastundu.“ Steinn Ólason er formaður United- klúbbsins, stuðningsmannaklúbbs Manchester United, en liðsmenn þess eru gjarnan kallaðir rauðu djöflarnir. United-klúbburinn var að hefja samstarf við Glaumbar. KJARAMÁL Virkja þarf verkfallsnefnd leikskólakenn- ara því að öðru óbreyttu eru tæpar tvær vikur uns þeir leggja niður vinnu, eftir að fundi í kjaradeilu kennaranna og sveitarfélaganna lauk í Karphúsinu í gær, án samkomulags. Þetta kemur fram í máli Har- alds Freys Gíslasonar, formanns Félags leikskólakennara. Hann segir fundinn í gær hafa verið að ýmsu leyti jákvæðan og að ágætlega gangi á sumum sviðum samningagerðar. „En stærsta málið, ellefu pró- senta launaleiðrétting, stendur enn út af. Þrátt fyrir að við höfum dregist aftur úr í launum um mun meira,“ segir Haraldur. Hann segir að ríkissáttasemjari hafi lagt til í gær að beðið yrði í eina viku áður en næsti fundur fer fram, það er til næsta mánudags. Þangað til eigi deiluaðilar að heyra í sínu fólki og íhuga stöðuna. Haraldur efast sjálfur ekki um hvernig landið liggur: „Við getum alls ekki sætt okkur við þetta.“ Leikskólakennarar hafa samþykkt að fara í verk- fall 22. ágúst með 96,1 prósents atkvæða, náist ekki samningar við sveitarfélögin. - kóþ Ágætur en ekki nógu árangursríkur fundur í Karphúsinu í gær: Tvær vikur í leikskólaverkfall BÖRN AÐ LEIK Nú stefnir í að leikskólum verði lokað 22. ágúst. Næsti samningafundur leikskólakennara og sveitarfélaganna verður ekki fyrr en næsta mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HARALDUR FREYR GÍSLASON SAMGÖNGUR Vonast er til þess að framkvæmdum við eystri kafla Suðurstrandarvegar muni ljúka um miðjan næsta mánuð eins og áætlanir gera ráð fyrir. Verktakafyrirtækið KNH ehf. mun hefja framkvæmdir á ný í vikunni, en framhald verksins tafðist nokkuð vegna anna. Talsmaður KNH segir að stefn- an sé að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík að Þorlákshöfn. Áætl- að er að framkvæmdum við vest- ari hluta vegarins ljúki á næsta ári. Verði þá um að ræða mikla samgöngubót. - þj Verktakar á Suðurstrandarvegi: Segja að áætluð verklok standist Óeirðir breiðast út fyrir höfuðborgina Óeirðir halda áfram víðs vegar í London og hafa nú breiðst til Birmingham. Kveikt hefur verið í fjölda húsa og bíla og verslanir hafa verið skemmdar og rændar. Ráðamenn koma snemma heim úr fríum vegna ástandsins. ÁSGEIR HELGI ÞRASTARSON Ástandið í borginni utan átakasvæðanna einkennist af spennu, segir Lundúnabúinn Ásgeir Helgi Þrastarson í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir býr með kærustu sinni á stúdentagarði skammt suður af Tottenham og segir ófremdarástand ríkja í hverfunum allt um kring. „Það er mikið búið að vera að gerast í Hackney sem er nokkuð nálægt okkur. Þar hefur verið kveikt í bílum og rúður brotnar í búðum. Svo skilst okkur á því sem við lesum á Twitter að það sé líka allt að kvikna upp í Islington sem er rétt hjá. Þannig að þetta virðist allt vera að stefna til okkar núna.“ Ásgeir segir að ástandið sé enn rólegt hjá þeim fyrir utan að verslanir í hverfinu lokuðu fyrr en venjulega. Hann telur þó ólíklegt að óeirðirnar færist yfir í götuna þeirra. „Ég held við séum á ágætum stað, því að hjá okkur er ekki mikið af búðum og öðru sem sótt er í að eyðileggja, en maður veit aldrei hverju þetta fólk tekur upp á.“ - þj Spennuþrungið andrúmsloft LÖGREGLUMÁL Fiskistofa hefur á undanförnum vikum lagt hald á að minnsta kosti ellefu ólög- leg net í sjó. Þar af að minnsta kosti fjögur laxanet sem tekin voru upp í Skagafirði í síðustu viku. Það mál er til rannsóknar, að sögn lögreglu, en tveir menn liggja undir grun um notkun þeirra. Laxanet eru ólögleg og liggur há sekt við notkun þeirra. Í síðustu viku kom síðan eftirlitsmaður frá Fiskistofu með fimm net til lögreglunnar á Ísa- firði. Að sögn lögreglunnar þar vantar þó skýrslu um málið svo ekki er vitað hverjir eigendur kunni að vera, hvaðan þau voru tekin eða hvort möskvastærð þeirra sé undir löglegum mörk- um. Hins vegar er ljóst að þau voru í sjó á banntíma en ekki er leyfilegt að hafa net við strend- ur frá klukkan tíu á föstudags- kvöldi til klukkan tíu á þriðju- dagsmorgni. Um þarsíðustu helgi voru svo tekin tvö net sem lágu í vogin- um á Bíldudal á sunnudegi, sem sagt á banntíma. Það mál er enn til rannsóknar. - jse Fiskistofa hefur lagt hald á að minnsta kosti ellefu ólögleg net: Tveir grunaðir um laxveiði í sjó LAX Í ÓGÖNGUM Það getur reynst dýrt spaug hjá mönnum að reyna að ná þessum úr sjó eins og gert var í Skagafirði. LANDHELGISGÆSLAN Ekki er vitað hvernig stél af flugvélasprengju, sem kafarar Landhelgisgæslunnar fundu í Kleifarvatni í gær, hafnaði þar. Í frétt á vef gæslunnar segir að ábending hafi borist um tor- kennilegan hlut í vatninu. Sprengjusérfræðingar gengu úr skugga um að engin hætta væri á ferðum, og komu stélinu í land. Það er líklega af sprengju af gerð- inni MK 83, sem er enn í notkun í dag, og er mögulegt að bandaríska varnarliðið hafi notað hlutinn til köfunaræfinga á sínum tíma. - þj Sérkennilegur fundur: Sprengjustél í Kleifarvatni BANDARÍKIN, AP Hótelþernan sem Dominique Strauss-Kahn er grunaður um að hafa nauðgað hefur höfðað einkamál á hendur honum. Hún krefst skaðabóta en upphæðin sem hún krefst hefur ekki verið gefin upp. Í kærunni kemur fram að Strauss-Kahn hafi ráðist á Nafis- satou Diallo á grófan og ofbeldis- fullan hátt á Sofitel-hótelinu sem hún starfar á. Hann var handtek- inn 14. maí vegna málsins og er óheimilt að yfirgefa Bandaríkin á meðan málið er í rannsókn. Hann mun koma fyrir rétt á nýjan leik 23. þessa mánaðar. - þeb Vill skaðabætur vegna árásar: Þernan kærir Strauss-Kahn ENGIN HÆTTA Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gengu úr skugga um að engin hætta var á ferðum. MYND/LANDHELGISGÆSLAN EVRÓPUMÁL Einungis 0,1% íbúa Póllands eru útlendingar. Þetta er lægsta hlutfall allra EES-ríkja sem hafa viðlíka tölur á taktein- um fyrir árið 2010. Þetta má lesa í nýrri skýrslu frá Hagstofu ESB. Á Íslandi er hlutfall útlendinga 6,8%, svipað og í ESB-ríkjum. Skýrslan greinir milli útlend- inga frá öðrum EES-ríkjum og útlendinga úr ríkjum utan EES. Á Íslandi koma 1,4% íbúa frá ríkjum utan EES, en 5,4% frá EES-ríkjum. Þessu er öfugt farið í ESB-ríkjunum, þar sem útlend- ingar utan EES-ríkja eru nær tvöfalt fleiri en þeir sem eru frá öðrum EES-ríkjum. - kóþ Tæp 7% íbúa ESB útlend: Í Póllandi eru fæstir erlendir EVRÓPUSAMBANDIÐ Á Íslandi er hlutfall útlendinga svipað og í ESB-ríkjunum. BÚÐIR OG BÍLAR ALELDA Óeirðirnar breiddust út um borgina í gær og var meðal annars kveikt í þessari verslun í Croydon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FORNLEIFAR Örvaroddur fannst nýlega við uppgröft við Skriðu- klaustur í Fljótsdal, en að því er sagði í fréttum RÚV er þetta fyrsta vopnið sem finnst í rann- sókninni sem hefur staðið yfir í áratug. Þar kom fram að oddurinn er úr kopar, sennilega af ör úr lás- boga og er talinn um 500 ára gamall. Uppgröfturinn á Skriðuklaustri hefur staðið hvert sumar í um áratug og lýkur á næstu vikum að því er sagði á RÚV. - þj Merkur fornleifafundur: 500 ára örvar- oddur í Fljótsdal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.