Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 6
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
SIMBABVE Hugmyndir Evrópusam-
bandsins (ESB) um að heimila
innflutning á demöntum frá Sim-
babve, með skilyrðum, gætu verið
í uppnámi eftir að upplýst var um
pyntingarbúðir á demantaekrum
landsins.
Í fréttaskýringaþættinum Pano-
rama á BBC í gærkvöldi var hul-
unni flett af pyntingarbúðum sem
hermenn og lögreglumenn í land-
inu reka í Marange-héraði í aust-
urhluta landsins. Stjórnvöld í Sim-
babve hafa ekki viljað tjá sig um
efni þáttarins.
Lögreglumenn og hermenn í
Simbabve vinna markvisst að því
að fá fólk til að vinna við að grafa
eftir demöntum fyrir sig. Þeir sem
óhlýðnast, eða heimta betri laun
eða aðbúnað, eru sendir í pynt-
ingarbúðirnar. Þangað senda lög-
reglumenn og hermenn einnig fólk
sem hefur orðið uppvíst af því að
grafa upp demanta án leyfis.
Fólk sem haft hefur verið í haldi
í búðunum sagði fréttamönnum
BBC frá því að fólk af báðum kynj-
um hafi verið barið með svipum,
prikum og steinum, og að konum
hafi verið nauðgað. Vitni segja
búðirnar hafa verið starfræktar í
þrjú ár að minnsta kosti.
Fulltrúar ESB hafa undanfarið
unnið að því að opna fyrir sölu á
alþjóðamarkaði á demöntum frá
tveimur námum í Simbabve. Þeir
hafa fullyrt að aðstæður í nám-
unum uppfylli alþjóðleg skilyrði.
Simbabve hefur ekki getað flutt
út demanta með löglegum hætti
undanfarin ár eftir að fréttist af
morðum og misnotkun á fólki í
tengslum við demantavinnslu í
landinu.
Stærstu pyntingarbúðirnar eru
staðsettar innan við tvo kílómetra
frá annarri af þeim tveim námum
sem ESB telur uppfylla öll skilyrði
til útflutnings. Náinn samverka-
maður Roberts Mugabe forseta
rekur námuna.
Fyrrverandi fangar í pyntingar-
búðunum í Simbabve lýstu pynt-
ingunum á BBC í gær. „Þetta eru
pyntingar, stundum geta námu-
verkamennirnir ekki gengið eftir
barsmíðarnar,“ segir einn fang-
anna fyrrverandi, sem vildi ekki
koma fram undir nafni. Annar lýsti
því hvernig grimmum hundum er
sigað á handjárnaða fangana.
„Þeir berja okkur 40 sinnum
með svipu á morgnana, 40 sinnum
seinnipartinn og aftur 40 sinnum á
kvöldin,“ sagði fyrrverandi fangi.
„Þeir börðu iljarnar á mér með
prikum á meðan ég lá á jörðinni.
Þeir börðu líka á mér ökklana með
steinum,“ sagði hann við frétta-
menn BBC. brjann@frettabladid.is
Þeir berja okkur 40
sinnum með svipu
á morgnana, 40 sinnum
seinnipartinn og aftur 40
sinnum á kvöldin.
FYRRVERANDI FANGI Í
PYNTINGARBÚÐUNUM
Pyntingarbúðir setja
strik í reikning ESB
Hermenn og lögreglumenn í Simbabve eru sagðir reka pyntingarbúðir á dem-
antaekrum landsins. Stærstu búðirnar eru innan við tvo kílómetra frá námu
sem ESB segir uppfylla öll skilyrði til útflutnings. Stjórnvöld vilja engu svara.
BLÓÐDEMANTAR Stofnun sem hefur það að markmiði að stöðva útflutning á dem-
öntum frá stríðshrjáðum löndum hefur ekki viljað opna fyrir útflutning á demöntum
frá Simbabve enn sem komið er. NORDICPHOTOS/AFP
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
AUGLÝSINGA- OG
STUTTMYNDAGERÐ
HUGMYND - HANDRIT - TÖKUR
KILIPPING - FRÁGANGUR
FYRIR ÁHUGAFÓLK - KENNT AF FAGFÓLKI
Ef þú ert ein(n) af þeim sem vilt læra með
því að framkvæma þá er þetta námskeið fyrir
þig. 222 stundir af “hands-on” námi, kennt af
fagfólki úr auglýsinga- og kvikmyndageiranum.
Hver nemandi gerir bæði auglýsingu og stutt-
mynd meðan á námskeiðinu stendur.
Ítarlega lýsingu á námskeiðinu er að finna á vefsíðu NTV
Kvöld- og helgarnámskeið hefst
13. september og lýkur 8. des.
Lengd: 222 stundir - Verð: 429.000 kr.
Sérkjör fyrir atvinnulausa (sjá ntv.is)
HESTAMENNSKA „Það er mjög slæmt ef verið er að
hamast í stóðhrossum á afrétti.“
Þetta segir Anna Margrét Jónsdóttir sem sæti
á í landbúnaðarnefnd Blönduóssbæjar. Fimm
hestamenn voru á ferð með um sextíu hross í
gegnum afréttarlönd í Austur-Húnavatnssýslu og
Staðarafrétt. Mennirnir misstu öll hrossin, nema
þau sem þeir riðu, og blönduðust þau saman við
stóðhross sem rekin höfðu verið á afréttinn. Þeir
freistuðu þess að skilja sín hross frá afréttar-
hrossunum og tókst að ná allflestum, að sögn
Önnu Margrétar. Slíkt er hins vegar bannað sam-
kvæmt lögum um afréttarmál, fjallskil og fleira
þar sem segir að enginn megi smala afrétt né
gera afréttarbúpeningi ónæði nema með leyfi
viðkomandi sveitarstjórnar.
„Þarna er mikið um folaldshryssur og það er
hætta á að folöld fælist undan þeim,“ útskýrir
Anna Margrét. „Ef verið er að róta mikið í stóð-
inu getur það einnig gerst að tryppahópar taki á
rás og fari um langan veg. Flutningur þeirra til
baka er mjög kostnaðarsamur.“
Fjallskilanefnd Austur-Húnavatnssýslu og
landbúnaðarnefnd Blönduóssbæjar sendu frá sér
yfirlýsingu vegna málsins þar sem minnt var á
ofangreind lög. - jss
Hestamenn brutu lög þegar þeir reyndu að skilja reiðhross sín frá stóðhrossum:
Töpuðu tugum hrossa á afrétt
STÓÐRÉTTIR Ekki má hrófla við hrossum á afrétti, nema með leyfi,
þar til smalað er í stóðréttir á haustin FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
LÖGREGLUMÁL Þrjú nauðgunar-
mál hafa borist á borð kynferð-
isbrotadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu í kjölfar
síðustu verslunarmannahelgar.
Öll atvikin áttu sér stað á höfuð-
borgarsvæðinu og konurnar fóru
allar á bráðamóttöku Landspít-
alans í Fossvogi fyrir þolendur
kynferðisofbeldis.
Tvær af þessum þremur meintu
nauðgunum voru kærðar til lög-
reglu. Eftir því sem Fréttablaðið
kemst næst eru fórnarlömbin á
aldrinum átján ára til um þrítugt.
Ein kvennanna, sem fór á bráða-
móttöku hefur ekki kært nauðg-
un, en málið fór engu að síður í
ferli og endaði á borði lögreglunn-
ar. Umrætt atvik mun hafa átt sér
stað á skemmtistað í borginni.
Í hinum tilvikunum tveimur
var um að ræða stúlku, sem er
tæplega átján ára og konu á þrí-
tugsaldri. Báðar áttu nauðganirn-
ar sér stað í heimahúsum og hinir
meintu gerendur voru vel kunn-
ugir þolendunum. Í öðru tilvikinu
var karlmaður handtekinn, yfir-
heyrður og honum síðan sleppt.
Hann bar við minnisleysi.
Lögreglan á Selfossi rannsakar
fjögur nauðgunarmál eftir
Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum.
Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi
til 2. september. - jss
Enn berast kærur í kjölfar verslunarmannahelgarinnar:
Þrjár nauðganir til lögreglunnar
LÖGREGLUSTÖÐIN VIÐ HVERFISGÖTU
Þrjú nauðgunarmál bárust á stöðina í
kjölfar verslunarmannahelgarinnar.
LÖGREGLUMÁL Samtals 23 öku-
menn voru kærðir fyrir of hrað-
an akstur í umdæmi lögreglunnar
á Selfossi í síðustu viku. Samtals
nema sektir vegna brotanna um
1,1 milljón. Tveir óku það hratt að
þeir verða sviptir ökuréttindum,
annar var á 149 kílómetra hraða
en hinn á 154 kílómetra hraða.
Einn var kærður fyrir að nota
ekki öryggisbelti og annar reynd-
ist án ökuréttinda. Þá voru tveir
kærðir fyrir að aka fram úr öðru
ökutæki þar sem bann er við
framúrakstri. - jss
Dýrt að aka of hratt:
Rúm milljón í
sektir á viku
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
FÁÐU BEITTUSTU
BRANDARANA Í SÍMANN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Telurðu að fækka eigi verk-
efnum ríkisins?
JÁ 56,3%
NEI 43,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú greitt fyrir „svarta“
vinnu?
Segðu þína skoðun inni á visir.is
KJÖRKASSINN