Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 34
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 sport@frettabladid.is FIMM LEIKMENN hafa dregið sig út úr íslenska landsliðs- hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Kolbeinn Sigþórsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson eru allir meiddir. FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson, fastamaður í enska úrvalsdeildar- liðinu Bolton og lykilmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár, hefur ekkert spilað með lands- liðinu á þessu ári. Enn fremur var tilkynnt á dögunum að hann myndi heldur ekkert spila með liðinu meira á þessu ári vegna persónulegra vandamála. Ísland mætir Ungverjalandi í æfingaleik ytra á morgun en Grétar Rafn spilaði síðast með íslenska landsliðinu gegn Portú- gal í undankeppni EM 2012. Sá leikur fór fram í október í fyrra. Grétar Rafn segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé gert með sorg í hjarta en sé því miður nauð- synlegt. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins. Ég varð að vera hreinskilinn og viðurkenna það gagnvart sjálfum mér, þjálf- aranum og ekki síst liðinu sjálfu,“ segir Grétar Rafn sem kaus að greina ekki frekar frá hvers eðlis sín vandamál væru. „Ég er knattspyrnumaður – lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það þarf stundum að sjá til þess að allt utan fótboltavallarins sé í lagi til að ég geti stundað mína vinnu af fullum krafti. Það er mikið álag sem fylgir mínu starfi og í augnablikinu treysti ég mér ekki til að gefa landsliðinu allt mitt. Ég verð að gera það í minni vinnu en ég get ekki mætt í lands- leiki með hálfum huga. Frekar sleppi ég því.“ Hann segir að það sé meira sem komi til, til að mynda barátta við hnémeiðsli sem hann hafi verið að glíma við undanfarin tvö ár. „En fyrst og fremst snýst þetta um að ég er að spila í mjög erfiðri deild og ég þarf að vera 100 prósent til að standa mig,“ segir hann. Hann segist vera stoltur af því að fá að klæðast íslenska lands- liðsbúningnum. Ákvörðun hans tengist ekki landsliðinu, þó svo að árangur þess hafi látið á sér standa undanfarin ár. „Ég hef ekkert á móti landsliðsþjálfaran- um eða neinu slíku. Ég hef áður sagt að ég vilji meiri árangur og að það sé hægt að gera betur. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér nú,“ segir Grétar. Hann ætlar þó að gefa aftur kost á sér í landsliðið eftir áramót. „Það eru spennandi tímar fram undan í landsliðinu og ég vil taka þátt í því. En í augnablikinu þarf ég einfaldlega að einbeta mér að því að klára þau atriði sem ég þarf að klára áður en lengra er haldið. Það er gert með mikilli sorg í hjarta en þegar ég er búinn að því, þá kem ég til baka.“ eirikur@frettabladid.is Mæti ekki með hálfum huga Grétar Rafn Steinsson segir í viðtali í Fréttablaðið að hann geti ekki tekið þátt í næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna vandamála hans utan vallar. Það sé gert „með sorg í hjarta“ en hann muni gefa aftur kost á sér í liðið eftir áramót. GENGUR AF VELLI Grétar Rafn Steinsson lék síðast með Íslandi gegn Portúgal í október á síðasta ári. Hér gengur hann af velli eftir 3-1 tap Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Landsleikir sem Grétar Rafn hefur misst af Grétar Rafn lék sinn fyrsta landsleik árið 2002 (og skoraði) en landsleikur númer tvö kom ekki fyrr en þremur árum síðar. Hann hefur verið fasta- maður í liðinu undanfarin sex ár. Landsleikir sem Grétar Rafn hefur misst af undanfarin ár: 2005 - lék með Young Boys - 0 leikir 2006 - AZ Alkmaar - 0 leikir 2007 - AZ Alkmaar - 1 leikur* 2008 - Bolton - 7 leikir 2009 - Bolton - 2 leikir 2010 - Bolton - 6 leikir 2011 - Bolton - 2 (+4) leikir * Grétar Rafn var búinn að leika 23 landsleiki í röð þegar hann missti af leik gegn Liechtenstein í október 2007. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekk- ert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu,“ segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp,“ lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistara- mótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dug- leg í öllum þessum end- urhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo allt- af hraðar og hrað- ar,“ segir Helga en hún segir ómögulegt að setja ein- hver tíma- mörk á það hvenær hún verður orðin hundrað pró- sent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu,“ segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna.“ - óój Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir líklega ekki meira í ár og missir af HM í Kóreu: Fer bara í réttirnar í staðinn HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR Reynir að horfa jákvætt á hlutina. VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/STRUMPARNIR FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SENDU SMS SKEYTIÐ ESL STR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VILTU VINNA MIÐA? Í þrívídd og tvívídd, með íslensku og ensku tali FRUMSÝND Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.